Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 25 24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsíngar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Krossapróf Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið háði kosningabaráttu í liðn- um mánuði með „samkomu- lagsgrundvöir, sem svo var kallaður, að leiðarljósi. Þessi „samkomulagsgrundvöllur" var kynntur sem stefnumörk- un þess í þjóðmálum og hugs- anlegu samstarfi við aðra flokka að kosningum loknum. Það hefur vakið þjóðarat- hygli að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins og handhafi stjórnar- myndunarumboðs, lagði ekki fram þennan „samkomulags- grundvöll", er hann hóf stjórnarmyndunartilraunir sínar. Hann hafði raunar engar tillögur handbærar !í þeim viðfangsefnum, sem væntanleg ríkisstjórn verður óhjákvæmilega að kljást við. Þess í stað breytti hann stjórnarmyndunarviðræðum í einskonar samkvæmisleik eða krossapróf, sem verður að telja heldur nöturleg vinnu- brögð. Þingflokkar fengu í fyrradag til meðferðar spurn- ingalista frá handhafa stjórnarmyndunarumboðs- ins, þar sem leitað er svara við 20 spurningum, sem spyrjandinn hefur forðast eins og heitan eldinn að svara sjálfur. Sama er að segja um flokk hans. Þingflokkur sjálf- stæðismanna tók þá sjálf- sögðu afstöðu til þessa „spurningaþáttar", að vísa honum til föðurhúsa, enda eðlilegt upphaf stjórnar- myndunartilrauna af hálfu Svavars Gestssonar að hann svari sjálfur eigin spurning- um, tæpitungu- og undan- bragðalaust. Ef lesið er milli lína í krossaprófi Alþýðubanda- lagsins sýnist það stefna í frestun verðbóta um einn mánuð og skerðingu þeirra þá, innflutningshöft, einhliða aðgerðir í samskiptum við ÍSAL og óbreytta stöðu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Ekkert af þessu kemur á óvart. Alþýðubanda- lagið hefur staðið að 14 verðbótaskerðingum launa frá 1978, án þess að um heild- stæðar efnahagsaðgerðir hafi verið að ræða. Það hefur ávallt teflt „bráðabirgða- reddingum" gegn frambúðar- lausnum. Það hefur og setið og situr enn í aðildarstjórn að NATÓ og varnarsamningi við Bandaríkin, þó það hafi hinsvegar komið í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir eins og byggingu nýrrar flugstöðvar og nýrra elds- neytisgeyma. Það hefur klúðrað eðlilegum verðhækk- unum á raforku til orkuiðn- aðar. Innflutnings- og verð- lagshöft, eða boðun hafta- búskapar yfirhöfuð, er heldur ekki nýtt af nál í „úrræðum" þess. Þau sjónarmið hafta og sýndarlausna, sem lesa má út úr krossaprófi Alþýðubanda- lagsins, hafa verið meinsemd ríkisstjórna hér á landi síðan 1978, og höfuðorsök þess vandræðaástands í þjóðar- búskapnum sem við er að fást. Þessi óþurftarsjónarmið eiga ekkert erindi á borð nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa einfaldlega dæmt sig úr leik. Alþýðubandalagið, eitt ís- lenzkra stjórnmálaflokka, stefnir að því bæði leynt og ljóst að breyta þjóðfélagsgerð þingræðis og lýðræðis, sem við búum við, í þjóðfélag sósí- alisma og hagkerfi marx- isma. Þrátt fyrir nafnbreyt- ingar, úr Kommúnistaflokki í Sósíalistaflokk og úr Sósíal- istaflokki í Alþýðubandalag, til að fela pólitíska fortíð, rætur og arfleifð, flaggar flokkurinn enn með því meg- inmarkmiði, að koma hér á þjóðfélagsgerð sósíalismans. Hvar sem slík þjóðfélagsgerð hefur verið reynd og hvern veg sem hún hefur verið út- færð hefur niðurstaðan orðið hin sama: verulega þrengd mannréttindi og afgerandi minni verðmætasköpun á hvern einstakling, sem er eini marktæki mælikvarðinn á al- menn lífskjör. Það kemur því úr hörðustu átt þegar Svavar Gestsson leggur þá viðvörun út sem aðför að lýðræði og þingræði að gjalda varhug við stjórnarforystu af hans hálfu. Félagi flokksformaður, Svavar Gestsson, hefur nú breytt stjórnarmyndunarvið- ræðum í eins konar krossa- próf, til að breiða yfir stefnu- og samstöðuleysi eigin flokks í þeim vandamálum í efna- hags- og atvinnulífi, sem við er að kljást, og eru arfleifð fjögurra ára stjórnaraðildar Alþýðubandalagsins. Hann hefur með þessum vinnu- brögðum réttlætt, öðrum bet- ur, þá kenningu Morgun- blaðsins, að stjórnarmyndun- arumboð í hans höndum sé tímasóun. Það stendur og óhaggað, að það eykur ekki veg Islands út á við, að for- maður Alþýðubandalagsins, sem er arftaki aðildarflokks að Komintern, hafi þar for- ystu um stjórnarmyndun. Lofsaungurmn Athugun mín á „0 Guði vors lands" sem þjóðsaung breytir í aungu aðdáun minni á snilli- gáfu Matthíasar Jochumsson- ar sem skálds. Kanski gætir dálítils misskilníngs hjá kunnkonu minni, önnu Þór- hallsdóttur saungvara, í Morg- unblaðinu á dögunum, einkum í þeim púnkti sem snertir þennan lofsaung og kendur er við þjóðhátíðina 1874; (bið af- saka að ég er seinn til svars; var á brott úr landi rúman mánuð). Snúum okkur þá í svip að hinum hástilta lofsaung og gefum gaum þó ekki væri nema að þessari sérstöku há- stillíngu kvæðisins: „ílr sólketfum himnanna hnýta þér krans þínir berekarar, tímanna safn.“ Jafnvel þó ekki væru nema þessar tvær ljóðlínur, hljóta þær að gera að verkum að kvæðinu verður aungvanveg- inn skipað í flokk með venju- legum ættjarðarljóðum. Þetta er lofsaungur. Fjarstæða að kalla þetta þjóðsaung. Óðar en maður hefur slept orðinu hlýt- ur sú spurníng að sækja á: hvaða herskarar eru þetta? Og hvaða stríð? Segja mætti með nokkrum rétti að svona kvæði ætti ekki mikla samleið með ættjarðar- bókmentum, því það er í fyrsta lagi jarðlaust og í öðru lagi tímalaust. Maður skyldi halda að kvæðið væri ort á stað og stund þar sem þúsund ár eru lágmarkseiníng í tíma. Ekkert gerist, utan herskarar eingla úr Gamla testamentinu hnýta guðinum krans. Mannlegt lífsmark hvergi í sjónmáli. Um sagnfræðileg mótíf eða atburði er semsé hvorki skap- að né skorið í þessu kvæði; sá Guð vors lands útí sólkerfun- um, sem ákallaður er f upphafi kvæðis, er einföld fjarstæðu- hugmynd, absúrdismi, án stuðníngs í kristinni kenníngu eða öðrum eingyðistrúarbrögð- um. Greinilega er þetta lof- kvæði til guðdóms, sem þó ekki virðist vera Guð kristinna manna sem vér þekkjum. Þess- um Guði er í þjóðhátíðarkvæð- inu frá 1874 ekki gefið neitt einkenni né „attríbút", nema hann hefur um sig mikla herskara: „Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans, þínir herskarar." Þetta er óís- lensk guðshugmynd og ég held ókristileg, þó ekki sé dýpra tekið í árinni; því hvaða her- skara hafði lausnarinn hjá sér á krossinum? Tvo ræníngja sinn til hvorrar handar. Því hefur verið haldið fram að guðshugmynd þjóðhátiðar- kvæðisins hjá Matthíasi 1874 kunni að eiga rætur sínar í únítarisma, og ekki er svonefnd sáluhjálpartrú. Þá skoðun rökstyður ekkert betur en frásögn séra Matthíasar Jochumssonar sjálfs. Skáldið var sannanlega orðinn meiren lítið ánetjaður þeim mönnum, únítörum, um þessar mundir og reyndar leingi síðan, að því er lesið verður í sjálfsævisögu hans, og hefur feingist staðfest úr öðrum áttum. Þjóðhátíðar- árið tók hann, að því er ævi- sagan hermir, fé að láni hjá þessum trúflokki í Einglandi til að gefa út blað á íslandi (Þjóðólf) 1874, og var það jafn- snemma þúsundárahátíðinni á Þíngvöllum. Þetta hefur aldrei verið launúngarmál og síst Matthíasi sjálfum, en hann getur að góðu viðskifta sinna við þessa menn í endurminn- íngum sínum. Kvæði einsog „Ó Guð vors lands", sem hvorki er kristi- legt samkvæmt guðfræði né almennri menníngarsögulegri skilgreiníngu, verður ekki þjóðsaungur íslands né ann- arra landa þó það hallist að herskáum einglum úr fornum kirkjulegum gluggamyndum; enda kemur Kristur hvergi nálægt þessu kvæði um „Ó Guð vors lands". Halldór Laxness Yonumst til að fóik þurfi ekki að ör- vænta um vinnu sína Stefnum að humarvinnslu er vertíðin hefst, segir Ólafur B. Ólafsson samvinnu við Miðnes hf. f Sand- gerði, þannig að veiðar og vinnsla geti haldið áfram og síðast en ekki sízt til þess að veita starfsfólki okkar áframhaldandi atvinnu," sagði Ólafur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Keflavíkur hf. þegar Morgunblaðið innti hann eftir endurreisn frystihúss fyrirtækisins eftir brunann á þriðjudag. ólafur sagði, að bjarti punktur- inn við þetta væri sá, að afurðir í frystigeymslum virtust hafa sloppið nánast alveg. Reyk- og vatnsskemmdir væru á umbúðum og unnið væri að því af kappi, að umpakka fiskinum og koma hon- um í skip eða aðra geymslu, þar sem frost væri farið af geymslun- um. Nú væru matsmenn frá Tryggingamiðstöðinni og Bruna- bótafélagi Islands að kanna skemmdir, en niðurstaða lægi ekki fyrir enn. Ljóst væri þó að öll þök á sambyggingunum væru meira og minna ónýt, en veggir stæðu mis- mikið skemmdir. öll tæki í snyrti- og pökkunarsal væru ónýt, en vél- ar í flökunarsal væru óskemmdar og frystitæki að mestu óskemmd. Þá gerðu menn sér vonir um, að lagfæra mætti mótora við frysti- pressur, en röra- og raflagnir frá írystivélasal væru allar ónýtar. ólafur sagði, að Keflavík hf. ætti tvo togara í sanivinnu við Miðnes í Sandgerði, sem væru að veiðum ásamt bátum fyrirtækj- anna. Brýnt væri, að finna leiðir til þess, að taka við hráefni skip- Ólafur B. Ólafsson anna og þannig veita starfsfólki atvinnu áfram. Möguleikar væru á að fjölga vinnsluborðum í frysti- húsi Miðness og vinna allan afl- ann þar. Næðist það ekki væru möguleikar á samvinnu við önnur fyrirtæki á svæðinu. „Við munum halda skipunum úti og þar með er hráefnið áfram fyrir hendi. Með því haida sjó- menn okkar vinnu sinni og í landi ætti að þurfa svipaðan fjölda fólks og áður til að vinna aflann. Við reiknum með að um 60 manns muni starfa við humarvinnsluna í sumar, en 180 til 200 manns hafa verið í vinnu hjá okkur á sumrin. Við gerum allt, sem í okkar valdi stendur til að tryggja fólki okkar atvinnu og vonumst til að það þurfi ekki að örvænta," sagði ólaf- ur. í gær var unnið af kappi við að bjarga fiski úr frystigeymslum fyrirtækisins, en hann var að mestu óskemmdur. Séð niður í vinnusalinn. Þakið brunnið og að mestu fallið niður. IJfamjndir MorpubMM/ Gobjóo. „ÞEGAR VIÐ höfum lokið við að bjarga fiskinum úr fiskigeymslun- um, snúum við okkur að því, að byggja yfir tækja- og vélasali. Tæki í þessum sölum eru lítið skemmd og við stefnum að því að hefja humar- vinnslu, þegar vertíðin hefst f lok þessa mánaðar. Við leggjum áherzlu á, að leysa annan vanda okkar í Reykjavíkurborg tekur við Ásmundarsafni: 350 höggmynd- ir, 2.000 teikn- ingar og fjöldi ljósmynda FORMLEG afhending Ásmund- arsafns verður á laugardaginn, er Davíð Oddsson, borgarstjóri, veit- ir því viðtöku, en Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, ánafn- aði borginni safn sitt eftir sinn dag. A blaðamannafundi, sem efnt var til í Ásmundarsafni við Sigtún í gær, kom meðal annars fram, að búið er að skipa stjórn safnsins, og eiga sæti í henni þau Einar Hákonarson, formaður, Hulda Valtýsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Ásdís Ásmunds- dóttir. Forstöðumaður listasafns- ins er Gunnar B. Kvaran, listfræð- ingur. Á blaðamannafundinum í gær kom meðal annars fram eftirfarandi hjá Gunnari B. Kvaran: Ásmundarsafn hefur að geyma fjölda stórfenglegra listaverka, sem Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, ánafnaði Reykjavíkurborg eftir sinn dag. Nú eru skráðar í safninu um 350 höggmyndir að meðtöldum gifsmyndum og eirafsteypum; 2000 teikningar, sem eru teikni- æfingar, frummyndir verka eða sjálfstæð listaverk; og fjöldi ljósmynda sem oft sýna ólík þróunarstig myndverka. Safnið býður upp á marpu'slega mögu- leika og lifandi starfsemi. í framtíðinni er ætlunin að halda þar reglulega sýningar. Verður þá listsköpun Ásmundar skoðuð út frá sem fjölbreytilegustum sjónarhornum. I tilefni af opinberri afhend- ingu safnsins og þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu lista- mannsins þótti við hæfi að halda yfirlitssýingu, sem spannaði langan og litríkan list- feril Ásmundar. A sýningunni, sem nú stendur yfir í safninu, gefur þó aðeins að líta hluta af eign safnsins. Hér hefur verið lögð áhersla á að velja og sýna verk, sem eru einkennandi fyrir Ásdís Ásmundsdóttir — dóttir listamannsins, og Gunnar B. Kvaran með teikn- ingu Ásmundar eða frumdrög að styttunni sem sést á innfelldu myndinni, heybandi. LjAsm.: Ólifur K. Magnússon. sérhvert tímaskeið í list Ás- mundar. Einnig hefur verið reynt að raða saman stílfræði- lega tengdum verkum. Áhorf- endur fá þannig tækifæri til þess að virða fyrir sér form- breytingar í verkum lista- mannsins. í elstu verkunum (uppi í Kúl- unni) tökum við eftir margvís- legum og jafnvel sundurleitum formrannsóknum, sem síðar áttu eftir að ala af sér hina persónulegu formskrift lista- mannsins á fjórða áratugnum (niðri í Kúlunni og Salnum). Á næstu áratugum áttu sér síðan stað miklar breytingar í list Ás- mundar, þar sem listamaðurinn lagði megináherslu á að leysa upp og afvegaleiða hin náttúru- legu hlutföll og form, og fjar- lægjast þannig hina hefð- bundnu skólasýn. Þessi úr- vinnsla formsins fæddi eðlilega af sér hina óhlutlægu list Ás- mundar sem oftast er táknræn og hefur jafnvel að geyma ákveðnar sögur. En þrátt fyrir þennan stór- brotna og margþætta feril lista- mannsins má auðveldlega merkja ákveðinn stöðugleika í inntaki og formi: stíl Ásmundar Sveinssonar. Athugasemd frá Flugleiðum: Flugleiðir hafa sér- leyfi tii Grænlands í TILEFNI af yfirlýsingu Arnarfiugs í fjölmiölum 18. maí um áhuga þess félags aó taka að sér áætlungarflug milli íslands og Grænlands, vilja Flugleiðir taka fram eftirfarandi: I sumar halda Flugleiðir uppi reglubundnu áætlunarflugi milli Keflavíkur og Narssarssuaq með Boeing 727-þotu. Flogið er á sunnudögum og miðvikudögum og I tengslum við þetta flug eru skipulagðar 4—8 daga skoðunar- ferðir til nokkurra staða á Græn- landi. í Narssarssuaq er gist á Arctic hóteli sem er mjög gott hótel og búið öllum þægindum. Þá halda Flugleiðir einnig uppi flugi milli Reykjavíkur og Kulus- uk á Grænlandi þrisvar í viku í sumar. Flogið er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum með Fokker Friendship skrúfuþot- um og í tengslum við þetta flug er boðið upp á 4—5 daga skoðunar- ferðir til Angmagssalik og fleiri staða. Skipting flugleiða Með einhliða ákvörðun sam- gönguráðuneytisins á síðastliðinu ári var ákveðin skipting á flugleið- um millilandaflugs Arnarflugs og Flugleiða. Þá var Flugleiðum með- al annars veitt sérleyfi til alls áætlunar- og leiguflugs milli Is- lands og annarra' Norðurlanda. Grænland og Færeyjar teljast ótvírætt til Norðurlanda, enda si- nna Flugleiðir áætlunarflugi til beggja þessara landa og hafa ha- ldið uppi reglubundu áætlunar- flugi til Færeyja í 20 ár. Flugleiðir líta svo á, að með þessari ákvörðun samgönguráðun- eytisins hafi félagið nú þegar hlot- ið tilnefningu íslenskra stjórn- valda til alls áætlunar- og leigufl- ugs milli Islands og Grænlands. Á viðræðufundi íslenskra og grænlenskra stjórnvalda í Reykja- vík þann 7. mars sl. kom fram áhugi á að haldið verði uppi áætl- unarflugi milli íslands og Græn- lands allt árið, en jafnframt viður- kennt að áætluð flutningsþörf að vetrarlagi sé mjög lítil. Sigurður Helgason, forstjóri FRANSKA blaðið „Nice Matin“ segir í grein, sem birtist í blaðinu í aprílbyrjun, að undirbúningur ís- lands-rallýsins svonefnda sé í fullum gangi og að Jean-Claude Bertrand hafi kynnt fyrirhugað rall á fundum í Frakklandi. Blaðið segir frá slíkum fundi, sem haldinn var í Nice 2. apríl, en þar voru saman komnir yfir 400 ralláhugamenn og hafa ýmsir þeirra tilkynnt þátttöku í fs- landsrallinu, sem fyrirhugað er í ágústmánuði. Segir blaðið frá aðstæðum til keppni á íslandi og var sýnd kvikmynd frá staðháttum á ís- landi á fundum í Nice. Segir blaðið að vegna þess hversu erfið keppn- Flugleiða, hefur fyrir nokkru ritað samgönguráðuneytinu bréf þar sem kemur fram, að félagið er reiðubúið til að kanna nánar rekstrargrundvöll fyrir slíku áætl- unarflugi milli íslands og Græn- lands allt árið, til dæmis á svipað- an hátt og áætlunarflugi milli ís- lands og Færeyja hefur verið sinnt að undanförnu. Að hluta til hafa verið notaðar minni skrúfuþotur frá Flugfélagi Norðurlands, auk þess sem stærri flugvélar Flugl- eiða hafa flogið á þeirri leið. isleiðin sé á vissum leiðum verði keppt á mótorhjólum á sex sér- leiðum til þess að forðast óþarfa vélarbilanir í keppnisbifreiðunum. Eins og kunnugt er hafði dóms- málaráðuneytið til meðferðar hvort leyfa skyldi Islandsrall Frakkans Jean-Claude Bertrand. Ráðuneytið tók þá afstöðu að lög- regluyfirvöld á hverjum stað, þ.e. sýslumenn, yrðu að skera úr um hvort rallið færi fram eða ekki. Morgunblaðinu er kunnugt um að umboðsmenn Bertrand hér á landi, Landssamband aksturs- íþróttamanna, hafa kannað hvort hægt verði að halda rallið eða ekki, en niðurstaða liggur ekki fyrir. íslandsrall Frakkands Jean-Claude Bertrand: Undirbúningur á fullu í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.