Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
má. þr. mióv. íim.fost má. þr. mt&v. fim fóst j má. þr miðv fim fost.má þfmiAvfímfo
Dollaraverð hækkaði
um 1,5% í sl. viku
Dollari hefur hækkað um 33.75% frá áramótum
Bandaríkjadollari hækkaði um
1,50% í síðustu viku, en við upphaf
hennar var sölugengi hans skrið
21,940 krónur, en sl. fostudag hins
vegar 22,270 krónur. Frá áramótum
hefur Bandaríkjadollar því hækkað
um 33,75% í verði, en í ársbyrjun var
sölugengi hans skráð 16,650 krónur.
BREZKA PUNDIÐ
Brezka pundið hækkaði um 0,51%
í verði í síðustu viku, en við upphaf
hennar var sölugengi pundsins skráð
34,720 krónur, en hins vegar var það
skráð 34,897 krónur sl. föstudag. Frá
áramótum hefur brezka pundið
hækkað um 30,06% í verði, en í árs-
byrjun var sölugengi þess skráð
26,831 króna.
DANSKA KRÓNAN
Danska krónan hækkaði um 0,82%
í verði í síðustu viku, en við upphaf
vikunnar var sölugengi dönsku krón-
unnar skráð 2,5295 krónur, en sl.
föstudag hins vegar 2,5502 krónur.
Frá áramótum hefur danska krónan
hækkað um 28,47% í verði, en í árs-
byrjun var sölugengi hennar skráð
1,9851 króna.
VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ
Vestur-þýzka markið hækkaði um
0,74% í síðustu viku, en við upphaf
vikunnar var sölugengi marksins
skráð 9,0232 krónur, en sl. föstudag
hins vegar 9,0902 krónur. Frá ára-
mótum hefur vestur-þýzka markið
því hækkað um 29,77%, en í ársbyrj-
un var sölugengi þess skráð 7,0046
krónur.
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Útflutningur á prjóna-
vörum jókst janúar-marz
— Samdráttur varð hins vegar í ullarlopa, bandi,
ullarteppum og svokölluðum ytri fatnaði
ÚTFLUTNINGUR á ullarlopa og
bandi dróst saman um 0,6%, í magni
taiið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þeg-
ar út voru flutt 188,9 tonn, borið
saman við 190,0 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukningin milli ára
er hins vegar liðlega 80%, eða tæp-
lega 31,9 milijónir króna, á móti
tæplega 17,7 milljónum króna.
Útflutningur á prjónavörum
jókst um 19,7%, í magni talið,
fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar
út voru flutt 70,4 tonn, borið sam-
an við 58,8 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukningin milli
ára er um 88,8%, eða liðlega 44,45
milljónir króna á móti liðlega
23,54 milljónum króna.
Um 21% samdráttur varð í út-
flutningi á ullarteppum, í magni
talið, fyrstu þrjá mánuði ársins,
þegar út voru flutt 24,2 tonn, borið
saman við 30,6 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukningin milli
ára er hins vegar um 33,3%, eða
4,93 milljónir króna á móti 3,7
milljónum króna.
Útflutningur á svokölluðum ytri
fatnaði dróst saman um 87%
fyrstu þrjá mánuði ársins, í magni
talið, þegar út voru flutt 1,4 tonn,
borið saman við 10,9 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætasamdrátt-
urinn milli ára er um 81,2%, eða
tæplega 1,2 milljónir króna á móti
6,36 milljónum króna.
Loks jókst útflutningur á vörum
úr loðskinnum fyrstu þrjá mánuði
ársins um 8,7%, í magni talið, þeg-
ar út voru flutt 2,5 tonn, borið
saman við 2,3 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukningin milli
ára er um 68,6%, eða 3,64 milljón-
ir króna á móti 2,16 milljónum
króna.
Hagtrygging hf.:
Rekstrarhagnaður 1982
um 293 þúsundir króna
HEILDARTEKJUR Hagtryggingar
hf. á síðasta ári voru um 17,9 millj-
ónir króna, en þar af höfðu iðgjalda-
tekjur aukizt um 5,8 milljónir króna,
eða 54,2%. Rekstrarhagnaður nam
um 293 þúsundum króna, þegar tek-
ið ha.'ði verið tillit til verðbreytinga-
færslu.
Á aðalfundi Hagtryggingar hf.,
sem haldinn var fyrir skömmu,
var samþykkt tillaga stjórnar fé-
lagsins um ráðstöfun tekjuaf-
gangs til greiðslu 5% arðs fyrir
árið 1982.
Hluthafar Hagtryggingar hf.
eru 969 og hlutafé er 4,5 milljónir
króna. Fasteignamat húseigna og
lóða félagsins er um 18,8 milljónir
króna. Eigið fé er 18,7 milljónir
króna og tryggingarsjóðir 12,5
milljónir króna.
Á aðalfundinum var kjörin ný
stjórn, en hana skipa dr. Ragnar
Ingimarsson, formaður, dr. Ágúst
Valfells, varaformaður, Sveinn
Torfi Sveinsson, ritari, og Ingvar
Sveinsson og Þorvaldur Tryggva-
son, meðstjórnendur. Fram-
kvæmdastjóri Hagtryggingar hf.
er Valdimar J. Magnússon.
Uppbygging Frjáls framtaks gengur vel:
„Útlit fyrir töluverðan
hagnað af rekstri í ár“
— segir Magnús Hreggviðsson, sem keypti fyrirtækið fyrir
ári, en það átti þá í gríðarlegum rekstrarerfiðleikum
LIÐLEGA eitt ár er nú liðið frá því,
að Magnús Hreggviðsson, viðskipta-
fræðingur, keypti og yfirtók rekstur
útgáfufyrirtækisins Frjálst framtak,
sem átt hafði í gríðarlegum rekstrar-
erfiðleikum á árabilinu 1980—1982.
A því tilefni var Magnús, sem er
stjórnarformaður fyrirtækisins, innt-
ur eftir því hvernig gengið hefði að
koma fyrirtækinu á réttan kjöl að
nýju. „Eg get ekki sagt annað en að
útkoman eftir þetta ár sé mun betri
en ég hafði þorað að vona, sem
kannski sést bezt á því, að eftir
nokkurra ára mikinn taprekstur lít-
ur út fyrir, að töluverður hagnaður
verði af rekstrinum á þessu ári.
Ég tók þegar í upphafi þá
ákvörðun, að leggja til atlögu við
tekjuhliðina í fyrirtækinu, en ekki
að beita hefðbundnum aðferðum,
þ.e. að skera niður, en það er eins
og menn haldi að það sé eina færa
leiðin hjá fyrirtækjum í vanda.
Það var ljóst í upphafi, að fjölga
þyrfti áskrifendum blaðanna, en
þau eru átta talsins, Barnablaðið
ABC, Frjáls verzlun, Iðnaðarblað-
ið, íþróttablaðið, Tízkublaðið Líf,
Sjávarfréttir, Við sem fljúgum og
Ökuþór. Ég réð inn fólk til að
safna áskrifendum og setti í gang
ákveðna áætlun, sem hefur staðizt
fyllilega. Sem dæmi má nefna að
áskrifendum að blöðum fyrirtæk-
isins hefur fjölgað um liðlega
110% á þessu liðlega ári,“ sagði
Magnús Hreggviðsson.
Þá kom það fram hjá Magnúsi,
að lausasala blaðanna hefði verið
tiltölulega lítil, en hún hafi nú
þrefaldazt. Það hafi einungis verið
hægt með því að taka allt dreif-
ingarkerfið til endurskoðunar.
„Þriðji þátturinn í þessu upp-
byggingarstarfi er sá, að Frjálst
framtak hefur tekið að sér ýmiss
konar önnur verkefni. í því sam-
bandi má nefna Landssöfnun
SÁÁ, bókaútgáfu, bæklingagerð
og blaðaútgáfu fyrir fyrirtæki, fé-
lagasamtök og stofnanir. Þessi nýi
þáttur starfseminnar, sem hefur
farið mjög vaxandi, kemur mjög
vel út, þar sem allur fastur kostn-
aður er hvort eð er fyrir hendi.
Hann skapar aðeins mun meiri
nýtni og framleiðni í fyrirtækinu,"
sagði Magnús ennfremur.
Magnús var inntur eftir breyt-
ingum á gjaldalið fyrirtækisins.
„Fjöldi starfsfólks er mjög svipað-
ur og hann var þegar ég tók við
fyrirtækinu. Sumt af starfsfólkinu
hefur verið hér um árabil, en stór
hluti kom eftir að ég tók við. Það
voru hins vegar allir sammála um
að auka þyrfti framleiðni fyrir-
tækisins og með ýmiss konar hag-
ræðingaraðgerðum, auk þess sem
fólkið leggur meira á sig, hefur
okkur tekizt að nær tvöfalda
framleiðnina. Þá má benda á, að á
tímabilinu 1982—1983 hefur okkur
tekizt að auka veltu fyrirtækisins
úr 15 milljónum króna í liðlega 42
milljónir króna, eða tæplega þre-
falda hana, sem segir sína sögu.
Þá hefur ýtrasta aðhalds verið
gætt í öllum rekstrinum. Við höf-
um náð betri samningum en áður
um setningu, litgreiningu og
prentun, samfara auknu magni, en
þessir þættir hafa allir verið unnir
utan fyrirtækisins. Þá má ekki
gleyma því, að stjórnunarkostnað-
ur hefur verið lækkaður verulega
eftir að ég tók við fyrirtækinu,"
sagði Magnús.