Morgunblaðið - 12.05.1983, Page 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
Liszt tónleikar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Martin Berkofsky lék verk
eftir Frans Liszt í Þjóðleik-
húsinu sl. mánudag með
miklum glæsibrag. Það sem
gerir leik hans eftirtektar-
verðan er að hann hættir öllu
til og hikar ekki á blábrún-
inni.
Aðra stundina leikur hann
sér að því að skálda í tónana
angurværð en þrumar því
næst boðskap höfuðskepn-
anna. Þannig sveiflast leikur
Martin Berkofsky
hans milli viðkvæmni og
stormþrunginna átaka með
svo miklum andstæðum að
fágætt má telja. Fyrsta
verkið á efnisskránni var
Vallée d’Obermann, sjötti
þátturinn í Svissneska ferða-
albúminu. Verkið er nokkurs
konar „sinfónískt ljóð“ og
nefnt eftir skáldsögu, sem
Liszt hélt mikið upp á. Titill
sögunnar var Obermann og er
hún eftir de Senencourt, sem
Liszt tileinkaði verkið. Annað
viðfangsefnið var stuttur
þáttur úr raðverki er höfund-
urinn kallar „sögulegar ungv-
erskar mannamyndir". Deák
er fimmta myndin og hefur
Berkofsky fundið áður
óþekkta gerð þessa þáttar.
Tvær helgisögur, sú fyrri
um heilagan Frans frá Assisi,
að prédika yfir fuglunum og
sú seinni, um heilagan Frans
frá Paule er hann gengur á
öldunum. Bæði verkin eru
„prógramm“-tónlist en seinna
verkið er samið fyrir áhrif af
málverki eftir von Steinle, er
sýnir heilagan Frans á vatn-
inu. í þessu verki keyrði
Berkofsky „klímaxinn" upp of
snemma. Síðasta verkið á
þessum eftirminnilegu tón-
leikum var h-moll sónatan
sem Berkofsky lék frábærlega
vel, allt frá því að leika sér
með fíngerðustu blæbrigði
upp í Þórdunur leystar úr
viðjum náttúrunnar, m.ö.o.
stórglæsilegur flutningur á
mikilfenglegu meistaraverki.
Hafsteinn sýnir
vatnslitamyndir
Myndlist
Valtýr Pétursson
í Listasafni ASÍ við Grensás-
veg stendur nú yfir sýning á
vatnslitamyndum eftir Hafstein
Austmann. Hann hefur valið að
sýna eingöngu myndir gerðar í
vatnslitum, og við fyrstu sýn er
því þessi sýning nokkuð einhliða.
En er maður gætir nánar að
þessum verkum, kemur í ljós, að
þrátt fyrir þessa einu aðferð við
myndgerðina, er þetta nokkuð
efnisrík sýning. Hafsteinn hefur
nefnilega þann hátt á, að hann
heldur hverju verki innan vissra
lita og nær þannig mjög frjáls-
legri og fjölþættri myndbygg-
ingu, sem oft á tíðum hefur lipr-
an og lifandi myndþokka.
Hafsteinn Austmann hefur
lagt mikla áherslu á vatnslita-
meðferð sína á undanförnum ár-
um. Hann hefur nú öðlast tækni,
Baaten under solseilet
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
VIGDIS Stokelien er norskur höf-
undur, tæplega fimmtug að aldri
og hún vakti á sér athygli með
fyrstu bók sinni, smásagnasafninu
Dragsug, fyrir sextán árum eða
svo. Síðan hefur hún skrifað þret-
tán bækur og flestar þeirra munu
vera smásagnasöfn. Það rennir
stoðum undir þá niðurstöðu fræð-
inga, að konur hallist meira að rit-
un smásagna en lengri sagna.
Hvað sem því líður er Baaten und-
er solseilet ein saga og ákaflega
sjarmerandi að gerð, einkum og
sér í lagi eftir að lesandi hefur
áttað sig á alls konar stflbrögðum
höfundar, svo og tilfærslum fram
og aftur í tíma og rúmi; það er
fjarri því að vera hefðbundin
skáldsaga, sem hér er boðið upp á.
Sagan segir frá ungri stúlku,
Gro sem er loftskeytamaður á
norskum dalli, „Marianna", upp
úr 1950. Með augum hemar
skynjum við lífið um borð og í
höfnum. Með því að bregða
okkur aftur í tímann kynnumst
við ástarævintýri hennar og
júgóslavneska læknisins Miro,
lánlaus maður, sem er á flótta
fær hvergi landvistarleyfi fyrr
en í lokin, að það er líklegt að
hann komist til Ástralíu. Svip-
myndum frá hernámi Þjóðverja
í Noregi er og brugðið upp og
gefa þær myndinni af ungu
Vigdis Stokelien
stúlkunni aukna dýpt. Faðir
hennar hafði verið „réttu megin"
en fjölskylda móðurinnar galt
þess að hafa verið á hinum
vængnum.
Vigdis Stokelien gefur okkur
býsna áhrifaríka mynd af hugs-
unarhætti ungu stúlkunnar og
viðhorfi hennar til skipsfélaga
sinna og umhverfis þess sem hún
upplifir ákaflega sterkt. Einnig
eru lýsingar hennar á Austur-
löndum þessa tíma býsna litrík-
ar og sannfærandi. 1 þessari bók
vefur höfundur saman af mikl-
um hagleik nútíð og fortíð og það
er varla á færi annarra en
snjallra höfunda. Mér skilst að
höfundur sé sjálf loftskeytamað-
ur að mennt og hafi stundað það
starf um hríð og það kemur
henni ugglaust að gagni við gerð
þessarar bókar. Það er Asche-
houg sem gefur bókina út.
sem aðeins verður þróuð með
mikilli vinnu og miklum yfirleg-
um. Hann virðist margvinna
myndir sínar á sama blað og hef-
ur þá þann hátt á að þvo mynd-
irnar aftur og aftur. Þannig
verða til mild og ljóðræn verk,
sem hafa mikið aðdráttarafl og
sannarlega lofa meistara sinn.
Það má því með sanni segja, að
þessi sýning Hafsteins sé viss
áfangi í listferli hans og sýni á
honum hlið, sem að vísu er ná-
tengd því, er hann vinnur í olíu-
litum, en er samt sérstakur kap-
ituli í litferli hans. Með þessari
sýningu kveður Hafsteinn sér
sterklega hljóðs á vettvangi
vatnslitanna og eykur þannig
álit áhorfandans á hæfni hans
sem málara. Það er sérlega
skemmtilegt að kynnast þeirri
hlið á Hafsteini Austmann, sem
hér blasir við. Hann vinnur af
ákefð og hugrekki og hann nær
árangri í samræmi við það. f
heild er þessi sýning í Listasafni
ASf ein sú eftirtektarverðasta
sem Hafsteinn hefur haldið.
Þarna eru 41 vatnslitamynd og
að mínum dómi ekkert áhlaupa-
verk að gera upp á milli þessara
verka. Samt ætla ég að benda á
nokkrar myndir, sem mér fannst
einna mest til koma. Það eru nr.
1, 7, 24, 27 og 36. Allt eru þetta
myndir, sem mundu sóma sér á
hvaða sýningu sem er úti í hin-
um stóra heimi, eins og sagt er.
Auðvitað dettur mér ekki í hug
að miða við það sýningarfargan
er þjáir okkur hér við Faxa-
flóann á þessum seinustu og
verstu tímum. Það virðist alltaf
vera að færast í aukana og gerir
lítið annað en trufla listaskyn
almennings og orsaka litla sölu
hjá þeim, er vanda til verka
sinna og vinna í fyllstu alvöru.
Hafsteinn Austmann er einn
þeirra, og besta vitnið um þessa
fullyrðingu er núverandi sýning
hans í Listasafni ASf. Vonandi
lætur fólk ekki þessa sýningu
framhjá sér fara og að lokum:
Til hamingju með árangurinn, er
þar blasir við.
Zola á rúmstokknum
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn í frummáli: NANA
Framleidd af Menahem Golan og
Yoram Globus.
Handrit: March Behm.
Leikstjóri: Dan Wolman.
Tónlist: Ennio Morricone.
Sýningarstaður: Austurbæjarbíó.
Saga Emile Zola, yfirstéttar-
hórunni Nönu hefur aldeilis orð-
ið drjúgur efniviður kvikmynda-
gerðarmönnum, ég man ekki
betur en sjálfur Jean Renoir hafi
filmað söguna án hljóðsetningar
í kringum ’30. Auðvitað gátu
þeir vestanhafs ekki stillt sig um
að filma söguna og gáfu henni þá
nafnið Lady of the Boulevards og
það er ekki lengra síðan en sjötíu
að Frakkar og Svíar tóku hönd-
um saman um að mynda söguna
og gáfu vinnuheitið: Take Me,
Love Me. Fleiri útgáfur mætti
nefna cn hér er ætlunin að eyða
fáeinum orðum að nýjustu til-
rauninni í þá átt að festa Nönu á
filmu; er hér átt við samnefnda
mynd Austurbæjarbíós. Ég verð
að segja að miðað við þær útgáf-
ur er ég hef áður augum barið er
sú Nana sem nú birtist á tjaldi
Austurbæjarbíós herfilegur
óskapnaður sem nær því hvorki
að líkjast persónunni í sögu Zola
né lifa áhugaverðu eigin lífi. Það
er nánast að manni detti 1 hug
að aðstandendur þessarar mynd-
ar hafi glápt yfir sig á danskar
rúmstokksmyndir og vilji nú
feta í fótspor Dananna og hressa
uppá franska menningu með
læra- og píkusýningu skreytta
nafni Emile Zola. Gæti ég best
trúað að þessi mynd væri gerð í
tveimur eintökum (líkt og rúm-
stokksmyndirnar) og fengju íbú-
ar þeirra ríkja þar sem kvik-
myndalöggjöfin er gloppóttari
en hér að sjá píkur og tilla í ögn
skarpari nærmynd en gestur
Austurbæjarbíós.
Þetta minnir mig á að kunn-
ingi minn sagði mér þær fréttir
að hann hefði um daginn skropp-
ið á níusýningu í Bíóbæ að sjá
J.R. og fjölskyldu í „samkvæm-
isleik". Tjáði hann mér að mynd
þessi hefði verið að mestu
óklippt og væri hiklaust hægt að
flokka hana með „bláum" mynd-
um. Ef þetta er rétt þá er hér
brotið blað í íslenskri bíósögu
því hér er í fyrsta sinn á íslandi
leyfð opinber sýning á „blárri"
mynd. Ég held að þessi þróun
verði raunar ekki stöðvuð af
kvikmyndaeftirlitinu á meðan
menn geta labbað útí næstu
sjoppu og fengið sér eina „bláa“
til heimabrúks. Það er skömm-
inni skárra að hafa klámbíó í út-
hverfi borgarinnar þar sem
kvikmyr.daeftirlitið getur veitt
hæfilegt aðhald en að menn sæki
óhindrað útí búð spólur sem
börn og óharðnaðir unglingar
geta komist í.
Það er nefnilega svo með
klámmyndir að þar er ekki hlúð
að mannlegum tilfinningum.
Áherslan er gjarnan lögð á kyn-
nautnina eina saman og hún
blásin upp líkt og blaðra sem
springur að lokum og skilur ekk-
ert eftir nema tómleika. Þá eru
gjarnan hórur notaðar í þessum
myndum og þær niðurlægðar á
alla lund. Slíkt kann ekki góðri
lukku að stýra því sú er hættan
að karlmann sem ánetjast slík-
um myndum fái ranghugmyndir
um kvenfólk. Þær greinast í
hugskoti þeirra annarsvegar í
siðprúðar húsmæður en hins
vegar eru siðlausar hórur. Nú
gætu menn talið að ég væri kom-
inn nokkuð langt frá efni grein-
arinnar sem er nýjasta kvik-
mynd Austurbæjarbíós — Nana;
svo er þó ekki því iýsing sú sem
ég hef brugðið upp á hugmynda-
heimi klámmynda á mæta vel
við þessa mynd. Munurinn er
bara sá að hér er reynt að klæða
klámið í spariföt og þau fengin
að láni frá einu fremsta skáldi
Frakka, Emile Zola. Svona fer
vor klámtíð með skáldin.