Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 mmátm }> sleppí eftiVrfettinum. Méresek.ki vei \j\6 ab frlaupQ meb -ftMLan rnaga." ... að tala út um hlutina. Með morgunkaffinu TM tog U S Pat Off.-att rights reservad • 1983 L«* Angetes Tttnes Syndicate Af hverju ég drekk, það geri ég til l»að er ekkert því til fyrirstöðu að að gleyma vínhneigð minni! þú getir lifað eðlilegu lífi svo sem í viku eða tvær! HÖGNI HREKKVISI . þuETUR EKKI E.T.. .?/ Besti tón- listarmað- urinn í dag 4286-4056 og 9632-2003 skrifa: „Velvakandi. Við erum hér tvær og við vildum koma þeirri ósk okkar á framfæri að reynt yrði að fá David Bowie hingað á listahátíð í sumar. Hér erum við ekki aðeins að hugsa um okkur sjálfar, heldur tölum við fyrir munn margra. David Bowie er, að okkar áliti, besti tónlistarmaður- inn í dag, og hefur verið það í fjölda- mörg ár. Við vitum að margir óska þess að Duran Duran eða Culture Club komi hingað (reyndar er það útilokað fyrir þá síðarnefndu vegna annríkis), en við, ásamt mörgum öðrum, fullyrðum að þessar hljóm- sveitir eru aðeins tískufyrirbrigði, tvær af mörgum, sem skjóta upp kollinum í ákveðinn tíma en hverfa jafnskjótt aftur. Og við vitum það fyrir víst að það yrði komið til móts við sem flesta með komu David Bowie, bæði þeirra sem vilja diskóið og svo hinna sem vilja þungarokkið, því að mjög margir kunna vel að meta tónlist hans. Virðingarfyllst." David Bowie Verst að þú skyld- ir ekki koma fyrr Guðný Skeggjadóttir skrifar: „Velvakandi. í tilefni af myndum í Lesbók Mbl. 10. maí er þetta skrifað: Velkominn til íslands, Stanis- las Bohic. Verst að þú skyldir ekki koma fyrr. Þá hefðir þú kannski getað bjargað miðbæ Kópavogs, því að „útlendingar" hafa alltaf verið marktækari en innfæddir. Ég vil leiðrétta það sem stend- ur i Lesbókinni, að miðbærinn þyki ágætur. Engan hef ég heyrt svo skyni skroppinn að halda því fram, nema ef vera skyldi þá Járnkarla, sem bæinn skópu. Heldur er það jafn stöðugt um- ræðuefni okkar íbúanna og veðr- ið, hvað ráðið hafi þessum óskapnaði, og er þar margt til nefnt, eins og hagsmunir og þá hverra, algert getuleysi gagn- vart verkefninu, smekkleysi í umhverfismálum. Eða hvað veldur? Sem dæmi um klaufaháttinn má nefna, að þær einu plöntur, sem eru gróðursettar í miðbæn- um, eru í hánorðri og að auki í skugga háhýsa, þannig að hvorki er þar sól né skjól, enda þrífast þær alls ekki. En eitt er víst, að miðbærinn, sem meira virðist hannaður með tilliti til rottubyggðar en manna, verður ævarandi minnisvarði um þá Karla, sem að honum stóðu, og hvernig ekki á að búa til miðbæ." Þessir hringdu . . . ABC eða Associates Krlingur Sigurðsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mikið hefur verið skrifað um, hvaða hljómsveit ætti að fá hingað til landsins á listahátíð. Hvernig væri að fá vandaða hljómsveit á borð við ABC eða Associates? ABC Fæddist aðeins eitt barn í Hafn- arfirði á því herrans ári 1970? Amma i Hafnarfirði hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er með hérna fyrir framan mig blað frá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafn- arfjarðar. I þessu blaði eru kynntir atvinnu- og afþreyingarmöguleikar hafnfirskra barna og unglinga. Eftir a i hafa gluggað í þetta blað dettur mér helst í hug, að aðeins eitt barn hafi fæðst hér í Hafnarfirði árið í ófærðinni í Siglufirði. 1970, nefnilega sonardóttir mín. Ætli það sé annars tilfellið? í Vinnuskóla Hafnarfjarðar verða tekin börn fædd 1968 og 1969. í Skólagörðum Hafnarfjarðar er pláss fyrir börn fædd 1971—74. En það er sama hvar ég leita, hvergi er í þessu skyni ætlað rúm fyrir árganginn frá 1970, enda varla von, ef hún sonar- dóttir mín hefur verið eina barnið, sem fæddist hér á því herrans ári. Að vísu verð ég nú að draga nokkuð í land með það sem ég hef sagt, því að það eru opnar nokkrar leiðir til að fá tímann til að líða, t.d. diskótek. Það er sem sagt pláss fyrir hana sonar- dóttur mína á diskóteki í sumar í æskulýðsheimilinU. Þar getur hún dansað og komist í leiktæki. Já, og hún getur tekið úr sér hrollinn hjá golfklúbbnum Keili, æft fimleika, farið í siglingaklúbb og föndrað með reyr. En hvergi er handtak að hafa. Hvers á þessi árgangur að gjalda? Alltaf tilbún- ir til að moka Matthías í Siglufirði hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Okkur finnst það einkennilegt, sem búum á mörkum hins byggilega heims, hvað Vegagerð ríkisins er ónýt við að halda okkur í akfæru vegarsambandi. Vegagerðarmenn þurfa ekkert að afsaka sig með því að þeir hafi ekki tæki til þess, því að þeir eru alltaf tilbúnir hérna hjá bænum að fara og moka þennan vegarspotta, þegar beðið er um það. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Eitt þeirra raka sem til er gripið. Rétt væri: Ein þeirra raka sem ... (Orðið rök í merkingunni röksemdir er ekki til í eintölu.) Betur hefði farið: Meðal þeirra raka ... Eða: Ein þeirra röksemda ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.