Morgunblaðið - 12.05.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 12.05.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 65 Ljósmyndir — málverk Myndlíst Valtýr Pétursson f vesturhluta Kjarvalsstaða eru nú tvær sýningar, önnur í hefð- bundnum listsýningarstíl, það er að segja: Málverk og vatnslita- myndir, hin hefur að bjóða ljós- myndir og er á gangi fyrir framan Vestursalinn. Það er ungur Reykvíkingur, Páll Reynisson, sem sýnir þarna ljós- myndir, en hann hefur stundað nám í Svíþjóð í ljósmyndun og er nú starfandi við sjónvarpið. Hann beitir hefðbundnum aðferðum við j sumar af þessum ljósmyndum, við aðrar fer hann nokkuð óvenju- legar leiðir. Sumar þessar myndir eru gerðar eftir fleiri en einni plötu, og koma þá í ljós ýmiss tæknibrögð, er ljósmyndarinn sjálfur hefur útskýrt, og verður það ekki endurtekið hér. Þetta eru laglegar ljósmyndir, þær eru fáar komi það fyrir, að allt falli í ljúfa löð og sérstaklega á þessi að- finnsla við um litameðferð Guð- mundar Karls, sem stundum nær hvergi tilgangi sfnum. Samt ætla ég að benda á það, sem mér varð geðfelldast á þessari sýningu, en það voru no. 15 (olíumynd), no. 37 og 53, báðar vatnslitamyndir. Eins og sjá má af þessum lfnum, er ég ekki mjög hrifinn af þesari sýn- ingu í heild, og raunverulega hef ég ekki miklu við þetta að bæta. Samt langar mig til að ítreka það hér, að stíltegundin skiptir ekki máli um það, hvort gott eða lélegt listaverk verður til. Hvort menn mála fíguratíft eða abstrakt er ekkert atriði. Það er litsjónin, myndbyggingin og túlkun hvers og eins, sem ræður úrslitum. Lista- verkið verður metið og virt eftir þeim frumatriðum, og þegar þessa þætti vantar eða þeir falla í skuggann af yfirborðsþokka og sætum litum, vantar það sem við á að éta, eins og sagt er. Myndlíst Valtýr Pétursson Guðmundur Karl Ásbjörnsson við eitt af málverkum sfnum. og fara vel þarna á ganginum. Einkum og sér í lagi var það ein mynd, sem mér fannst bera af á þessari sýningu, en það var No. 15 „Dagar og nætur", einnig varð mér minnisstæð mynd No. 4. „hvítt tré“. Sumt er þarna í lit og annað í litum, ekki get ég að því gert, en mikið finnst mér alltaf ljósmyndin skila sér best, þegar hún er látin segja sína sögu á sem ljósastan hátt án allskonar kúnsta sem á stundum eiga lítið eða ekk- ert erindi við sjálft myndefnið. Guðmundur Karl Ásbjörnsson er með sýningu á verkum sfnum f Vestursal. Þarna eru hvorki meira né minna en 95 myndir til sýnis, megnið af því vatnslitamyndir og svo nokkrar olíumyndir. Guð- mundur Karl hefur oft verið þátt- takandi á sýningum hér og haldið einkasýningar. Hann er verserað- ur í fræðunum og hefur víða farið og dvalið löngum erlendis. Hann er fyrst og fremst landslagsmál- ari, hvort heldur hann stundar olíumálverk eða brúkar vatnsliti. Hann heldur sig við hefðbundnar aðferðir í báðum tilfellum, og væri ekki ósanngjarnt að benda á nokk- uð mikil áhrif frá Ásgrími heitn- um Jónssyni í sumum verka hans, en Ásgrímur var meistari á sínu sviði og því ekki fráleitt, að það komi fyrir, að áhrif af myndgerð hans sjáist í verkum þeirrar kynslóðar, sem tók myndgerð hans í arf. Það er svo álitamál, hvort Guðmundur Karl hafi grætt nokk- uð á þessum viðskiptum. Þetta er afar venjuleg sýning í flestum atriðum. Guðmundur Karl er ekki mjög frumlegur lista- maður að mínu mati, og verk hans segja mér ekki mikil tíðindi. Það koma að vísu þarna kaflar, sem segja mætti um, að væru snarpir sprettir, en það er eins og oftar Nýútskrifaður leikhópur Nemendaleikhússins. Tíminn líður í hring Leiklist Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsið, Leiklistarskóli íslands: MIÐJARÐARFÖR eða innan og utan við þröskuldinn eftir Sigurð Pálsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson. Lýsing David Walters. „Ég geng í hring/ í kringum allt sem er,“ orti Steinn Stein- arr. Þessi orð gerir leikhópur Nemendaleikhússins að sínum. Sigurður Pálsson lætur ósk segja: „Tiftinn líður í hring og þetta er allt í þykjustu." Líka er minnt á guðinn “sem dreymir okkur sem lifurn." Steypuhrærivél undir mál- verki af Jóni Sigurðssyni og fleiri merkum mönnum dregur úr hátíðleikanum, hinum oft og tíðum upphafna skáldskap sem Sigurður Pálsson ber á borð. Textinn er ljóðrænn og stundum fullgilt ljóð, en hversdagslegar orðræður eru þó áberandi. Sig- urður Pálsson stundar mjög orðaleiki í ljóðum sínum; það gerir hann einnig í Miðjarðarför. Efnislega er í Miðjarðarför lýst ýmsu því sem einkennir ungt fólk i leit að einhverju. Leikritið hefst á leit og endar í óvissu, m.a. er sýnd martröð vímugjafa sem leiða tortím- ingar. Það er að vísu hægt að gera sér tildundurs að ráða tákn leikritsins og freista þess að túlka hvað höfundurinn á við með einstökum atriðum. Mestu skiptir að allt er gert í anda til- rauna; bygging verksins snýst vissulega um ferðalag með nið hafs í fjarska ásamt ýmsum öðr- um hljóðum, en það eru hinar myndrænu smámyndir sem verkið stendur og fellur með. Margt gerðu hinir ungu leik- arar vel í þessari sýningu, enda góður hópur á ferð eins og dæm- in sanna: Prestsfólkið og Sjúk æska. En maður hafði það á til- finningunni að höfundurinn gengi of langt í tilraunum sín- um, ekki síst vegna þess hve ein- hæfar þær eru. Hvað sem les fragmentaire líður: „Hið smáa gegn hinu stóra“ eins og höfund- urinn kemst að orði. Þessi sýning var um margt at- hyglisverð og gæti orðið betri með markvissari vinnubrögðum höfundar. Leikstjórinn Hallmar Sigurðsson kom dyggilega til móts við höfundinn. Sama er að segja um Gretar Reynisson og David Walters, en samvinna þeirra var með ágætum. Sér- stakiega þótti mér ljósbeiting kunnáttusamleg. Sá hópur sem nú útskrifast úr Leiklistarskóla íslands og túlk- aði að þessu sinni unglinga, for- eldra og utangáttaverur hefur á heillavænlegan hátt sett svip sinn á liðið leikár. Þau eru Edda Heiðrún Backman, Eyþór Árna- son, Helgi Björnsson, Kristján Franklín Magnús, María Sigurð- ardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Sýning Sveins Sveinn Björnsson hefur verið stórtækur í málverkinu, allt frá því hann hætti á togurum hér á árunum og fékk sér starf, sem gerði honum fært að stunda málverkið jafnhliða brauðstrit- inu. Hann byrjaði mjög vel, og mér er í fersku minni myndir Sveins, er hann gerði í frítímum sínum frá fiskiríi og navigation. Þær voru að vísu misjafnar, en sumar þeirra vottuðu um ótví- ræða hæfileika. Svo liðu stundir, og það gekk á ýmsu í málverki Sveins. Um tíma hélt maður að hann hefði bókstaflega misst öll tök á málverkinu, en svo fór jafnt og þétt að rofa til hjá Sveini. Nú hefur hann efnt til sýningar í Austursal á Kjar- valsstöðum, og enn er þó nokkur sjógangur í verkum Sveins. Enda þótt hér sé nokkuð misjöfn sýn- ing á ferð, má finna það besta, er Sveinn hefur látið frá sér fara á þessari sýningu, að mínum dómi. Ég fæ ekki betur séð en mikil tíðindi hafi gerst með Sveini Björnssyni. Hann heggur stórum og hefur hreinsað mikið til á litaspjaldi sínu. Hann er sá af listamönnum okkar, sem fer einna sérstökustu leið í mynd- gerð sinni, og það mætti segja mér að unga fólkið sem heldur sig við hið svokallaða nýja mál- verk, muni finna sálufélaga í Sveini, en samt hefur Sveinn þann vinning að hann hefur margra ára reynslu og tækni að baki sér, og einmitt þess vegna kemur hann skilaboðum sínum svo miklu betur í höfn en marg- ur af þeim yngri, sem sniðgengið hafa tæknimenntun og halda sig oft á tíðum merkilegri en efni standa til. Hafi nokkur maður málað í expressionískum anda hér á landi, er það Sveinn Björnsson. Og hann er ekkert að tvínóna við hlutina. Sýning Sveins er bæði hressileg og lif- andi, þrátt fyrir það sem miður fer, en það kemur sannarlega fyrir á stundum hjá Sveini. Sem sagt: Þetta er nokkuð misjöfn sýning, en það besta þarna er af þeim gæðaflokki, að sjaldséð er hér á landi. Máli mínu til stuðn- ings vil ég benda á nokkur verk, þar sem Sveini hefur tekist að skapa það gott málverk, að það kemur manni á óvart. Þessi verk eru öll olíumálverk, en það eru nokkrar teikningar og einnig vatnslitamyndir á þessari sýn- ingu. Ég verð að taka það fram strax, að hinar risastóru myndir Sveins finnst mér hvergi nálgast þau verk sem ég tel hér upp: nr. 2 Sjálfsmynd, magnað verk, nr. 9, nr. 19, eitt besta verk á sýningu Sveins, og nr. 25, 37, 44, sem ber af stóru verkunum. Nr. 49, 58 og Bréf til þín, nr. 32. Allt eru þetta merkileg verk, sem bera Sveini ágætt vitni sem málara. Teikn- ingar Sveins eru nokkuð sér á báti og ekki komast þær eins inn að mér og þau verk sem ég hef hér bent á. Sama er um vatns- litamyndirnar að segja. Þær eru afar misjafnar og hafa ekki sama litakraft og það sem hann vinnur í olíu. Sveinn Björnsson er feikna- lega afkastamikill málari, þegar þess er gætt, að hann er fullan vinnudag í öðru starfi, jafnframt því að mála eins og hann gerir. Hann er skáldlegur myndlistar- maður sem sér hlutina í per- sónulegum óraunsæjum heimi. Það er hans eigin heimur og er ekki fenginn að láni frá öðrum. Þegar honum tekst að hemja lit og hugmyndaflug, gerir hann góða hluti, en hann á það til að koma með skammtinn ósoðinn, ef svo mætti að orði kveða. Það eru hundrað verk á þess- ari sýningu Sveins, og það fer ekki framhjá neinum, sem skoð- ar þessa sýningu vel, að þarna fer maður, sem hefur orðið að berjast fyrir hverju einasta verki, sem hann lætur frá sér fara. Með þessari sýningu virðist mér Sveinn ná mjög sterkri að- stöðu í íslenskri myndlist og að lokum vil ég undirstrika að þessi sýning er viðburður þrátt fyrir þá augljósu annmarka sem á henni eru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.