Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 31 75 ára: Þórður Guðmunds- son verslunarmaður f dag fimmtudaginn 19. maí er Þórður Guðmundsson, verslunar- maður, Sólvallagötu 7 hér í borg 75 ára. Það er ekki hægt að trúa því, að Þórður hjá Hvannbergsbræðrum, eins og hann er ávallt nefndur í daglegu tali af vinum sínum, sé orðinn 75 ára gamall, því að hann er teinréttur og kvikur á fæti. En kirkjubækurnar segja að hann sé fæddur í Reykjavík 19. maí 1908. Á fyrstu áratugum þessarar aldar, var Reykjavík ekki fjöl- menn, börn og unglingar nutu ekki þess margbreytileika í tómstunda- iðju eins og nú er hér í borg, en þeim mun fundvísari voru þau á margbreytileika náttúrunnar og undu glöð við sitt, þrátt fyrir al- menna fátækt. Þá var auðlegð þeirra fólgin í einföldum leikjum æskunnar, sem höfðu þroskandi áhrif á uppeldi þeirra. Þórður átti gleðirík ár með öðr- um jafnöldrum við leik og íþróttir, sérstaklega var sundíþróttin hon- um snemma kær. Þórður Guð- mundsson er búinn að vera starf- andi hjá skóverslun Hvannbergs- bræðra frá því hann var 18 ára að aldri eða í 57 ár og enn er hann að starfi. Það hlýtur að teljast mjög óvanalegt, eða jafnvel einsdæmi að menn starfi hjá sama fyrirtæki í svo mörg ár og það segir sína sögu. Þórður er sérstaklega traustur, góður og mjög grandvar starfs- maður, hann vinnur öll sín störf af Nú er hún komin ... Vélin, sem tengist köldu vatni eingöngu eða heitu og köldu — sama vélin — en þú velur með spamaðartakka ódýrasta þvottamátann, við þínar heimilisaðstæður Hitun Þvottur Þurr — vinding • Þeytivinding með 850 sn. á mín. • Tekur 5 kg af þurrþvotti. • Hefur 10 grunnþvottakerfi. • Sjálfstilltur forþvottur og aðalþvottur. • Auk þess sjálfstætt hitaval fyrir 30,40, 60 og 95 gráðu heitan þvott (suða). ^RAFBUÐ @SAMBANDSINS Ármúla 3 ■ Simi 38900 HOOVER 800 WATTA RYKSUGA MEÐ ÖLLU Á AÐEINS kr. 3.990 ÓTRÚLEGT EN SATT stakri samviskusemi. Gagnkvæmt trúnaðartraust hefir ávallt ríkt á milli Þórðar og eigenda skóverslunar Hvann- bergsbræðra, það trúnaðartraust hefir orðið að traustri vináttu. Þegar Þórður ræðir um Jónas Hvannberg húsbónda sinn, sem látinn er fyrir mörgum árum, þá minnist hann hans ávallt með djúpri virðingu og hlýleika, því af honum lærði hann margt, sem hefir orðið honum gott vegarnesti á lífsleiðinni. Ungur að árum kynntist Þórður KFUM og starfi séra Friðriks Friðrikssonar, sá boðskapur sem hann heyrði þar, hreif hinn unga mann svo að hann eingaðist trausta trú á frelsarann Jesúm Krist. Sú trú hefir verið Þórði afl- gjafi og leiðarvísir gegnum lífið. Þórður heillaðist ungur af sund- íþróttinni og var frábær sundmað- ur, hann vann til margra afreka á því sviði fyrir félag sitt, sundfé- lagið Ægi. Hann var einn í hópi vaskra sundmanna þeirra er þátt tóku í ‘Olýmpíuleikunum í Berlín 1936. Ég vil þakka Þórði hið mikla starf sem hann hefir unnið fyrir Gideonhreyfinguna á íslandi, en meginverkefni þess félags er að gefa öllum 10 ára skólabörnum Nýja Testamentið á hverju ári. Þórður hefir verið mjög áhuga- samur og virkur í þessu starfi og það er sama hvenær hann er beð- inn að taka að sér verkefni í þágu þess félags, fúsleiki hans er slíkur að starfið er unnið þegar í stað, af þeirri samviskusemi, skyldurækni og hinni miklu hógværð sem er svo ríkur þáttur í allri lífsmótun Þórðar, að óvenjulegt má teljast. Hvenær sem maður hittir Þórð og ræðir við hann, á finnur maður hvílíkur öndvegismaður hann er og sérlega vel gerður og af hans fundi fer maður alltaf betri mað- ur, slík eru hin jákvæðu áhrif hans á aðra, því að kærleiksríkt viðmót hans varpar hlýjum geisla á alla er á vegi hans eru. Best líður Þórði á heimili sínu í hópi barna og barnabarna, ásamt eiginkonu sinni, frú Margréti Sig- urðardóttur. Við Gideonfélagar óskum Þórði og fjölskyldu hans Guðs blessunar á þessum merku tímamótum í lífi hans. Helgi Elíasson ■ Sjálfvirkt snúruinndrag ■ Fjöldi fylgihluta ■ 800 watta. mótor ■ Hljóðlát ■ Ljósmælir sýnir þegar poki er fullur ■ Greiðsluskilmálar HCOVER ER HEIMILISHJALP FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 85670. Útsala — Útsala — Útsala 30% afsláttur frá fyrri afslætti Verslunin hættir 1. júní Allt á aö seljast Notiö þetta einstaka tækifæri Sendum í póstkröfu Fatamarkaðurinn í JL HÚSINU Hringbraut 121 — Reykjavík. Sími 22500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.