Morgunblaðið - 12.05.1983, Page 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
Móttaka í frystihúsinu, Jón E. Alfreósson, kaupfélagsstjóri, heldur ræðu.
Hðrður Ásgeirsson, skólastjóri Hólmavíkurskóla, með nokkrum nemenda sinna.
Hátíð á Hólmavík er
Hólmadrangur kom heim
Hólmavík, 3. maí.
EINS OG skýrt var frá hér í blaðinu laugardaginn 30. apríl, þá kom togarinn
Hólmadrangur í fyrsta sinn til heimahafnar sl. fimmtudag. Þann dag var
mikið um dýrðir á Hólmavík. Togarinn var til sýnis almenningi og börnum
var boðið upp á veitingar um borð. Um kvöldið var þeim íbúum Hólmavík-
urhrepps og nærliggjandi hreppa sem höfðu aldur til boðið upp á ræðuhöld og
veitingar. Að þessari móttöku lokinni bauð áhöfn togarans öllum þeim sem
vildu á dansleik í samkomuhúsinu. Daginn eftir var farið með yngstu íbúa
Hólmavíkur og Drangsness í siglingu um Steingrímsfjörð.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þetta dýrasta veiðiskip flotans
og sýnist mönnum sitthvað um
ágæti þessara skipakaupa. Skip-
stjórinn á Hólmadrangi, Magni
Kristjánsson, og nokkrir Hólm-
víkingar voru teknir tali og spurð-
ir hvað þeim fyndist um togarann
og þýðingu hans fyrir atvinnulíf á
staðnum.
Magni Kristjánsson sagði að
hinn nýi togari veiddi e.t.v. ekki
þrefalt á við togara sem kostaði í
kringum 50 milljónir, en hins veg-
ar væri sjálfsagt að byggja upp
góðan fiskveiðiflota og það væri
tæplega gert með innflutningi á
gömlum togurum. Hann lét vel af
skipinu en sagði að enn væri eðli-
legur reynslutími ekki liðinn.
Ýmsir minni háttar byrjunarörð-
ugleikar hefðu komið fram, m.a.
vegna vinnslunnar um borð. Er
Magni var spurður um það hvaða
þýðingu togarinn hefði fyrir at-
vinnulíf á Hólmavík, þá benti
hann á að um þriðjungur áhafnar-
innar væri frá Hólmavík. Þetta
hlutfall myndi líklega breytast ef
skipið yrði gert út héðan. Auk þess
myndi það skapa önnur störf
tengd þjónustu í landi.
I móttökunni á fimmtudags-
kvöld voru nokkrir Hólmvíkingar
teknir tali. Halldór Hjálmarsson
rafvirki og Maríus Kárason, sjó-
maður, sögðust hafa allt gott um
togarann að segja. Þeir sögðust
hafa trú á því að togarinn kæmi
til með að brúa það atvinnuleys-
istímabil sem orðið hefur hér á
undanförnum árum á vorin og
staðið hefur hátt í tvo mánuði. I
dag stundar stór hluti bátanna á
Hólmavík veiðar á suðvesturhorni
landsins. Þeir bátar sem urðu eftir
ætluðu flestir að fara á grásleppu-
veiðar en enn sem komið er hefur
veiði verið mjög dræm hér.
Aðalheiður Ragnarsdóttir,
starfsmaður í frystihúsinu sagði
að sér litist vel á þetta fyrirtæki.
Hún sagðist engu vilja spá um
hvenær togarinn legði upp næst
en sagðist vona að tilkoma hans
skapaði fólki á staðnum atvinnu-
öryggi.
Jón Magnús Magnússon er einn
af þeim Hólmvíkingum sem eru á
togaranum. Hann sagði að sér lík-
aði vel um borð en of lítill munur
væri á kaupi í ísfisktúrum og
frystitúrum (þegar aflinn er full-
unninn um borð). Jón Magnús
sagðist ekki hafa verið á togara
áður og helstu viðbrigðin væru
þau að þurfa að vera langtímum
fjarri fjölskyldu. Það yrði því til
mikilla bóta ef togarinn landaði
hér.
Er við hringdum í Jón E. Al-
freðsson, kaupfélagsstjóra, sl.
föstudag, þá tjáði hann okkur að
stefnt væri að því að togarinn
landaði hér í framtíðinni, en til að
það gæti orðið þá þyrfti að bæta
aðstöðuna í landi, m.a. koma upp
svartolíugeymi. Fréttaritarar.
Krakkarnir frá Drangsnesi ferjaðir um borð í Hólmadrang.
Innilegar þakkir færi ég bömum mínum og tengdaböm-
um, einnig Betelsöfnuðinum Vestmannaeyjum og Fíla-
delfíusöfnuðinum í Reykjavík, samstarfsfólki mínu í
Vinnslustöðinni Vestmannaeyjum, verkstjórum og for-
stjóra. ÖUum vinum minum sem glöddu mig á 75 ára
afmœlisdegi mínum þann 7. maí sl.
Drottinn blessi ykkur öll.
Kristín Jónína Þorsteinsdóttir.
Hvitasunnu-
kappreiðar
Fáks
veröa haldnar 21. og 23. maí nk. Keppt veröur í
báöum aldursflokkum unglinga og hefjast dómar í
þeim fimmtudaginn 19. maí kl. 18.00. Dómar í A-
flokki gæöinga hefjast kl. 18.00, föstudaginn 20. maí
og í B-flokki gæöinga hefjast dómar kl. 9, laugardag-
inn 21. maí.
Keppt veröur í eftirtöldum hlaupagreinum:
800 m stökki, 350 m stökki, 250 m stökki.
250 m skeiöi, 150 m skeiöi og 300 m brokki.
Undanrásir kappreiöa hefjast laugardaginn 21. maí
kl. 14.00. Skráning fer fram á skrifstofu Fáks, föstu-
daginn 13. maí nk. kl. 14.00 til 18.00 og laugardaginn
14. maí frá kl. 10.00—13.00.
Skráningargjald fyrir aðrar keppnir og greinar en
unglingakeppni greiöist viö skráningu.
Hestamannafélagiö Fákur.
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Hestakynning — sveitadvöl
Tek börn 6—12 ára til sumardvalar. Útreiðar á hverj-
um degi. 11 dagar í senn.
Uppl. í síma 93-5195.
ELDRI BORGARAR MEÐ URVAL
Eldri borgarar — Reykjavík
Ferðaskrifstofan Úrval og Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar efna til kynningarfundar í Norðurbrún 1, föstudaginn
13. febrúar.
Kynnt verður:
18 daga rútuferð um Mið-Evrópu 3. ágúst.
21 daga sólarlandaferð til Mallorca 27. september
(gisting á Hótel Pionero í Santa Ponsa).
Kaffiveitingar.
FERDASKRIFSTOFAN
Allir Reykvíkingar 60 ára og eldri eru URVAL
Nánari upplýsingar og bókanir
í Pósthúastrseti 9, sími 26900.