Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 5 — dagskrá á aldarfjórðungsártíð Steins Steinarrs Eldfuglinn Á dagskrá kl. 22.10 er kanad- ísk ballettmynd, Eldfuglinn (L’Oiseau de Feu). Tónlistin er eftir Igor Stravinsky, Sinfóníu- hljómsveitin í Montreal leikur, Charles Dotoit stjórnar. Mynd- in hlaut gullverðlaun á sjón- varpsmyndahátíð í Prag 1980. Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 í kvöld, hvítasunnu- dagskvöld, er finnsk barna- mynd, Villigróður. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. „Það vex eitt blóm fyrir vestan“ Á dagskrá hljóðvarps kl. 14.10 er þáttur sem nefnist „Það vex eitt blóm fyrir vestan’*. Dagskrá á ald- arfjórðungsártíð Steins Steinarrs í samantekt Hjálmars Ólafssonar. — Steinn Steinarr lést á hvítasunnudag fyrir 25 árum, sagði Hjálmar, — og þessi dagskrá er tekin saman af því tilefni. Ég flyt svolítið spjall inn á milli upplestra, en þeir sem lesa þarna með mér eru Lárus Pálsson, Óskar Halldórsson, Herdís Þorvaldsdóttir og skáldið sjálft. Við lesum ljóðin hans og nokkuð af óbundnu máli, sem hann gaf út í litlu kveri, „Við opinn glugga". Inn á milli verður svo sungin og leikin tónlist við kvæði Steins. Steinn Steinarr Yfir Kjöl Á dagskrá sjónvarps I kvöld kl. 20.40 er kvikmynd sem ísfilm hefur gert og hlotið hefur nafnið Yfir Kjöl. Er þar fetað í fótspor dansks liðsforingja og könnuðar, Daniel Bruuns, sem fór ríðandi suður Kjöl árið 1898 ásamt dönskum málara og islenskum fylgdarmönnum. Landstjórn- in hafði veitt honum styrk til að varða Kjalveg hinn forna, svo að hann mætti á ný verða ferðamannaleið. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. Myndina, sem hér fylgir með, tók Jóhannes Klein, og er hún af íslensku fyigdarmönnunum. Hljóövarp á hvíta.sunnudag kl. 14.10: llljóóvarp á annan í hvílasnnnn kl. 1 (>.20: Afram hærra — dagskrá um kristileg málefni Á mánudag, annan í hvíta- sunnu, kl. 16.20 er á dagskrá hljóðvarpsþáttur sem nefnist Áfram hærra. Dagskrá um kristi- leg málefni. Umsjónarmenn: Ás- dís Emilsdóttir, Gunnar H. Ingi- mundarson og Hulda H.M. Helgadóttir. Gunnar H. Ingimundarson sagði: — Stofnun kristinnar kirkju má rekja til hins fyrsta hvítasunnudags, er heilagur andi kom yfir lærisveina Jesú Krists. í þættinum, sem helgað- ur er hvitasunnunni, verður fjallað um kirkjuna, heilagan anda og hvað það er, sem krist- in kirkja leggur áherslu á í boð- un sinni. Þá verður og leikin trúarleg tónlist af léttara tag- inu, svokölluð „gospel-tónlist". Efnið ætti því að höfða til allra aldurshópa. Toronto Winnipeg 14. júlí - 4. ágúst 3ja vikna dvöl í Toronto, 3ja vikna dvöl í Winnipeg, bílaleigubíll, Florida, Hawaii, stórborgir á vesturströndinni eöa hvað annað sem hugurinn girnist. Leiguflugið til Toronto og þaðan yfir til Winnipeg er einstaklega ódýr byrjun á góðri ferð til Vesturheims. Kína 18. ágúst-11. september. Ævintýraferðin í ár er til Kína í fylgd þaulkunnugs íslensks fararstjóra. Ferðin hefst með 1 nætur dvöl í London en síðan er flogið til Peking og ekið þaðan vítt og breitt um landið, alla leið suður til Hong Kong. Hér verður hver dagur nýtt og framandi ævintýri sem aldrei gleymist. Bændaferð 16. - 28. júní Stórskemmtileg bændaferð til Skotlands. Ekið er víða um landið, gist í frægum borgum og fallegum bæjum, víðfrægir ferðamannastaðir heimsóttir og jafnvel kíkt á Loch Ness skrímslið! Frægir og athyglisverðir búgarðar sóttir heim og ótal margt fleira gert sem jafnt heillar hinn almenna ferðamann og er stórfróð- legt fyrir allt landbúnaðarfólk. Rútuferðir Við minnum i lokin á hinar sívinsælu rútuferðir um mið-Evrópu, 8-landa sýn, 6-landa sýn, Rínarlönd og Jersey/ Frakkland. Nú seljum við síðustu sætin í hverri rútu! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Sovétríkin 15. júlí - 5. ágúst 5.-26. ágúst. Tvær þriggja vikna ferðir til Moskvu, Leningrad og Sochi ásamt fimm nátta dvöl í Kaupmannahöfn. Dvalist er í tíu daga á hinum frábæru baðströndum Svartahafsins við Sochi, í óviðjafnanlega fögru umhverfi þessa stærsta og fræg- asta sólbaðsstaðar Sovétríkjanna. Helsinki 16. júlí - 3. ágúst Helsinki-ferðin er á einstaklega hag- stæðu verði og nú opnast kórum, lúðrasveitum, íþróttafélögum og ótal öðrum félagasamtökum ásamt auðvitað einstaklingum langþráð og kærkomið tækifæri til þess að heimsækja Finnland með ævintýralega litlum tilkostnaði. 18. júní-1. júlí Vegna langra biðlista í ferðirnar til sumarhúsanna í Eemhof i Hollandi efnum við til sérstakrar aukaferðar til Kemper- vennen sumarhúsanna á landamærum Hollands og Belgíu. Þessi hús og öll sú aðstaða sem þeim fylgir voru byggð í vetur og óhætt er að fullyrða að aðbún- aðurinn í Kempervenneni eigi eftir að koma farþegunum hressilega á óvart með stærð sinni og glæsileika. Sumarhús í Danmörku 11.-30. júní 1.-22. júlí 22. júlí - 11. ágúst Þrjár bráðsmellnar og óvenjulegar ferðir á ótrúlega glæsilegum kjörum fyrir alla aðildarfélaga. Ekið er vítt og breytt um landið og dvalist í glæsilegum sumar- húsum á þremur stöðum í Danmörku. Skemmtileg blanda af rútu- og sumar- húsaferð. Átta safáríkar Ný sumarhús í Hollandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.