Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 Útgerðin rekin með 8,5% tapi Saltfiskverkun með 3,2% tapi og frysting á núlli NÚ ER útgerðin rekin með 8,5% tapi að meðaltali miðað við heilt ár, söltun með 3,2% tapi og frysting nánast á núlli samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar, sem lagðir voru fram á fundi verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir skömmu og legið hafa frammi við stjómarmyndunarviðræður. Afkoma skreiðarverkunar hefur ekki verið reiknuð út nú. Miðast útreikningarnir við 5. maí síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þýðir 8,5%. tap- rekstur útgerðarinnar þörf á hækkun fiskverðs um 12 til 13% þann 1. júní miðað við svokallaðan núllrekstur. Það kallar aftur á 9 til 10% gengislækk- un miðað við sama dag til að bæta fiskvinnslunni upp hækkunina. Þá er miðað við svipaða hækkun launa og fiskverðs 1. júní. { frystingu og söltun miðast út- örlitla verðhækkun. I söltuninni reikningarnir við markaðsverð í frystingu og söltun eins og það er um þessar mundir. Lækkun á markaðsverði á saltfiski er tekin inn í og í frystingu er miðað við er gert ráð fyrir verðjöfnun upp á um 132 milljónir króna eða 6%, en ekki er gert ráð fyrir verðjöfnun í frystingu. I útreikningnum er ekki gert ráð fyrir magnbreyting- um og breyttri aflasamsetningu. í söltuninni hefur ekki verið gert ráð fyrir kostnaði af selorma- tínslu. Hvað varðar útgerðina er gert ráð fyrir að hallinn á bátaflotan- um sé 8,1%, á minni togurum 7,8% og stærri togurum 13,1% eða samtals 8,5% eins og áður sagði. Þetta er miðað við afla- samsetningu ársins 1982 þannig, að ekki er tekið með í dæmið það, sem gerzt hefur á þessu ári, en það þýðir að öllum líkindum að afkoma bátaflotans er nokkuð lakari, en afkoma togara svipuð. Fiskveiðiflotinn rekinn með 800 milljóna kr tapi — stefnir í öngþveiti í atvinnugreininni, segir Kristján Ragnarsson „SÉ LITIÐ á rekstrarafkomu fiskveióiflotans miöað við breyttar aflaforsendur báta og toijara á þessu ári, er rekstrartap hjá bátun- um 421 milljón króna, hjá minni togurunum 240, stærr/ togurum 68 og loðnubátum 150 til 200 milljónir eða samtals rúmar 900 milljónir. í prósentum þýðir þctta, að tap minni bátanna er 17,4, minni togaranna 10,3 og stærri togaranna 13,1“, sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur og framkvæmdastjóri LÍÚ í sam- tali viö Morgunblaðið. „Stóru togararnir hafa jafnað aflaminnkunina með auknum söl- um og fengið þannig hagstæðara verð fyrir aflann. Samkvæmt út- reikningi Þjóðhagsstofnunar er taprekstur bátaflotans í krónum talið 170 milljónir, minni togar- anna 188 og stærri togaranna 68. Inn í dæmi Þjóðhagsstofnunar vantar loðnubátana, sem er skelfilegasta dæmið af þeim öll- um, en tap þeirra nú miðað við ársrekstur er á bilinu 150 til 200 milljónir. Þá gerum við ráð fyrir að bætur aflatryggingasjóðs til bátanna gætu numið 80 til 100 milljónum króna og heildartapið nemur því um 800 milljónum. Þannig linast þjáningar útgerð- armanna bátanna, þannig að þeir geta væntanlega staðið í skilum við áhafnir sínar. Það er rétt að fram komi, að í aflatryggingasjóði eru peningar, sem útgerðarmenn hafa lagt fyrir til að mæta svona áfalli. Tölur Þjóðhagsstofnunar eiga engan veginn við nú, þar sem þær byggja á aflabrögðum síðasta árs. Við höfum séð aflarýrnun þessa árs og tillit til hennar verður að taka. Vetrarvertíð er lokið og bát- arnir bæta sér ekkert upp afla- rýrnunina á henni. Hugsanlegt er að stöðva þurfi karfaveiðar tíma- bundið vegna offramleiðslu á karfaafurðum og ekki bætir það ástandið í rekstri togaranna. Mestar áhyggjur höfum við af minnkandi afla vegna þess, að það þýðir minnkandi tekjur fyrir alla þjóðina og við þær aðstæður, sem við búum við, megum við sízt við því. Því er það alvarlegt mál, ef við erum að ofgera þorskstofnin- um, sem hefur verið burðarás efnahagslífsins. Þessi staða er svo átakanleg með hliðsjón af því, að á undanförnum aflaárum hefur útgerðinni ekki verið gefið tæki- færi til þess að vera rekin með viðunandi hætti. Henni hefur ver- ið gert að safna verðtryggðum skuldum og nú er að koma að af- borgunum vegna skuldbreytingar- innar frá því um síðustu áramót til viðbótar við rekstrartapið nú. Mér sýnist að það sé nánast að verða öngþveiti í þessari atvinnu- grein,“ sagði Kristjan. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Frystingin rekin med Vá% tapi „ÞAÐ ERU nú margir óvissu- þættir í þessum málum. í þessum útreikningum er frystingin sögð rekin á núlli í maí. En við það er að athuga, að Þjóðhagsstofnun reiknaði með því, að frá byrjun janúar hefði orðið 1% hækkun á söluverði, en eftir að verðlækkun- in á karfa, 8 til 10%, kom til verð- ur 'k% heildarverðlækkun, sem þýðir l'A% taprekstur á frysting- unni nú. Þá er ekki tekið tillit til þeirrar breytingar á aflasamsetn- ingu, sem orðið hefur á þessu ári. Þetta er miðað við aflasamsetn- ingu síðasta árs. Nú hefur orðið óhagstæð þróun í karfavinnslunni til dæmis og hefur það einhver áhrif á þessa útreikninga. Staðan leyfir því enga fiskverðshækkun frekar en endranær," sagði Eyj- ólfur ísfeld Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið. Saltfiskverkunin rekin með 20% tapi — höfum gert athugasemdir við niðurstöðu Þjóðhagsstofn- unar, segir Sigurður Haraldsson, skrifstofustjóri SÍF ÞRÁTT fyrir að söluverð á saltfiski á erlendum mörkuðum sé nú í hærra lagi miðað við verð keppinauta okkar, nægir það hvergi nærri til að skapa saltfiskframleiðendum við- unnandi afkomu við núverandi gengi íslenzku krónunnar. Það slæma útlit, sem blasti við framleiö- endum í upphafi vertíðar hefur enn stórlega versnað vegna lítils afla og stöðugt aukins tilkostnaðar. SÍF hef- ur gert stjórnvöldum grein fyrir því hvernig málin standa og lýst brýnni nauðsyn þess, að þegar verði bætt úr,“ sagði Sigurður Haraldsson, skrifstofustjóri Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda, er Morg- unblaðið innti hann eftir afkomu saltfiskverkunar. „Tap við vinnslu þorsks í salt teljum við nú vera 18 til 20% og er þá ekki tekið tillit til aukins kostnaðar við hreinsun selorms. Við höfum gert athugasemdir við niðurstöður Þjóðhagsstofnunar, en þar er meðal annars ekki tekið tillit til versnandi samsetningar saltfiskframleiðslunnar, sem rekja má til lokunar skreiðar- markaða. Þá teljum við, að hráefni og vextir séu vanreiknaðir í áætl- un Þjóðhagsstofnunar og síðast en ekki sízt, þá reiknar Þjóðhags- stofnun með 132 milljóna króna greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði, en inneign saltfiskframleiðenda í sjóðnum er nú aðlins um 70 millj- ónir króna," sagði Sigurður. Gfsli Maack afhendir Björgu Guðnadóttur blómvöndinn á Keflavíkurflug- velli á þriðjudagsmorgun. Ljósmynd Heimir Stígsson. Arnarflug: Tíu þúsundasti far- þeginn til Amsterdam ARNARFLUG hefur frá upphafi áætlunarflugs milli Keflavíkur og Amsterdam á síðasta ári flutt rúm- lega tíu þúsund farþega á þessari flugleið, segir í frétt frá félaginu. Tíu þúsundasti farþeginn flaug með Arnarflugi til Amsterdam á þriðjudag og var það Björg Guðnadóttir, sem var á leið utan með manni sínum, Skúla Guð- mundssyni. í tilefni af þessum áfanga færði Gísli Maack, stöðvarstjóri Arnar- flugs í Keflavík, Björgu blómvönd við brottför og síðan mun Arnar- flug bjóða þeim hjónunum í skoð- unarferð um Amsterdam og til kvöldverðar á Lido-skemmtistaðn- um í Amsterdam. Fengu afhenta 20 VW Golf-sendibfla HEKLA HF. afhenti Pósti & síma á dögunum 20 Volkswagen Golf-sendibíla af árgerðinni 1983, en að sögn Sverris Sigfússonar, framkvæmdastjóra hjá Heklu hf., er hér um að ræða stærstu sölu á Golf-sendibílum til sama aðila í einu lagi. Vorsýning Kvartmíluklúbbsins Kvartmíluklúbburinn heldur um næstu helgi bílasýningu á höfuð- borgarsvæðinu. Verður hún í hús- næði Gúmmívinnustofunnar við Réttarháls 2, sem er í nánd við Árbæ. Að sögn Örvars Sigurðssonar formanns Kvartmíluklúbbsins verður fjöldi sýndra bíla um fjöru- tíu. Meðal sýningagripa eru kvartmílubílar, torfæru-, rall- og sportlegir götubílar. Einnig verða sýnd nokkur mótorhjól. Örvar kvað sýninguna verða vandaðri en áður hefði verið og frágangur yrði eins góður og mögulegt væri. Með- al athyglisverðra bíla á sýning- unni er Ford Pinto, sem mikla at- hygli vakti í kvartmílukeppni sl. sumar. Hefur verið mikið lagt í bílinn í skjóli vetrar. Af öðru merkilegu sem á sýningunni verð- ur má nefna glæsilega sprautaða og skrautmálaða bíla og turbo- mótorhjól. Sýning Kvartmílu- klúbbsins verður opin frá kl. 14—22 frá laugardegi til mánu- dags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.