Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 23

Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 23
„Skuggar for- tíðarinnar“ í Nýja Bíói „SKUGGAR fortíðarinnar“ nefnist kvikmynd, sem Nýja Bíó hefur frum- sýnt. Aðalhlutverkin eru í höndum Perry King, George Kennedy og Tisa Farro. í kynningu bíósins er sagt að hér sé á ferðinni spennumynd með karate-atriðum. Hún fjallar um þrjá Bandaríkjamenn í hersveit í Vietnam 1968. Þeir bindast vin- áttuböndum og lenda í mörgum svaðilförum. Tíu árum síðar berst leikurinn til Bandaríkjanna og nú eiga þremenningarnir í höggi við Vietnama, sem þeir höfðu lítillega kynnst, en þeir strengt þess heit að koma þeim öllum fyrir kattar- nef. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 31 Níræðisafmæli: Gróa Guðnadóttir Humarvertíðin hefst 26. maí Sjávarútvegsriðuneytið hefur nú gengið frá reglum þeim, sem gilda skulu um humarveiðar á komandi vertíð. Samkvæmt þeim hefst hum- arvertíðin 26. maí næstkomandi og stendur lengst til 15. ágúst eða þar til afli nemur 2.700 lestum. Humarleyfi verða aðeins veitt bátum, sem eru minni en 105 brúttólestir. Þó geta stærri bátar fengið leyfi til humarveiða, séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eða minni og hafa ekki fengið leyfi til síldveiða í hringnót á þessu ári eða í fyrra. Sömu reglur gilda um lág- marksstærð humars, gerð hum- arvörpu og skýrslugerð og gilt hafa undanfarin ár. Umsóknir um humarveiðileyfi þurfa að hafa borizt ráðuneytinu fyrir 10. maí næstkomandi og verða umsóknir, sem berast eftir þann tíma, ekki teknar til greina. Verðlagning á humri hefur enn ekki verið ákveðin, en umfjöllun um það hefst í upphafi næstu viku. Ungir læknanem- ar í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á bandarískri kvikmynd, sem nefnist „Ungu læknanemarnir". í kynningu kvikmyndahússins segir að þetta sé sprenghlægileg kvikmynd um starfs- og lífs- reynslu ungra lækna. . Ég sá Gróu Guðnadótur fyrst fyrir réttum 15 árum, afmælis- barnið í dag, og það er ekki ofsög- um sagt, að mætari og kærari konu hef ég varla kynnzt. Mín fyrsta mynd af Gróu þegar hún stóð við eldavélina á Hring- braut 74 og hellti upp á kaffi á bláa forneskjulega kaffikönnu, líður mér seint úr minni. Augun snör og hlý, hárið snyrt í fléttum um höfuðið, með drífhvíta heima- saumaða hveitipokasvuntu um sig miðja. Það var reyndar þessi hveitipokasvunta, sem braut ísinn, því þá barst talið að því, að við önnur lök en hveitipokalök hafði maður ekki sofið sem barn. Gróa er og hefur verið það, sem allir menn og einkum börn þarfn- ast mest, hin glaða, góða og hlýja manneskja. Afgreitt málið einsog það gafst með hressilegu tilsvari einatt í líkingu málsháttar eins og sonardæturnar fengu að reyna. Ef þær rifust, var „slagur í Bárunni“ eða ef ein hrifsaði leikfang af ann- arri „þá lánaði einhver Fúsa mussu" og þá var um að gera að vægja, svo amma segði að vitið hefði hún meira. Og áfram spinnur kerling klukkan en þú virðist einhvern veginn kunna á henni gtímutökin, alltaf jafnung í anda og ern. Þegar þú stóðst andspænis því, 87 ára gömul, að taka varð af fótinn, ofan hnés, sýndi sig best þitt æðruleysi, „Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera.“ Styrkur þinn og lífsviðhorf að taka því óumflýjan- lega hjálpaði ekki einungis sjálfri þér heldur og þínum nánustu. Ef barnabörnin þín verða þeirrar gæfu aðnjótandi að erfa, þó ekki væri nema brot af styrk þínum og lífsspeki, þá eru þau hólpin í líf- inu. Ég óska þér allrar blessunar á níræðisafmælinu. Guðrún Sverrisdóttir Nú kynnum viö allar geröir af SK0ID/I ásamt hinum glæsilega nýja Skoda 3APiD Sérstakt kynningarverð frá kr. 111.600. gengj 01.04 '83 Komið á staöinn, kynnist Skoda og látið Halla svara öllum ykkar spurningum. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.