Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAl 1983
Rússneskar
nunnur myrtar
f Jerúsalem
Jerúsalem, 20. maí. AP.
SÉRSTÖK rannsókn var fyrir-
skipuð í dag á morði á mæðgum,
sem voru nunnur í rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni í Jerúsalem.
Kirkjan nýtur stuðnings frá Sovét-
ríkjunum.
Upp komst um morðið í morgun,
þegar nunnurnar mættu ekki til
morgunverðar í nunnuklaustri
hinnar rússnesku kirkju Jóhann-
esar skírara í vesturúthverfinu
Ein Karem. Nunnurnar fundust
látnar á gólfi herbergis síns og
höfðu verið reknar í gegn mörgum
sinnum.
Móðirin var fædd 1915 og dóttir
hennar 1940. Þær höfðu verið í
rússnesku kirkjunni í Jerúsalem
síðan 1945.
Lögreglustjórinn í Jerúsalem,
Yehoshua Caspia, sagði að kvart-
anir hefðu borizt um skemmdar-
verk og tilraun til íkveikju í kirkj-
unni, en að öðru leyti hefði allt
verið þar með felldu á síðari árum.
ísraelska útvarpið sagði að inn-
brotstilraun hefði einnig verið
gerð skammt frá í frönsku nunnu-
klaustri í Ein Karem, þar sem
munnmæli herma að Jóhannes
skírari sé fæddur.
Nunnurnar voru úr hinni svo-
kölluðu „rauðu rússnesku" kirkju,
eins og kirkja sú sem sovétstjórn-
in styður er kölluð, til aðgrein-
ingar frá „hvítu rússnesku" kirkj-
unni, sem nýtur stuðnings rússn-
eskra útlaga. Aðalstöðvar hvít-
rússnesku kirkjunnar eru í New
York og hún rekur einnig kirkju í
Jerúsalem.
Iðnskólinn í Reykjavík
Innritun
fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1., 2. og 3.
júní kl. 9.00—18.00 og í lönskólanum í Reykjavík á
Skólavöröuholti 6. júní kl. 13.00—18.00.
Póstlagöar umsóknir sendist í síöasta lagi 1. júní.
Umsóknum fylgi staöfest afrit af prófskírteini.
1. Samningsbundiö
iðnnám.
Nemendur sýni námssamning eöa sendi staöfest afrit
af honum.
2. Verknámsdeildir Framhaldsdeildir
Ðókiönadeild Offsetiönir Prentiðnir Bókband
Fataiönadeild Kjólasaumur Klæöskuröur
Hársnyrtideild Hárgreiösla Hárskuröur
Málmiðndeild Bifvélavirkjun Bifreiöasmíöi
Rennismíöi Vélvirkjun
Rafiöndeild Rafvélavirkjun Rafvirkjun Rafeindavirkjun (útv.virkjun) skriftvélav.)
Tréiöndeild Húsasmíði Húsgagnasmíöi
3. Tækniteiknun.
4. Meistaranám byggingarmanna. Húsasmíöi, múrun og pípulögn.
5. Fornám.
lönskólinn í Reykjavík.
Alltaf
í hádeginu
Sjávarréttahlaðborð meö
úrvali heitra og kaldra rétta
— o —
Hvítasunnudagur
Kvöldveröur:
Skeldýrakoktail.
Steikt villigæs meö waldorfsalati og parísarkartöflum.
Sherry Triffle.
— O —
2. hvítasunnudag
Kvöldverður:
Graflax meö sinnepssósu.
Heilsteiktar nautalundir bordelaise meö rauövínssósu,
sveppum og bakaðri kartöflu.
Marineraöir ávextir Peter Heering.
lorion
RESTAURANT
AMTMANNSSTÍGUR 1
TEL. 13303
MetsöluUad á hverjum degi!
Aðalfundur
Kaupfélags
Þingeyinga
Húsavík. 13. maí.
AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingey-
inga 1983 var haldinn í Félagsheim-
ili Húsavíkur þann 7. maí sl.
Teitur Björnsson stjórnarfor-
maður stýrði fundi og minntist
látinna félaga.
Kaupfélagsstjóri og stjórnarfor-
maður gátu þess í framsöguræð-
um að liðið ár var afmælis- og há-
tíðarár Kaupfélags Þingeyinga og
allra samvinnumanna. Var þess
minnst með ýmsum hætti og bar
þar hæst samvinnuhátíðina að
Laugum i júnímánuði.
Veltuaukning á árinu var um
66,5% í verslun og 76,7% í iðnaði,
sem var talið mjög viðunandi.
Kostnaður hækkaði þó einnig mik-
ið, einkum vaxta og fjármagns-
kostnaður, sem varð 130% meiri
en árið áður. Þessir vextir leggjast
þyngst á versiunina sem er aug-
ljóslega rekin með verulegu tapi,
en bókfærður rekstrarhalli félags-
ins varð 1,8 millj.
Úr stjórn áttu að ganga Teitur
Björnsson, Jóhann Hermannsson
og Jónas Egilsson og voru allir
endurkjörnir.
Úthlutað var úr Menningarsjóði
K.Þ.: Til Ásgeirs H. Steingríms-
sonar kr. 10.000, Héraðssambands
S-Þingeyinga kr. 10.000, Ræktun-
arfélags Norðurlands kr. 6.000,
Tónlistarskóla Húsavíkur kr.
6.000.
Mikið var rætt um afurðasölu-
mál landbúnaðarins og m.a. sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur K.Þ. 1983 skorar á
bankaráð Seðlabankans að flýta
greiðslum afurðalána til slátur-
leyfishafa frá því sem verið hefur.
Telur fundurinn það sanngirnis-
kröfu að 60% lánsupphæðar, mið-
að við fyrra árs framleiðslu, sé
greidd fyrir 20. október, en full-
naðargreiðslu sé lokið fyrir 1. des-
ember.“
KrétUrilvi.
Sérstakt ferðatilboð í tengslum
við „I love New York"
Það er ómögulegt að láta sér leiðast i New
York. Pað er alltaf hægt að finna eitthvað
nýtt og skemmtileg við sitt hæfi. leikarar
fara til New York til að sjá söngleikina á
Broadway, æfingaleikhúsin í SoHo og
Creenwich Village, og frumsýningaleikina á
44. götu. Á Upper East Side rekur Sella
Pálsson þekktan leiksýningastað Söngvarar
sækja söngskemmtanir í Town Hall og
Lincoln Center t.d. hiá Metropolitan Opera
House. Par söng Maria Markan á sínum
tíma. Listamenn sækja sýningar The
Cloisters, The Frick Collection, Cuggenheim
Museum og Museum of Modern Art,
Cuggenheim á það til að sýna verk eftir
Nínu Tryggvadóttur.
Ef þú vilt versla eins og innfæddur Manhattan-
búi, þá skaltu skoða þig um i Bloomingdales og
hjá Saks Fifth Avenue, en þess skal getið að
þessar verslanir eru ekki þær ódýrustu í
borginni. Ef þú vilt fara á veitingastað, þar
sem New York .stjörnurnar' koma til að
sýna sig og sjá aðra, er reynandi að kíkia inn
á Sardis i hádeginu, .21' club í kvöldmat,
og hiá Elaines eftir miðnætti.
Sérstakt Flugleiða tilboð til þeirra sem
vilja notfæra sér vorskemmtanir stór-
borgartnnar glæsilegu. - leikhús, söng-
leikl, óperur, balletta, Jazzklúbba,
tónlelka, listsýningar, uppboð, o.fl., o.fl.
Flugferðir í maí frá 11.003.00 krónum.
Gistlng í 7 daga á góðu hóteli frá 4.813.00
krónum.
FLUGLEIDIR S
___ Gott fólk hjá traustu félagi Æ.
EWYORK