Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 Alltaf á fóstudögum „TOK BARNIÐ TIL MIN BEINT AF FÆÐINGAR- DEILDINNI“ Viötöl viö f[óra einstæöa feöur. „EINI LÚXUSINN SEM ÉG VEITI MÉR ER AÐ HAFA STÓRT PLÁSS TIL AÐ VINNA í.“ Rætt við Brynhildi Þorgeirsdóttur, glerlistarkonu. LEIÐIN OKKAR ALLRA Fimmti þáttur greinarflokksins um ófrjósemi. Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON GJAFAVÖRUVERSLUNIN Elegans SKÓLAVÖRDUSTÍG 42 ELEGANT FYRIR VANDALÁTA GANGIÐ INN Í ELEGANS á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42. Fanfani: farsæll. Craxi: metnaðargjarn. Morlino: árangurslausar viðræður. Kosningar á ítalíu að kröfu sósíalista ÞING hefur verið rofið á Ítalíu og kosningar fara fram 26. og 27. júní að kröfu sósíalista, sem gera sér vonir um að auka fylgi sitt úr um 10 í a.m.k. 15 af hundraði atkvæða. Um eitt ár er eftir af kjör- tímabilinu, en kosningar urðu nauðsynlegar þegar sósíal- istar hættu stuðningi sínum við fjögurra flokka stjórn Amintore Fanfani forsætisráðherra, 43. ríkisstjórnina frá stríðslokum. Að stjórninni stóðu flokkar kristilegra demókrata, sósíalista, sósíaldemókrata og frjálslyndra. Hún hefur verið við völd í tæpt hálft ár og situr áfram til bráða- birgða. Þetta verður stytzta kosn- ingabarátta í sögu lýðveldisins og þetta er í fjórða skipti í röð sem gengið er til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur. Bæjar- og sveitarstjórnakosningar fara fram um leið og þingkosningarn- ar. Sex samsteypustjórnir hafa setið að völdum á Ítalíu síðan f síðustu kosningum 1979, fjórar undir forystu kristilegra demó- krata, tvær undir forystu Lýð- veldisflokksins. Forsætisráðherr- ar hafa verið fjórir. Skoðanakannanir benda til þess að flestir ítalir séu því mót- fallnir að gengið sé strax til kosn- inga með öllum þeim kostnaði og þeirri fyrirhöfn, sem því fylgir. Flestum á óvart dró Sandro Pertini forseti ákvörðun um þing- rof á langinn og reyndi að koma f veg fyrir kosningar. I því skyni fól hann forseta öldungadeildar- innar, Tommasso Morlino, að ræða við leiðtoga stjórnmála- flokkanna um myndun sam- steypustjórnar með öruggan þingmeirihluta. Pertini er sjálfur sósíalisti, en honum er í nöp við leiðtoga þeirra, Bettino Craxi, og hann lagði metnað sinn í að þing- ið sæti út kjörtímabilið. Það strandaði á andstöðu sósíalista. Jafnvel flokkur kommúnista studdi tilraun forsetans. Sósíalistaleiðtoginn Craxi fer ekki dult með þá löngun sína að verða fyrsti forsætisráðherra flokksins í sögu Ítalíu. Jafnað- armenn hafa verið sigursælir í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Frakklandi og Svíþjóð og Craxi telur að ítalskir sósíalistar njóti sama meðbyrs. Craxi hefur greinilega talið að sósíalistar stæðu betur að vígi í kosningum nú en að ári liðnu. Þótt sósíalistar fengju aðeins 10% atkvæða 1979 er flokkur þeirra sá þriðji stærsti og áhrif þeirra eru töluverð. Kristilegir demókratar hlutu 38% atkvæða og kommúnistar, stærsti flokkur marxista á Vesturlöndum, 30%. Þar sem hvorugur flokkurinn hefur meirihluta á þingi hefur verið nauðsynlegt að tryggja lið- veizlu sósíalista, sem hafa verið í oddaaðstöðu við myndun sam- steypustjórna. Það sem mest hefur háð sósíal- istum er skortur á einingu og sjálfstæði og hentistefna, sem flokkur þeirra hefur fyigt. Flokk- urinn hefur alltaf verið talinn nokkurs konar hjáleiga kristi- legra demókrata eða kommúnista og hefur því fengið heldur slæma útkomu í kosningum. Sósíalistar hafa reynt að koma af stað kosningum í tæpt ár og tvívegis valdið stjórnarkreppu á þeim tíma. f ágúst í fyrra felldi Craxi fyrri ríkistjórn Giovanni Spadolini úr Lýðveldisflokknum, en þar sem kristilegir demókratar og komm- únistar voru andvígir kosningum neyddust sósíalistar til að sam- þykkja að Spadolini myndaði aðra stjórn. f nóvember fékk Spadolini sig fullsaddan á stöðugum illdeilum kristilegra demókrata og sósíal- ista og baðst lausnar, en komizt var hjá kosningum þar sem kristilegir demókratar, kommún- istar og Pertini forseti voru and- vígir hugmyndinni. Enn urðu sósíaiistar að láta undan og Fan- fani myndaði stjórn sína. En sósí- alistar tóku fram að stjórnin mundi aðeins sitja f sex mánuði. Fanfani hefur verið farsæll forsætisráðherra. Engin pólitísk hryðjuverk hafa verið framin það sem af er árinu vegna árangúrs- ríkra aðgerða fyrri ríkisstjórna og glæpir hafa minnkað. Stjórn Fanfanis hefur verið samhentari en stjórn Spadolinis. Laumuspil og baktjaldamakk hafa ekki ein- kennt stjórn hans eins og Spado- lini-stjórnina. Hann hefur ferðazt víða um landið til að út- skýra stjórnarstefnuna. Það hefnr verið honum styrkur að hann hefur notið stuðnings nýs og áhrifamikils ritara kristi- legra demókrata, Ciriaco de Mita, sem reynir að blása nýju lífi í fiokkinn með skipun tækni- menntaðra manna í mikilvæg embætti og nútímalegri og lýð- ræðislegri hugmyndum og vinnu- brögðum. Fyrir aðeins einu ári var flokk- ur kristilegra demókrata, sem þá hafði farið með völdin frá stríðs- lokum, afskrifaður og því haldið fram að hann væri að dauða kom- inn. De Mita hefur breytt þessu áliti, haldið uppi andófi gegn Craxi og treyst stöðu flokksins. Hann er staðráðinn í að tryggja að flokkurinn haldi velli í kosn- ingunum. Ein af ástæðunum til þess að kristilegir demókratar samþykktu kosningar nú, þótt tregir væru, var e.t.v. sú að hætt- an, sem þeim hefur stafað frá sósíalistum, er líklega í rénun. Tveimur mánuðum eftir að Fanfani komst til valda náðist samkomulag um ítalska vísitölu- kerfið, sem kennt er um að ítölsk fyrirtæki geta ekki keppt við er- lend fyrirtæki og hefur valdið því að laun hafa hækkað meira en framfærslukostnaður. Eftir 15 mánaða viðræður samþykkti verkalýðshreyfingin breytingu á kerfinu þegar atvinnurekendur höfðu hótað að leggja það niður einhliða. Samkomulagið er talið mikilvægasta afrek Fanfani- stjórnarinnar, en við mikla erfið- leika er að stríða í efnahagsmál- um. Verðbólgan á Ítalíu var 16,5% í fyrra og rúmlega 9% þjóðarinnar eru atvinnulaus. Italíustjórn er ein fárra ríkisstjórna í Evrópu, sem hefur ekki gripið til raun- verulegra aðhaldsaðgerða, og þar sem kosningar hafa legið í loftinu hefur ekki náðst samkomulag um raunverulegan sparnað. Ýmsar hækkanir hafa hins vegar verið samþykktar, nú síð- ast 20% hækkun á járnbrautar- fargjöldum og 3,7% hækkun á rafmagnsverði. Verð á bensíni hefur ekki lækkað þrátt fyrir lækkun olíuverðs á heimsmark- aði. Stjórnin ákvað að nota einn og hálfan milljarð dala, sem sparaðist, til að draga úr miklum halla á fjárlögum. Sósíalista og kristilega demó- krata hefur oft greint á í efna- hagsmálum. En sósíalistar hafa nefnt fáar ástæður fyrir óánægju sinni með stjórn Fanfanis aðra en þá að kristilegir demókratar hafi tekið upp nýja íhaldsstefnu. Sósíalistar réttlæta m.a. til- raunir sínar til að koma af stað kosningum með því, að vegna mikils efnahagsvanda þurfi ítalir trausta, langlífa og styrka ríkis- stjórn, sem geti lagt grundvöll að markvissri stefnu og hrundið henni í framkvæmd í stað þess að stöðugt sé treyst á bráðabirgða- ráðstafanir. Nauðsynlegt sé að hreinsa loftið með nýjum kosn- ingum. Ef sósíalistar fá eins mikla fylgisaukningu og þeir vona má vera að draumur Craxi um for- sætisráðherraembættið rætist. Hugsanlegt er talið að sósíalistar og Lýðveldisflokkurinn auki fylgi sitt nokkuð í kosningunum og hægriöfgamenn telja sig hafa meðbyr nú þegar minnzt er 100 ára afmælis Mussolinis. En al- mennt er ekki búizt við meiri- háttar breytingum á styrkleika- hlutföllum stjórnmálafiokkanna. Vikuritið „II Mondo" segir: „Allir eru sammála um eitt: ekkert mun breytast." ELEGANT SILFURPLETT POSTULÍN — GLERVÖRUR OG MESSING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.