Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 Minning: Júlíus Helga- son Isafirði Júlíus Helgason, rafvirkja- meistari frá ísafirði, lést á Land- spítalanum 11. maí sl. og verður útför hans gerð í dag, fimmtudag 19. maí, frá ísafjarðarkirkju. Júlíus fæddist 1. júlí 1921 á Bíldudal. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jónasdóttir og Helgi Þorbergsson, vélsmíða- meistari. Júlíus ólst upp hjá for- eldrum sínum á ísafirði þar sem faðir hans starfaði sem vélgæslu- maður hjá íshúsfélagi ísfirðinga, en hann var einn af eigendum þess fyrirtækis um tíma. Síðar rak Helgi eigin vélsmiðju í mörg ár. Hann var mikill hagleiksmaður og þótti gott að leita til hans er lag- færa þurfti eitt eða annaðhvort sem um vélar eða áhöld var að ræða. Júlíus hóf nám í rafvirkjun hjá Þórði Finnbogasyni, rafvirkja- meistara á ísafirði. Eftir nokkur ár að námi loknu hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur í iðninni og stofnaði fyrirtækið Neista hf. árið 1947 ásamt bræðrunum Ág- úst og Kristjáni Leóssonum. Rekstur fyrirtækisins var í fyrstu fólginn í því að versla með rafmagnsvörur og annast allskon- ar viðgerðarþjónustu og verktaka- starfsemi í þessari iðngrein. Voru umsvif fyrirtækisins á stundum allmikil og fjölgaði þá starfs- mönnum nokkuð og gerðust sumir þeirra meðeigendur í fyrirtækinu og stóð svo um allmörg ár. Síðar varð sú breyting á rekstrinum að rafverktakastarfsemin dróst sam- an og fækkaði þá eigendum þar til stofnendur voru einir eftir og var upp frá því nær eingöngu verslað með rafmagnsvörur og margskon- ar annan varning og lítillega sinnt viðgerðum á rafmagnstækjum. Alla tíð stjórnaði Júlíus Neista hf. og rak fyrirtækið af miklum stórhug og dugnaði, þar til hann féll frá. Reynsla Júlíusar á rafverktaka- starfsemi var mikil og var oft leit- að til hans er vanda bar að hönd- um á ísafirði og nágrenni, var hann ávallt fljótur til þó stundum þyrfti að fara að vetrarlagi yfir heiðar í misjafnri færð. Verkefnið varð að leysa svo að hjólin gætu farið að snúast og atvinnulífið héldist í gangi, hvort sem bilunin var um borð í skipi eða frystihús- inu. Júlíus var mikill félagshyggju- maður og tók gjarnan mikinn þátt í starfsemi hinna ýmsu félaga er starfandi voru í bænum. Hann var og varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962 og síðar um nokkur ár. Júlíus var mikill áhugamaður um starfsemi KFUM á sínum yngri árum og var mjög virkur þátttakandi í þeim góða félags- skap. Síðar gekk hann til liðs við Skátahreyfinguna og studdi þá starfsemi af einlægum áhuga og má segja að þar hafi áhuginn gengið í erfðir, því að aðalskáta- foringinn á ísafirði er sonur hans Kjartan. Stangaveiðifélag ísfirðinga naut góðs af starfsorku Júlíusar og bar hann hag þess félags mjög fyrir brjósti. Þar var hann ætíð virkur félagi og lagði margt gott Ólafur Jónsson Minningarorð Fæddur 24. mars 1903 Dáinn 10. maí 1983 í dag, fimmtudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju Olafur Jónsson, Háagerði 55. Ólafur fæddist á Klafastöðum í Skilmannahreppi. Foreldrar hans voru Sigurborg Jónsdóttir og Jón Ólafsson. Árið 1926 var ólafur við kaupa- mennsku á Varmá í Mosfellssveit, en þá var hann 23 ára gamall. Þar hlotnaðist honum sú gæfa að kynnast eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Bjarnadóttur, sem er ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau voru gefin saman 14. maí 1927 og fluttust þá til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Ólafur og Halldóra eignuðust 4 mannvænleg börn. Þau eru Sig- urður, kvæntur Guðbjörgu Þor- leifsdóttur; Sigrún, gift Hilmari Guðmundssyni; Birgir, lést 1972, hann var kvæntur Ólínu Þor- steinsdóttur, og Einar, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur. Ólafur stundaði margskonar störf á sinni löngu starfsævi, en lengst af hjá Pósti og síma, en þar starfaði hann þar til hann fór á eftirlaun sökum aldurs. Öll þau störf, sem Ólafur tók að sér, vann hann af miklum dugnaði og sam- viskusemi. í dag þegar Ólafur er kvaddur hinstu kveðju minnist ég hans með þakklæti í huga, og ég er þakklátur forsjóninni fyrir að fá að kynnast þeim hjónunum og börnum þeirra, og hafa fengið að njóta vináttu þeirra í gegnum ár- in. Ég og fjölskylda mín vottum Halldóru, börnum hennar og öðr- um ættingjum innilegustu samúð. Þorl. Björnsson Vill sprengja CaUnia, Sikiley, 17. maí. AP. ÍTALSKUR vísindamaóur, sem stjórnaó hefur tilraununum til aó beina hraunstraumnum úr Etnu í annan farveg, hvatti í dag til aó sprengt yrói aftur og í þetta sinn meó enn öflugri sprengju. Á Ítalíu er litið á þessa tillögu vísindamannsins, Franco Barberis prófessors, sem opinbera viður- kenningu á því, að fyrri tilraunin hafi mistekist. Menn greinir hins aftur í Etnu vegar nokkuð á um hvernig staðið skuli að því að rjúfa gígbarminn, vilja sumir nota við það stórvirk vinnutæki en aðrir segja það ekki gerlegt. Ekki verði við annað not- ast en sprengiefni. Það var sænskur sprengjusér- fræðingur, sem stjórnaði fyrstu tilrauninni, og þótti honum hún ekki bera tilætlaðan árangur. Þá voru notuð 400 kíló af sprengiefni. til málanna. Hann hafði mikinn áhuga á laxveiðum og fiskirækt á vatnasvæðinu hér við Isafjarð- ardjúp. Ég minnist þess er komið var saman til að fagna þeim áfanga er lokið var smíði á full- komnum laxastiga í Laugardalsá. Júlíus hafði lengi haft forystu um að þetta verk yrði hafið og ég er sannfærður um að framkvæmdir hefðu dregist um nokkur ár ef áhugi hans hefði ekki rekið á eftir. Við vorum fimm félagar sem byrjuðum „búskap„ á Blámýrum í Laugardal fyrir 22 árum. Nú hafa þrír af þessum félögum verið kall- aðir til æðri tilveru og sannarlega söknum við vinar í stað þegar Júlli mætir ekki lengur þegar sinna þarf bústörfum á Blámýrum. Hann vildi hafa reglu á hlutunum og gerði sér far um að fylgja því eftir að hús og jörð héldust í góðu formi. Blámýrarferðirnar voru orðnar margar á þessum árum og stutt var í það að fullklára þær fram- kvæmdir, sem fyrirhugaðar höfðu verið. Laugardalsbændur munu sakna vinar við fráfall Júlíusar, því oft þurftu þeir að leita til hans um ýmiskonar fyrirgreiðslu vegna vandamála er að höndum bar, enda var honum ávallt ljúft að verða að liði eftir því sem mögu- leikar voru fyrir hendi. Þeir voru orðnir margir sumar- dagarnir er við Júlíus höfðum dvalið saman við veiðar í Langa- dals- og Laugardalsá um áratugi ásamt konum okkar. Margt var þá spjallað um lifið og tilveruna þegar setið var heima í hlýjunni í veiðihúsunum að lokn- um veiðitíma dagsins. Laxinn veg- inn og mældur og spáð í veiði og veiðistaði næsta dags. Þegar fór að vora vaknaði veiði- áhuginn og hugurinn leitaði inn í dalina, þá var farið að huga að þvi hvenær heppilegast væri nú að panta veiðidagana. Það var að kvöldi 10. maí sl. sem ég hringi til Júlíusar, sem þá var staddur á Reykjalundi í endur- hæfingu eftir erfið veikindi. Hann var hress og kátur að vanda og útlitið lofaði góðu um batnandi heilsufar. Við ákváðum veiðidaga í Laugardalsá í þessu símtali. Að morgni næsta dags var hann allur og mun því væntanlega renna á þeim slóðum er við eigum öll fyrir 35 hendi að dvelja á að loknum hinsta degi. Það má segja að það hafi ekki komið með öllu á óvart þó lífs- þráður Júlíusar hafi slitnað með svo skjótum hætti sem raun varð á. Hann hafði um nokkur ár verið veill fyrir hjarta og fór á sl. hausti til Englands og gekkst undir að- gerð til þess að fá bót við þessum sjúkdómi. Afturbatavon var all- mikil að aðgerð lokinni þó við erf- iðleika væri að stríða, en nú var tímaglasið runnið út og hann var með skjótum hætti kallaður til æðri tilveru. Það er mikill skaði við fráfall vinar míns Júlíusar á besta aldri, hann átti svo margt ógert af áhugamálum sínum, en enginn má sköpum renna. Þann 31. maí 1945 stóð brúp- kaupsdagur Júlíusar og Katrínar F. Arndal, hjúkrunarkonu frá Hafnarfirði. Hjónabandið hefir því staðið í tæp 38 ár og veit ég að á þessum degi upphófst góð sam- búð og virðing af beggja hálfu, nem fylgdi þeim alla tíð. Þau eignuðust fimm börn og er elstur Helgi, þá Sigríður Katrín, Kjartan, Kristín og Haraldur. Barnabörnin eru orðin 6 og hafa þau veitt afa og ömmu marga hamingjudaga. Katrín mín, ég veit að það hefir verið mikið á þig lagt síðustu mánuði, en það er vissa mín að þín innri ró hefir gefið þér styrk til að axla þessa byrði með kjark og æðruleysi. Einlægar samúðar- kveðjur til ykkar allra með von um að algóður Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stundum. Guómundur Guðmundsson SUPERSER gasofnar. - Þrælöruggir og einfaldir í meðförum. Augnabliks upphitun. 3 stillingar á hita. Vandaðir öryggisrofar. SUPERSER gasofnar henta vel í sumarbústaðinn og annars staðar þar sem hita þarf húsakynni á skömmum tíma. Verðið er ótrúlega lágt. — Leftið upplýsinga. Teg. F-110 Grensásvegi 5, Sími; 84016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.