Morgunblaðið - 12.05.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
69
Þá er síra Hákon yfirgaf Akur-
eyri, var hann næstu árin meira
og minna viðloðandi Jófríðarstaði
i Hafnarfirði og Landakotskirkju í
Reykjavík og þjónaði kirkjunni á
ýmsa vegu, skrifaði í tímarit kaþ-
ólsku kirkjunnar, Merki krossins,
þýddi messubók fyrir kirkjuna og
sitthvað fleira. Hann fór til
Stykkishólms 1972 og þar ílentist
hann sem þjónandi prestur við
kapellu St. Franciskusystra til
æviloka. Hann vann sér þar sem
annars staðar bæði virðingu og
vinsældir. Hann var listamaður af
guðs náð eins og hann átti kyn til
— sonur Lofts ljósmyndara —
kunni alfabetið i hinum og þessum
listgreinum — tónlist, málaralist,
skrautskrift, leiklist — samdi
sjálfur messutónlist, sem var
byggð á hefð íslenzkrar tónlistar
og gregorísks söngs — og voru lög
hans sungin við hámessur í kap-
ellu systranna í Hólminum.
Vinum hans er í fersku minni,
þá hann eitt sinn fann upp á því,
að fá lánað stálþráðstæki — upp-
tökutæki, sem var í eigu gamla
skólans á Akureyri — og leika inn
á það allar persónur i leikritinu
Gullna hliðinu eftir Davíð frá
Fagraskógi. Hann kryddaði út-
færslu sína með tónlistarivafi eins
og í kvikmynd — slík tíðni og slík-
ur kraftur var i þeirri listrænu
túlkun, að það væri synd, ef þetta
andlega afrek hans hefði orðið
forgengileikanum að bráð. Sira
Hákon var alltaf uppnuminn af
Gullna hliði Davíðs og taldi það
kaþólskustu bókmenntir sem
hefðu verið skrifaðar á íslandi frá
upphafi, t.a.m. sá sérstæði húmor
sem birtist þar og ekki síður hin
djúpa alvara á bak við allt í sög-
unni um sálina hans Jóns mfns.
Síra Hákon gat flestum betur líkt
eftir hvaða persónu sem var og
lifað sig inn í hvaða hlutverk sem
var — og þvílík leikni. Þegar hann
hafði séð áhrifarika kvikmynd
sem t.d. var byggð á leikriti eftir
Shakespeare, endurómaði hann
lengi á eftir atriði og persónur og
vísdóm sem fólst í slíku listaverki.
Það var mikill sjónarsviptir að
síra Hákoni, er hann lézt. Með
endurreisn kaþólskrar kirkju á
Norðurlandi árið 1952 var kominn
jarðvegur sem leitazt hefur verið
við að yrkja og rækta.
Og nú er kominn nýr prestur,
sem settist að í kaþólska húsinu
við Eyrarlandsveg 26 fyrir rúmum
þrem árum. Hann hefur tekið við
„stærsta brauði á íslandi, en ein-
um minnsta söfnuðinum" eins og
síra Hákon sagði eitt sinn af
gamansemi sinni í viðtali, sem
birtist í norðanblaði. „Stærsta
brauðinu" — já, mikið rétt — það
nær yfir hið forna Hólabiskups-
dæmi og í seinni tíð að auki yfir
alla Vestfirðina og Austurland.
Síra van Hooff frá Hollandi
söng sálumessu að Munkaþverá
laugardaginn 30. sl. mánaðar kl.
tvö síðdegis. Fyrst var forleikur á
orgel, þá sungið Requiem; svo
bænir fyrir hinum framliðna um
eilíft líf; ritningarlestur um upp-
risu holdsins í einingu við frelsar-
ann; þá fórnir Krists til Föðurins,
honum til dýrðar og öllum til
frelsunar; síðan altarisganga og
þá eftirleikur. Kirkjukór Ongul-
staðahrepps sýndi þá elskusemi að
syngja sálma við undirleik systur
sóknarprestsins á Laugalandi.
Síra Bjartmar sóknarprestur las
ritningarkafla. Eftir sálumessuna
var þagnarstund með bænum við
gröf síra Hákonar.
Við helgiathöfnina á Munka-
þverá 30. apríl sl. rifjuðust upp
þessar línur úr kvæði Matthiasar,
„Jón Arason á aftökustaðnum":
„... H e r r a, láttu spretta/ upp
af okkar blóði/allt hið sanna og
rétta:/ trú og frelsið forna,/ frægð
og þrek og tryggðir./ Drekkið svo
minn dreyra,/dýru fósturbyggð-
ir!“
stgr
Stjórn Sparisjóðs Kópavogs á aðalfundi sjóðsins 9. aprfl 1983 ásamt fundar-
stjóra, Ásmundi Guðmundssyni.
urinn á hluta í því húsi. Utibús-
stjóri er Björn Magnússon.
Það er von forráðamanna spari-
sjóðsins, að með opnun útibús
austast í bænum, verði hann betur
fær um en áður að veita Kópa-
vogsbúum siaukna þjónustu. Uti-
búið er í miðju, nýju og mjög fjöl-
mennu íbúðahverfi og örskammt
frá er eitt mesta athafnasvæði á
Reykjavíkursvæðinu, með fjöld-
ann allan af iðnaðar-, verslunar-
og þjónustufyrirtækjum. í næsta
nágrenni eru og fjölmenn íbúða-
hverfi í byggingu.
Stjórn sparisjóðsins skipa nú:
Ólafur St. Sigurðsson formaður,
Jósafat J. Líndal og Pétur Maack
Þorsteinsson, kjörnir á aðalfundi
af ábyrgðarmönnum, og Rannveig
Guðmundsdóttir og Richard
Björgvinsson, kosin af bæjar-
stjórn. Sparisjóðsstjóri er Jósafat
J. Líndal.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
1000
KRÓNURÚT
Philips ryksugur.
2JA ÁRA BYRGÐIR AF POKUM
SVISSNESKA
HWMULAN...
Flestir vita hversu hagkvæmt það er að leggja peninga
inn í banka í Sviss. En það er líka hagkvæmt að leggja
inn í Sparisjóðina. Heimilislán Sparisjóðanna,
sem veita rétt til láns eru svo hagstæð að við köllum
útreikninginn á þeim „Svissnesku formúluna".
Dæmi A: Þú leggur inn 1000 krónur í 3 mánuði
og hefur að því loknu til ráðstöfunar
6.210 krónur.
DæmiB: Þú leggur inn 1000 krónur í
6 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 14.235 krónur.
DæmiC: Þú leggur inn 1000 krónur í
9 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 24.225 krónur.
Þetta köllum við svissneska formúlu! Þú getur líka
lagt inn 2000 kr., 3000 kr. eða 4000 kr. á mánuði
og hefur þá ásamt því er sparisjóðurinn lánar þér til
ráðstöfunar 2,3 eða 4 sinnum hærri upphæð en í
dæminu að ofan.
Athugaðu heimilislán sparisjóðanna
svissneska formúlan svíkur ekki!
SAMBAND
SPARISJÓÐA
* Lántöku- og stimpilgjald dregst frá við afhendingu heimilislánsins.