Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 1

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 1
80 SÍÐUR 114. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Habib á fundi með Mubarak Kaíró, 21. maí. AP. PHILIP C. Habib, sérlegur fulltrúi Bandaríkjaforseta í fridarviðræðun- um fyrir botni Miðjarðarhafsins sagði í dag, að samkomulag það, sem náðst hefði milli ísraels og Líb- anons ryddi leiðina til þess að kalla allt erlent herlið burt frá Líbanon og skoraði hann á alla „sanngjarna menn“ að styðja það. Sagði Habib þetta að afloknum klukkustundar löngum fundi hans og Hosni Mub- araks Egyptalandsforseta í morgun. Óvenjulegt er, að Habib ræði jafn ítarlega við fréttamenn og hann gerði og þykir það benda til bjartsýni hans um framvindu mála á næstunni, en hann kvaðst mundu fara aftur til ísraels og Líbanons næstu daga. Kamal Hassan Aly, utanríkis- ráðherra Egyptalands, sagði í dag, en hann sat fund þeirra Hab- ibs og Mubaraks, að egypzka stjórnin styddi viðleitni Banda- ríkjamanna til þess að fá allt er- lent herlið burt frá Líbanon. Skoraði hann á Sýrlandsstjórn að hefja viðræður við bandarísk stjórnvöld í þessu skyni, svo fljótt sem tök væru á. Fundarhöld 600 SS-manna Bad Hersfeld, 21. maí. AP. RÚMLEGA 600 fyrrum félagar í Kanadamenn framseldu stríðs- glæpamann Toronto, 21. maí. AP. KANADÍSK yfirvöld framseldu í gær Albert Helmut Rauca til Vestur-býskalands, en hann er grunaður um að hafa á samvisk- unni morð 11.000 gyðinga í Litháen í síðari heimsstyrjöldinni. Vestur-þýsk yfirvöld hafa all lengi reynt að fá hinn 74 ára gamla Rauca framseldan. Ákær- an sem lögð hefur verið fram á hendur honum hljóðar upp á morð á 11.584 gyðingum. Var Rauca yfirmaður í SS-sveitum í Litháen, en hann er sakaður um að hafa myrt með eigin hendi fimm fórnarlambanna, en fyrir- skipað morð hinna. Rauca hefur til þessa barist með kjafti og klóm gegn því að vera framseldur, og haft um sig fjölmennt og harðsnúið lið lög- fræðinga, en í gær hætti hann baráttunni. Hann kom til Kan- ada löglega árið 1950 og gerðist kanadískur ríkisborgari sex ár- um síðar. | SS-sveitum Adolfs Hitler komu til borgarinnar Bad Hersfeld á föstu- daginn og ætla þeir að hittast í sam- komusal í borginni í dag. Þetta er í fimmta skiptið á jafn mörgum árum sem mennirnir koma saman á þess- um stað og eru bæjarbúar allt annað en ánægðir. Búist er við því að allt að 10.000 manns taki þátt í mótmælaað- gerðum sem beint verður gegn hópnum og fundinum. Einn borg- arbúi sagði í gær að stefnt væri að því að þetta yrði síðasti nasista- fundurinn sem haldinn væri í Bad Hersfeld. Annar sagði: „Við vilj- um ekki hafa þennan lýð í bæn- um.“ Þó að borgarbúum sviði það sem þeir kalla að „fortíðin sé að reyna að ná yfirtökunum", er ann- að sem sem þeir óttast meira. Það er að hin vaxandi hreyfing nýnas- ista í Vestur-Þýskalandi líti á fundarhöldin sem hvatningu til að láta meira að sér kveða. Er jafnvel búist við ofbeldi af þeirra hálfu og voru búðareigendur í miðborginni hvattir til að ganga tryggilega frá gluggum og læsingum. Nasistafundurinn hefur haft margvíslegar leiðinlegar afleið- ingar í för með sér fyrir borg- arbúa. Ýmsum lista- og menning- arviðburðum hefur orðið að fresta vegna þess að þátttakendur hafa ekki viljað dvelja í sama bæ og umræddir nasistar. Hvítir kollar í góda vedrinu Morjfunblaóið Kristján Skólar landsins eru nú óðum að Ijúka vetrarstarfinu og sífellt bætast fleiri hvítir kollar í hópinn. Þessi mynd var tekin á fóstudag af nýstúdentum frá Menntaskólanum í Kópavogi. Álíka traustur sumarboði og skógarþröstur eða lóa. Herinn í S-Afríku í viðbragsstöðu — eftir sprenginguna í Pretoríu, þar sem 17 manns biðu bana Pretoríu, 21. maí. AP. LÖGREGLUMENN og sveitir úr her Suður-Afríku slógu í gærkvöldi hring um miðhluta Pretoríu, höfuð- borgar landsins, eftir sprengingu, sem varð þar í gær, en þá létu 17 manns lífið og um 200 særðust, sumir mjög hættulega. Er þetta háskalegasti atburður af þessu tagi, sem orðið hefur í sögu landsins og hefur hann vakið mikla skelfingu og óhug á meðal fólks. Her og lög- reglu hefur verið skipað að vera í viðbragðsstöðu. Nánari könnun hófst í dögun í morgun á blóði drifnu umhverf- inu þar sem sprengingin varð. Er Sakharov neitað um læknisþjónustu Moskva, 21. maí. AP. YELENA Bonner, eiginkona Andrei Sakharovs, sagði í gær að sovésk yfirvöld hefðu mcinað eiginmanni sínum að fara í hjartaaðgerð í Moskvu og lífi hans væri ógnað af slæmri heilsu og „martraðarlegum** ofsóknum leynilögrcglunar. Erú Bonner beindi orðum sínum ekki hvað síst til stuðningsmanna Sakharovs á Vesturlöndum. Hvatti hún þá til að láta ekki af tilraunum sínum til að setja þrýsting á sovésk stjórnvöld, ef það gæti orðið til þess að þau leyfðu honum að flytjast úr landi. Hafa þau Sakharov-hjónin mikinn áhuga á því, einkum hafa þau áhuga á því að þekkjast boð Norð- manna um að setjast að í Noregi. .Ég vona að engar lygar sov- éskra yfirvalda dragi úr möguleik- unum á því að við fáum að flytjast burt frá Sovétríkjunum. Fyrir eig- inmann minn er að hrökkva eða stökkva. Hann hefur tvo valkosti. Annar er að deyja, hinn er að fara úr landi," sagði frú Bonner. Sovéska vísindaakademían vék að Sakharov í fréttatilkynningu sem hún birti í gegnum TASS, hina opinberu sovésku fréttastofu. Þar var ekki minnst einu orði á umsókn Sakharovs og konu hans um að fá spítalavist í Moskvu, en frú Bonner hefur ekki síður en Andrei Sakharov maður hennar verið hjartaveik. Akademían gagnrýndi hins vegar Ronald Reagan harðlega fyrir að að gera gærdaginn að sérstökum „Sakharov-degi“, en Sovétmaður- inn átti 62 ára afmæli í gær. ákaft leitað að einhverju, sem gefið gæti upplýsingar um hverj- ir bera ábyrgð á sprengingunni, en hún varð kl. 16.30 að staðar- tíma og einmitt á þeim tíma, sem þúsundir manna voru á leið heim frá nærliggjandi skrifstofubygg- ingum, en margar þeirra hýsa ráðuneyti stjórnarinnar. Er sprengjan sprakk, féll fjöldi fólks um koll. „Þetta var eins og í stríði,“ sagði maður, sem lifði sprenginguna óskaddaður af. Magnus Malan, varnarmála- ráðherra Suður-Afríku, sagði í dag, að allt yrði gert til þess að hafa upp á þeim, sem staðið hefðu að sprengingunni, til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeim. Þjóðarráð blökkumanna hefur lýst yfir velþóknun sinni á sprengingunni og réttlætt hana með því, að hún hafi fyrst og fremst beinzt gegn fólki úr her Suður-Afríku og því hafi hér ver- ið um hernaðaraðgerð að ræða gegn stjórn landsins og aðskiln- aðarstefnu hennar. Talsmaður þjóðarráðsins vildi hins vegar ekki staðfesta, að það hefði staðið að sprengingunni og að það tæki á sig ábyrgðina á henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.