Morgunblaðið - 12.05.1983, Page 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983
Keflavík:
Tónlistarfé-
lagið 25 ára
Keflavík, 6. maí.
NÚ UM þessar mundir er Tónlistarfélag Keflavíkur 25 ára. í tilefui þess hélt
félagið veglegan afmæliskonsert í Félagsbíó sl. fimmtudagskvöld og komu
þar fram fjöldinn allur af keflvískum tónlistarmönnum, að viðstöddu fjöl-
menni.
Fyrir 25 árum kom saman í Keflavík hópur áhugafólks um tónlist og
stofnaði Tónlistarfélag Keflavíkur. Markmiö félagsins var að koma á fót
tónlistarskóla í byggðarlaginu og fá þangað tónlistarmenn til tónleikjahalds.
Fyrsti formaður Tónlistarfé-
lagsins var Vígdís Jakobsdóttir og
gegndi hún því embætti hátt á
annan áratug, ásamt því sem hún
var formaður skólanefndar skól-
ans. Fyrstu árin sá félagið alger-
lega um rekstur skólans og fjár-
magnaði á eigin ábyrgð. Við skól-
ann hafa ávallt kennt hinir fær-
ustu kennarar og oft barðist Tón-
listarfélagið í bökkum, því greiða
þurfti þeim laun og borga húsa-
leigu. En skólinn óx og þroskaðist
undir handleiðslu þessa dugmikla
fólks og Ragnars Björnssonar sem
var skólastjori frá upphafi skól-
ans. 1975 var fjárhagsáhyggjum
létt af félaginu, þegar bæjarfélag-
ið og ríkið tóku reksturinn í sínar
hendur. Síðan hefur félagið getað
einbeitt sér að menningarviðburð-
um og uppákomum tónlistar-
manna í Keflavík.
Á afmælishátíðinni í Félagsbtó
komu fram núverandi og fyrrver-
andi nemendur skólans og greini-
legt er að mikið starf hefur verið
unnið þar. Lúðrasveit skólans
vakti mikla athygli, en hún er
skipuð mjög ungu fólki. Mjög öfl-
ugt kóralíf er í Keflavík og kom
það glöggt fram á tónleikunum.
Kvennakór Suðurnesja, Kór
Keflavíkurkirkju og Karlakór
Keflavíkur komu þar fram og
sameinuðust í söngnum í lok tón-
leikanna undir stjórn Herbertar
H. Ágústssonar, en hann er skóla-
stjóri Tónlistarskóla Keflavíkur.
Formaður skólanefndar, Elín-
borg Einarsdóttir, og Sævar
Helgason, form. Tónlistarfélags-
ins, fluttu ávörp og var stofnend-
um félagsins færður þakklætis-
vottur og frú Vigdís Jakobsdóttir
var gerð að fyrsta heiðursfélaga
félagsins.
Stjórn Tónlistarfélags Keflavík-
ur skipa ásamt Sævari Helgasyni,
Steinunn Karlsdóttir ritari, Hlíf
Káradóttir gjaldkeri, og með-
stjórnendur eru Bjarni Gíslason
og Margrét Friðriksdóttir.
— EFI.
Karlakórinn syngur
Viðræður fslands, Noregs og EBE:
Óljóst hvort EBE-
lönd stundi loðnu-
veiðar í sumar
skrifstofustjóra í utanríkisráðu-
neytinu, sem var fulltrúi Islands 1
viðræðunum, voru þær tilkomnar
að ósk Norðmanna vegna þess, að
ekki er enn útkljáð mál hvar lög-
saga Grænlands og Jan Mayen
mætist. Hvort þar gildi miðlína
eða 200 mílur frá Grænlandi, en
Efnahagsbandalagið fer með þessi
mál fyrir hönd Grænlands. Þar
með myndast mikið hafsvæði, sem
báðir aðilar gera kröfu til. Árið
1981 voru deilur um þetta svæði,
en samkomulag náðist í fyrra.
Þess vegna var það ósk Norð-
manna, að reynt yrði að komast að
samkomulagi nú um það, hvað
hver ætti að veiða úr loðnustofn-
inum. Eins og áður sagði mjakað-
ist ekkert í samkomulagsátt,
þannig að alveg er óljóst hvort
Efnahagsbandalagið sendi einhver
skipa sinna á loðnuveiðar á þessu
umdeilda svæði í sumar. Talið er
ljóst að hvorki íslendingar né
Norðmenn geri það.
NÚ ER nýlega lokið þríhliða viðræð-
um íslands, Noregs og Efnahags-
bandalags Evrópu, þar sem reynt var
að komast að samkomulagi um
skiptingu loðnustofnsins milli Græn-
lands, Islands og Noregs. Ennfrem-
ur hvort hægt væri að koma sér sam-
an um algjört bann við loðnuveiðum
á þessu svæði, þar til nýjar mælingar
á stofninum gætu farið fram í haust.
Engin samstaða náðist og hefur ann-
ar fundur ekki verið boðaður.
Að sögn Hannesar Hafstein,
Þessi mynd var tekin á námskeiði eftirmenntunarnefndarinnar hér á landi.
Norræn menntunarnefnd rafiðnaðarins:
Eftirmenntun rafvirkja er
mikilvæg nú á tím-
um örrar tækniþróunar
segir Guðmundur Gunnarsson starfsmað-
ur íslensku eftirmenntunarnefndarinnar
NÝLEGA voru staddir hér á landi fulltrúar rafvirkja og
rafverktaka á Norðurlöndunum á vinnufundi Norrænu
menntunarnefndar rafiönaðarins. Þessi nefnd hefur starf-
að síðan 1974 og hefur það hlutverk fyrst og fremst að
fjalla um eftirmenntun og grunnmenntun rafvirkja.
Á íslandi hefur verið starf-
andi eftirmenntunarnefnd í 7
ár, skipuð tveimur mönnum og
einum starfsmanni, Guðmundi
Gunnarssyni. Guðmundur
Gunnarsson sagði í samtali við
Mbl. að á sl. árum hefði íslenska
nefndin staðið fyrir námskeið-
um á 12 stöðum á landinu og
haldið samtals 152 námskeið
frá upphafi með 1.600 þátttak-
endum. Á þessu ári er áætlað að
haldin verði 34 námskeið.
„Þetta samnorræna starf er
ákaflega mikilvægt," sagði Guð-
mundur Gunnarsson. „Það hef-
ur meðal annars orðið hvatinn
til þessara námskeiða hérlendis
síðustu árin. Danir hafa lengst-
um staðið fremst í flokki hvað
varðar endurmenntun og
stefnumótun í menntunarmál-
um rafvirkja. Við höfum flutt
inn mikið af námskeiðum og
tækjum frá Danmörku, mest í
sambandi við stýringar og
tölvutækni, svo sem námskeið
um segulliðastýringar, raf-
eindastýringar, loftstýringar og
forritunarleg stýrikerfi. Og nú
erum við að fara af stað með
námskeið í aðvörunar- og kall-
búnaði. Það er miklu hagkvæm-
ara fyrir okkur íslendinga að fá
námskeiðið þannig til afnota en
þurfa að þróa þau upp á okkar
einsdæmi.
Guðmundur sagði að nám-
skeiðin væru fjármögnuð bæði
af ríkinu og félögunum, þ.e.
Landssambandi íslenskra raf-
verktaka og félögum rafvirkja á
íslandi, en undanfarið hefði
dregið talsvert úr fjárveitingum
ríkisins. Taldi Guðmundur það
miður, því á tímum örrar
tækniþróunar væri þörfin á
endurmenntun rafvirkja mjög
rík.
Hin Norræna menntunar-
nefnd rafiðnaðarins saman-
stendur af fulltrúum rafvirkja
og rafverktaka frá öllum Norð-
urlöndunum, en skrifstofa
nefndarinnar er f Kaupmanna-
höfn. Fyrir utan það hlutverk
að fjalla um endur- og grunn-
menntun rafvirkja, lætur
nefndin sig einnig varða mennt-
un fagkennara og flest það sem
tengist menntun í greininni.
Ráðstefnur eru haldnar á eins
og hálfs árs fresti og vinnu-
fundir 3—4 sinnum á ári. Síð-
asta ráðstefna var í Leangkoll-
en í Noregi í febrúar sl., en sú
næsta verður haldin hér á landi
sumarið 1984.
Á íslandi eru um 1000 raf-
virkjar, þar af rúmlega 300 raf-
verktakar.
V* ‘wjWjmL
mí ll llgj h > *
Þátttakendur vinnufundarins núna eru frá vinstri talið: Sven-Eric Paalson frá Svíþjóð, Hannes Vigfússon,
formaður Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík, B. Lindberg frá Svíþjóð, Gunnar Bachman, fulltrúi Rafiðnað-
arsambandsins í þessu samstarfi, Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri eftirmenntunarnefndarinnar hér
á landi, Arne Nielsen frá Danmörku, Árni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra rafverk-
taka, Erkki Weijola frá Finnlandi, Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands og Ronald Rooth
frá Noregi. MorgunblaAiA/ KrLstján Einaramn