Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 7 Hjartans þakkir sendi ég ættingjum mínum og vinum, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 21*. apríl sL, með heimsóknum, blómum, gjöfum og heillaskeytum. Bestu kveðjur til ykkar allra. Sigr. Lára Jóhannsdóttir, Kleppsvegi 6, Rvík. Hvítasunnu- kappreiðar Fáks hefjast í dag, fimmtudagínn 19. maí. Dagskrá: í dag kl. 18.00 unglingakeppni. Báöir aldursflokkar. Föstudaginn 20. maí kl. 18.00. A-flokkur gæöinga. Laugardaginn 21. maí kl. 9.00. B-flokkur gæöinga, kl. 14.00 undanrásir kappreiöa, (250 m stökk, 350 m stökk, 800 m stökk, 300 m brokk, fyrri sprettur, 150 m skeið, fyrri sprettur, 250 m skeið, fyrri sprettur). 2. í hvítasunnu 23. maí kl. 13.30. 10 efstu gæöingar í hvorum flokki sýndir, efstu hest- ar í unglingaflokki sýndir, dómar kynntir. Kl. 14.30 úrslit kappreiða (seinni sprettur í skeiöi og brokki). Verðlaunaafhending — mótsslit. Hornaflokkur Kópavogs leikur. RENAULT 4 van Lítill bíll, meö stóra möguleika Þessi Renault sendibíll er árgerö 1981 ekinn aöeins 27.000 km, vel viö haldiö, blár að lit, framhjóladrifinn og sérlega sparneytinn á bensín, eins og allir Renault bílar. LEITID UPPLÝSINGA í SÍMA 83327 Besta heimilishjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boróhald Úr ryófríu stáli aó innan Hæó 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiósluskilmálar eóa staógreióslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Svavar og Marchais Síðastliðinn sunnudag birtlst hér í blaðinu svip- mynd af Georges Marcha- is, formanni franska kommúnistaflukksins. Er lýsingin á formanninum og flokki hans byggð á grein f hinu virta breska dagblaði The Times. f greininni seg- ir meðal annars: „Leiðir franska kommúnista- flokksins eru órannsakan- legar og aðalritari hans er eins og forseti Sovétríkj- anna. Ilann er talinn nán- ast óskeikull, það má aldrei gagnrýna hann og draga dár að honum, eða sýna fram á að hann hafi haft á röngu að standa, allra síst opinberlega og alLs ekki áður cn hann hef- ur látið af störfum." I*essi grein sem lesend- ur eru kvattir til að kynna sér kemur í hugann, þegar litið er yfir Þjóðviljann í gær og lesin skrif blaðsins um Svavar (.t sLsson, hand- hafa stjórnarmyndunar- umboðsins. Þjóðviljinn skrifar um Svavar af sömu andakt og franska komm- únistablaðið l’Humanité skrifar um Georges Marchais — þó hefur eng- um komið til hugar að Marchais eða öðrum for- ingjum franskra kommún- ista yrði veitt umboð til að mynda ríkisstjórn í Frakk- landi. I*að yrði talið meiri- háttar áfall fyrir lýðra-ðis- þróun í Frakklandi og allri veröldinni. Menn þurfa ekki að hafa fylgst lengi með frönskum stjórnmálum til að sjá hliðstæðurnar í störfum Alþýðubandalags- ins og franska kommún- istaflokksins. Mitterrand, forseti Frakklands, veit að það er neyðarbrauð að þurfa að eiga samstarf við kommúnista og til að treysta virðingu sína hefur hann vikið úr vegi þcgar tækifæri gefast til að sýna heiminum öllum fram á, að hann lítur á kommúnista sem annars flokks stjórn- málaafl í lýðræðisríki. Sömu sögu er raunar að segja frá Finnlandi, þar styrkja forsetar landsins stöðu sína jafnt út á við sem inn á við með því aö skilgreina kommúnista- flokka með réttum hætti Haina lýðræðij og þingræði segir Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins um leiðara Mbl. í gær Leiðari Morgunblaðsins á ofanverðri 20. öld „Reiðarslagj mikið á£all’ sfcgir Morgunblaðið og vill ekki að sami réttur gangi yfir P Alþýðubandalagið og aðra flokka!! 1 Martröð Morzunblaðsins „Rússneska útibúið“ Fyrirsagnirnar hér aö ofan eru úr Þjóövilj- anum í gær og sýna hvað málgagn Svav- ars Gestssonar brást illa viö vegna leiðara Morgunblaösins á þriöjudag. Þráöurinn í skrifum Þjóöviljans í gær er þessi: „Al- þýöubandalagiö er fullgildur íslenskur stjórnmálaflokkur, en ekki rússneskt úti- bú,“ eins og sagöi í leiðara Þjóðviljans. Morgunblaðiö hefur oft sannað aö þessi fullyrðing Þjóöviljans er röng og þaö þarf meira en umboö frá forseta íslands til aö slíta þráðinn frá 1930. og treysta forystumönnum þeirra ekki fyrir fjöreggj- um lýðræðisins. Þráðurinn óslitinn Um þessar sUðreyndir frá Frakklandi og Finn- landi veröur ekki deilt AuðviUð eru kommúnisUr á íslandi þeirrar skoðunar að hið sama eigi ekki við hér og í Frakklandi og Finnlandi, þar séu allt öðru vísi kommúnisUr en hér á landi. I*eir sem falla fyrir þessum blekkingum kominúnisU á íslandi og slá sjálfa sig síöan til ridd- ara sem boðendur frjáls- Ivndis og víösýni eru í raun ekki að gera annaö en réttlæU sjálfsblekkingu. Slíkur tilbúningur vegur aö lýðræðinu innan frá. KjarUn Olafsson, vara- formaður Alþýðubanda- lagsins, lýsir í forystugrein Þjóðviljans í gær sárum trega yfir því, að þjóðin öll skuli ekki falla í sUfi eftir að Svavar, formaður, varð handhafi stjórnarmyndun- arumhoös. Krafa KjarUns er skýr: Nú skal Svavar hylltur! Og varaformaður- inn ræðst á Morgunblaðið fyrir að hafa rifjað upp söguleg tengsl Alþýðu- bandalagsins við Kommúni.staflnkk fslands, Sulín og Komintern. KjarUn segir að Morgun- blaöið sé í heilögu stríði við „afturgöngu stjórnmála- flokks, sem hér sUrfaði í fáein ár fyrir hálfri öld, en var lagður niður sex árum áður en Svavar Gestsson fæddLst!" En bíðum við. 14. ágúst 1977 sagöi þessi sami KjarUn Olafsson I forystu- grein í bjóðviljanum: „En gæfa hjóðviljans og stjórn- málasamUka islenskra sósíalisU hefur verið sú, að þráöurinn frá því fyrsU til þessa dags er þrátt fyrir sitthvaö sem milli ber óslit- inn. t*ótt framtíðin sé verk- cfnið lifir fortíðin í okkur og við í henni.” Já, þráður- inn er óslitinn nú eins og 1977: KommúnLstaflokkur íslands fjarstýrður frá Moskvu, SósíalisUflokkur og Alþýðubandalag. Og eft- ir að Svavar var kjörinn formaður í nóvember 1980 lét hann hylla þá Brynjólf Bjarnason, Einar Olgeirs- son og Lúövík Jósepsson vegna 50 ára afmælis KommúnisUflokks fs- lands! Tíminn vill breytingu í forystugrein málgagns Framsóknarflokksins, Tímanum, er í gær varpað fram þeirri hugmynd, að valdið til að veiU mönnum umboð til stjórnarmyndun- ar verði tekið af forseU ís- lands og falið forseU Al- þingis. Er stjórnkerfi Svía tekið sem fyrirmynd og segir m.a. i forystugrein- inni, sem heitir Fordæmi Svía um stjórnarmyndanir: „Hið nýja kerfi Svía er í stuttu máli á þá leið, að þegar nýkjörið þing kemur saman, er það að sjálf- sögðu fyrsU verk þess að kjósa forseU þingsins, en þing Svía starfar í einni deild. Þingforsetinn hefur síðan forustu um stjóm- armyndun. l*etU gerir þingforsetinn á þann hátt, að hann kynnir sér viðhorf flokkanna. en að því loknu leggur hann fyrir þingið til- lögu um forsætisráðherra. I*að er skylda hans í því | sambandi að hafa hliðsjón I af vilja flokkanna.” i. 1 • - -- ■—n SÁÁ Félagar! tarfa Siálfboðalíða vantar til s Nú er framundan lokaspretturinn í skuldabréfasöfnun samtakanna, og mikil vinna fyrirsjáanleg næstu daga. Til þeirrar vinnu þarf mikinn fjölda sjálfboðaliða úr samtökum okkar. SÁÁ félagar og annað áhugafólk látið skrá ykkur til starfa í síma 82399. Verum þess minnug að það munar um allt- og að margar hendur vinna létt verk. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.