Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
leg eins og að líkum lætur, og þar
var ég svo lánsamur að kynnast
Nínu Tryggvadóttur lítillega. Hún
kom stundum á kaffihús þar sem
við íslendingarnir sátum oft, og
eitt sinn sagðist hún hafa áhuga á
að koma á vinnustofu mína og sjá
hvað ég væri að gera. Það var auð-
sótt mál, en vinnustofan var raun-
ar aðeins lítið hótelherbergi þarna
skammt frá. Svo fór að hún bauð
mér að vera með á sýningu hennar
og fleiri listamanna 1955, og það
var í fyrsta skipti, sem ég sýndi
verk mín opinberlega. Alla tíð síð-
an hef ég verið henni þakklátur
fyrir þetta, og á sýningunni hlotn-
aðist mér sá heiður að sýna innan
um marga mjög kunna málara,
svo sem Herbin, Vasarely og fleiri.
— Ég sá sýninguna að vísu ekki
sjálfur, en Jón óskar sá hana og
sagði mér, að ég hefði fengið pláss
í sama sal og þessir frægu listam-
enn. Sjáfur var ég farinn heim, er
sýningin var opnuð."
„Ljóðrænn
abstraktmálari“
— Hvernig skilgreinir þú sjálf-
an þig sem listmálara, og hvaða
breytingar hafa orðið á þeim ár-
um, sem liðin eru frá sýningunni í
Listamannaskálanum 1956?
„Helst vildi ég nú sleppa við að
skilgreina sjálfan mig eða það sem
ég er að fást við, en kunningi minn
einn hefur sagt að ég hafi breyst
frá því að vera „harður geometr-
ískur málari" í að að vera nú „ljóð-
rænn abstraktmálari". — Öllu
lengra færðu mig ekki í þessari
umræðu, og þetta er sagt algjör-
lega án ábyrgðar, en um leið get ég
þó sagt að ég er þessu sammála að
mestu leyti!"
— Fígúratívar myndir höfða
ekki til þín?
„Ekki á þann hátt að mig langi
til að mála slíkt verk, nei. Áður
einhverjum sérstökum hughrifum,
til dæmis þeim sömu og þú sjálfur,
eða aþeim sem þú ert að reyna að
koma til skila?
„Nei, alls ekki. Engir tveir menn
geta skynjað málverk á sama hátt,
og fráleitt er að ætla að menn
verði fyrir einhverjum fyrirfram
ákveðnum hughrifum frá málar-
anum. — Síst af öllu þegar um
abstraktmálverk er að ræða. Ég
vona á hinn bóginn að menn verði
fyrir einhverjum áhrifum af verk-
um mínum, og helst vildi ég að
þau gætu gert menn að betri
mönnum."
— En búa einhver sérstök
hughrif í hverri mynd frá þér?
„Ekki á þann hátt, að í ein-
hverju sérstöku skapi setjist ég
niður og ljúki við mynd og komi
tilfinningum mínum á blað eða
léreft. Ég er ekki expressíonískur
málari, sem lýk myndum mínum á
tveimur tímum, ég er miklu leng-
ur, allt upp í tvö ár, að ljúka við
myndirnar, og er með fjölmargar í
vinnslu í einu. — Hughrif eru
vitaskuld að baki öllum myndum,
en þau geta verið mörg, ótal mörg,
því tíminn er svo langur. Og eitt af
því sem gerist líka oft er það, að
málverkið sjálft tekur af manni
völdin, það breytist og verður á
endanum allt annað en til var ætl-
ast í upphafi. Oftast eru það bestu
myndirnar, sem þannig verða til.“
Flaggað í hálfa stöng!
— Skemmtilegt er að fletta
gömlum blöðum, og sjá hvað sagt
var um sýningar Hafsteins á hin-
um ýmsu tímum. Árið 1960 hélt
hann sýningu á Akureyri, og þá
mátti meðal annars lesa eftirfar-
andi í íslendingi: „Það er von
þeirra sem að sýningu Hafsteins
standa, að hún verði vel sótt, því
að við Akureyringar eigum nokk-
uð undir því að hún heppnist vel,
Hafsteinn á fyrstu málverkasýningu sinni í Listamannaskálanum 1956. í
baksýn er eitt málverkanna á sýningunni, en til hægri skúlptúr úr tré eftir
Hafstein.
fyrr gerði ég talsvert af slíku, það
gat jafnvel komið fyrir að maður
málaði sama mótífið út um glugga
í heilan vetur, málaði ótal „húsa-
partý“ hvert á fætur öðru. Hið
óhlutbundna hefur síðan átt meira
í mér, en um leið vil ég taka fram,
að ég hef síður en svo á móti
landslagsmyndum eða öðru fígúr-
atívu málverki. — Málverk er gott
eða slæmt, alveg án tillits til þess
í hvaða stíl það er málað eða undir
hvaða áhrifum, alveg á sama hátt
og málverk af ljótri konu getur
ekki síður verið gott málverk en
mynd af fallegri konu.
Ég hef alla tíð verið mikið úti í
náttúrunni, en hef þó látið vera að
festa hana á léreft. Um leið er þó
rétt að taka fram, að ég verð fyrir
miklum áhrifum úti í náttúrunni,
og þess má vafalaust sjá merki í
myndum mínum."
Engir tveir skynja
á sama hátt
— Er þér mikið í mun að þeir,
sem horfa á verk þín, verði fyrir
því að þá er von um framhald á
slíkum sýningum málara okkar,
en á því hefur verið mikill hörgull,
að okkur gæfist kostur á að fylgj-
ast með í þessum efnum."
— Gerðir þú góða ferð norður,
Hafsteinn?
„Já og nei,“ segir listamaðurinn
og hlær við. „Það var gaman að
fara norður, og aðsóknin var ágæt,
en ég seldi bara eina mynd, og það
var Reykvíkingur sem keypti
hana! Það að ég fór norður atvik-
aðist þannig, að Ásgeir Jakobsson
bjó þá nyrðra, og falaðist eftir að
ég kæmi til Akureyrar eftir að
sýningu, sem ég var með í Reykja-
vík, lyki. Ég sló til, og sýningin var
ákveðin í Gagnfræðaskólanum.
Ásgeir sendi út fjölda boðskorta,
og fólk dreif að, ekki vantaði það.
Ásgeir komst þó ekki á sýninguna
sjálfur af einhverjum ástæðum, og
varð ég því einn að taka á móti
fólkinu. Það gekk í salinn og tók i
höndina á mér, en raðaði sér síðan
upp í hring og horfði á mig halda
áfram að heilsa nýjum gestum!
Eitthvað var þetta vandræðalegt,
en smám saman lagaðist þetta þó,
í tilefni sýningar Hafsteins f Unuhúsi 1966 lét Ragnar í Smára gera kynn-
ingarrit um listamanninn, þar sem var aó finna litprentun á einu verka
Hafsteins og ritgerð um hann eftir Þorstein frá Hamri. Hér sést forsíða
ritsins.
en ekki voru nú Akureyringar yfir
sig hrifnir af abstraktmálaranum!
Einn mann þekkti ég, sem kom
á sýninguna, en það var Gunnar
Reynir Sveinsson tónlistarmaður,
sem þá kenndi á Akureyri. Bað ég
hann að draga fána að hún fyrir
utan, til að fá meiri stemmningu,
og gerði hann það. — Skömmu eft-
ir að hann fór út kemur hann svo
hlaupandi inn aftur, og segir allt
vera fast! „Fast“ spyr ég, „hvað er
fast?“ — „Fáninn," segir hann,
„hann er fastur í hálfri stöng, og
fer hvorki upp né niður!“ — Þetta
reyndist rétt og varð að fá slökkvi-
liðið til að ná honum niður ef ég
man rétt.
— Já, það var bara gaman að
fara norður með sýninguna!"
Réð sjálfur
Austmannsnafninu
— Hvaðan kemur Austmanns-
nafnið, Hafsteinn, er það gamalt
ættamafn eða tókst þú þér það
sem listamannsnafn?
„Hvorugt. Ég réð sjálfur hvað
ég var skírður á sínum tíma, og
kaus þá að heita Hafsteinn Aust-
mann! — Ástæður þessa voru þær,
að ég var ekki skírður þegar ég var
barn; foreldrar mínir voru harðir
kommar, og munu ekki hafa talið
kristilega skírn sérstaklega mik-
ilvæga! — Þegar ég er svo orðinn 6
eða 7 ára, er ég var í sveit austur í
Biskupstungum. Þá kemst þetta
upp þegar presturinn kom að skíra
börn á bænum, og fólki finnst
ótækt að ég skuli ekki hafa verið
skirður. Það er drifið í að skíra
mig, og ég sagði sjálfur til nafns,
kvaðst vilja heita Hafsteinn eins
og ég hafði alltaf verið kallaður,
en bætti Austmann við. — Þar
komu til áhrif frá því að ég var
fæddur á Vopnafirði, og hugsaði
talsvert austur eftir að ég fór að
komast til vits. Fullu nafni heiti
ég því Hafsteinn Austmann
Kristjánsson, og á opinberum
plöggum nefnist ég Hafsteinn A.
Kristjánsson! — Ég hef ekki viljað
breyta því, auðvitað held ég mínu
föðurnafni, en þó má segja að
þetta sé orðið hálfgert dulnefni! —
Austmann finnst mér aftur prýði-
legt listamannsnafn, og set það á
myndir mínar."
OLÍS-menn
halda hópinn
— Að loknu þessu síðasta
vatnslitamyndatímabili, hvað tek-
ur þá við?
„Ég veit það varla ennþá, en ég
er þó farinn að fást við olíuliti á
ný, er að vinna að nokkrum mynd-
um þessa dagana, enda reyni ég
helst að mála eitthvað á hverjum
degi, lykta svona aðeins af túbun-
um að minnsta kosti! — Kannski
set ég eitthvað af þessum myndum
á sýningu hjá „Listmálarafélag-
inu“ — OLÍS, eins og gárungarnir
kalla það, en við verðum með sam-
sýningu á Kjarvalsstöðum í júní.“
— Þið haldið hópinn eitthvað,
OLÍS-menn?
„Já, þetta er félagsskapur sem
stofnaður var fyrir fáum misser-
um, og við reynum eitthvað að
halda hópinn, hittumst og ræðum
málin, og sýnum saman. Upphaf-
lega átti þetta félag nú að heita
einfaldlega „Málarafélagið", en
húsamálarar gátu ekki hugsað sér
að leyfa okkur afnot af stéttar-
heiti sínu, svo orðið „list“ varð að
koma framan við, þótt það sé á
margan hátt útþvælt. Þa er gam-
an að vera í félagi eða samtökum
af þessu tagi, það eru ekki svo
mörg tækifæri sem málarar hafa
til að hittast. — Áður var meira
um þetta, til dæmis þegar Lista-
mannaklúbburinn var í Leikhús-
kjallaranum, eða þegar listamenn
hittust uppi á lofti í Naustinu á
þurrum kvöldum."
Þar með var sleginn botninn í
viðtalið að þessu sinni, eftir
ánægjulega dagstund heima hjá
Hafsteini og í vinnustofu hans úti
í Skerjafirði, og skemmtilega
heimsókn á sýningu hans í Lista-
safni ASÍ. — Ýmislegt verður að
bíða næsta viðtals, svo sem
skemmtileg frásögn af dvöl í Circ-
olo Scandinavo í Róm og annarri í
Árósum í Danmörku, og margt
fleira.
Sýningu Hafsteins Austmann
lýkur á morgun, annan í hvíta-
sunnu, og er opið í dag og á morg-
un frá klukkan 14 til 22.
— AH