Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 33 Kaupþing hf.; Bjóða einstaklingum og íyrirtækjum gerð greiðsluáætlana Á TÍMUM verðbólgu og verd- lána á fólk oft erfítt með aó gera sér grein fyrir hvort þad geti staftið í skilum meft þær greiðsluskuldbindingar, sem til hefur verið stofnað, t.d. vegna kaupa á fasteign. Fjölmargir aðilar, bæði kaupendur fasteigna og aðrir aðilar sem stunda sjálfstæðan rekstur hafa leitað til Kaup- þings og beðið fyrirtækið að reikna út greiðslukjör lána vegna fjárfestinga. Því hefur Kaupþing ákveðið að bjóða sérstaklega þá þjónustu að gera greiðsluáætlanir fyrir einstaklinga og aðila í at- vinnurekstri. Form þessara greiðsluáætl- ana má laga eftir óskum hvers og eins, en meginhugmyndin er sú að gefa yfirlit yfir mán- aðarlegar og árlega greiðslur bæði miðað við verðlag í dag og einnig miðað við ákveðna forsendu fyrir verðbólgu. Að sögn Kaupþings-manna má t.d. sýna greiðslurnar sem hlutfall af tekjum til að gefa fólki hugmynd um hvernig það þarf að haga fjármálum sínum til að geta staðið í skilum. Lög sett um refsivexti af vanskilaskuldum hins opinbera í Bandaríkjunum I BANDARÍKJUNUM hafa ver- ið samþykkt lög, sem skylda opinbera aðila að greiða reikn- inga fyrir vöru og þjónustu á réttum gjalddögum, en greiða refsivexti ella. Aður en þessi lög voru sett komust viðskiptavinir margra opinberra stofnana í hreinustu vandræði vegna van- skila þeirra. Þessar fróðlegu upplýsingar er að fínna í nýjasta fréttabréfí Verzlunarráðs ís- lands. „Hér á landi eru veruleg brögð að því að opinberar stofnanir greiði ekki reikninga á réttum gjalddögum og neiti jafnframt að borga dráttar- vexti. Fyrirtæki, sem selja þessum stofnunum vöru og þjónustu eiga undir högg að sækja við að leita réttar síns og fá oft þau svör, að viðskipt- um við þau verði hætt, ef þau sætti sig ekki við þessa við- skiptahætti. Verzlunarráðið mun beita sér fyrir því, að ákveðnar regl- ur verði settar um greiðslu dráttarvaxta hjá því opinbera af vanskilaskuldum og er for- dæmi frá Bandaríkjunum ágætur stuðningur í þessu máli,“ segir ennfremur í fréttabréfinu. Um 24% tekjuaukning hjá McDonnell Douglas janúar-marz TEKJUR McDonnell Douglas-fyrir- tækisins bandaríska jukust um 24% á fyrsta ársfjórðungi, þegar þær voru samtals um 59,9 milljónir Banda- ríkjadollara, sem jafngildir um 1.330 milljónum íslenzkra króna, borið saman við 48,5 milljónir Bandaríkja- dollara á sama tíma í fyrra, sem jafngildir um 1.076 milljónum ís- lenzkra króna. Tekjurnar á hvern hlut eru á 1. ársfjórðungi 1,51 Bandaríkjadoll- ar, en voru til samanburðar um 1,23 Bandaríkjadollar á hvern hlut á sama tíma í fyrra. Magnús var inntur eftir því hvort áskriftar- og auglýsingaverð fyrirtækisins hefði verið hækkað að raungildi síðan hann tók við rekstrinum. „Við höfum ekki þurft að gera það. Meginatriðið var að fjölga viðskiptavinum, bæði áskrifendum og auglýsendum. í því sambandi vil ég geta þess, að auglýsingaverð hjá okkur er um 12% lægra að raungildi en það var þegar ég tók við og áskriftarverðið er um 5—6% lægra," sagði Magn- ús. Hvernig er þá afkoma fyrirtæk- isins? „Eins og ég gat um í upphafi stefnir í að allverulegur rekstr- arhagnaður verði þegar á þessu ári. Um verulegt tap var að ræða á síðasta ári, en því dæmi hefur nú verið snúið við. Greiðslu- fjárstaðan hefur verið erfið, en það stefnir í rétta átt og ætti að vera komið í viðunandi horf á þessu ári. Eitt fyrsta verk mitt þegar ég tók við var að semja við alla lánardrottna um vanskila- skuldir. Þegar þessir hlutir voru komnir í lag var tekin ákvörðun um hlutafjáraukningu upp á 3 milljónir króna. Það var ákveðið 28. október og var allt hlutaféð inngreitt fyrir síðustu áramót," sagði Magnús. Um framtíðaráform fyrirtækis- ins sagði Magnús: „Fyrirtækið mun halda áfram útgáfu blaðanna átta, sem koma út annan hvern mánuð nema Ökuþór þriðja hvern. Aðstæður í þjóðfélaginu leyfa hins vegar ekki aukna útgáfutíðni að sinni. Fyrirtækið mun auka þjón- ustu sína á sviði bæklinga- og blaðagerðar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Það hefur verið happ fyrirtækisins, að hér starfar úr- valsstarfsfólk, sem hefur stuðlað að svo skjótu uppbyggingarstarfi, sem raun ber vitni. Framtíðar- markmið mitt er að bæta gæði og útlit blaðanna og að gera fyrir- tækið að traustu og áreiðanlegu fyrirtæki á viðskiptasviðinu." Að síðustu var Magnús Hregg- viðsson inntur eftir ástæðum þess, að hann fór út í fyrirtækjarekstur, eftir að hafa starfað sem endur- skoðandi og rekstrarráðgjafi um 13 ára skeið og hvort uppbygg- ingarstarfið hafi ekki verið erfitt. „Mér fannst hreinlega vera kom- inn tími til að fara hinum megin við borðið, ef svo má að orði kom- ast, og spreyta mig sjálfur í stað þess að vera alltaf í hlutverki ráðgjafans. Enda hefur komið á daginn, að ég sé alls ekki eftir þeim skiptum. Hvað varðar upp- byggingarstarfið, þá hefur það auðvitað verið erfitt, en það er ákveðinn kostur að koma inn í fyrirtæki, sem var jafn illa statt. Þá er auðveldara að gera nauð- synlegar breytingar. Allir aðilar eru mun jákvæðari fyrir slíku og samheldnin meiri meðan verið er að komast yfir erfiðasta hjallann." The American Boychoir Ameríski drengjakórinn Besti drengjakór Bandaríkjanna. TONLEIKAR í Gamla Bíó fimmtudaginn 19. maí kl.20.00. föstudaginn 27. maí kl. 20.00. Langholtskirkja mánudaginn annan í Hvítasunnu 23. maí kl. 17.00. * Solignum cokxjrless woodpreservatve ALLTTIL FÚAVARNA r‘ Wöodex RR BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.