Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Karatefélag Reykjavíkur Nýtt byrjendanámskeiö í karate er aö hefjast. Innritun veröur í Ármúla 36, vikuna 23. til 28. maí milli kl. 19—21, sími 35025. Aldurstakmark 14 ár. Karate er spennandi og skemmtileg íþrótt. Afbragðs líkamsrækt og fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á. Karate er jafn fyrir konur og karla. SÍMASKRÁNA íhlííóarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. Fæst í öllum bóka- og ritfangaverslunum Múlalundur Símar: 38400 - 38401 - 38405 og 38667 Áskriftarsíminn er 83033 Jón Nordal Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Jón Nordal Choralis. Saint-Saens Píanókonsert nr. 2. Korsakoff Sjerasade. Einleikari: Gabriel Tacchino. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einangrun okkar Islendinga „norður við heimskaut í sval- köldum sævi“ gerir okkur næma á alla eftirtekt er samlandar Gabriel Tacchino okkar kunna að vekja á erlend- um vettvangi. Það er stutt síðan að á nær öllum sviðum vorum við ekki taldir jafnokar erlendra manna og það sem verra var, þetta var nærri bjargföst trú manna, sem enn í dag liggur læ- vís í leynum alls staðar. Kynni okkar af umheiminum hin síðari árin hafa sannfært okkur um það hversu einstaklingurinn er verðmætur, dýr gersemi, ekki aðeins í fámenni, heldur og með- al milljónanna. íslenskir af- burðamenn hafa smám saman opnað leiðir út í hinn stóra heim, kveðið sér hljóðs og beint sjón- um manna að sérkennilegu mannlífi hér uppi á gamla Fróni. Á síðasta ári, nánar til tekið 23. nóvember var flutt í Bandaríkj- unum tónverk eftir Jón Nordal, er hann nefnir Choralis. Flutn- ingur verksins var í tengslum við þá miklu norrænu kynningu, sem mikið hefur verið skrifað um og margir tengdu miklar vonir við, en eins og verða vill, þá eru margir til kallaðir en fáir útvaldir. Choralis vakti mikla athygli, fékk einróma góðar und- irtektir. Það var því nokkur eft- irvænting á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands sl. fimmtu- dagskvöld, og Háskólabíó þétt- skipað áheyrendum, þrátt fyrir mikið geimskutlu óðagot á mönnum. Verkið er eins og nafn- ið bendir til með trúarlegum grunntóni, sem er undirstrikað- ur með Liljulaginu sérkennilega. Undirritaður þykist finna ein- hverja sterka leit að fegurð í Choralis, svipaða og í hátíðar- forleiknum, sem Jón samdi fyrir opnun íslensku óperunnar. Hógvær en ásækin listþörf, sem stígur eins og bæn upp fyrir jarðbundna grimmd samtíðar- innar. Glæsiþáttur tónleikanna var svo píanóleikur Gabriel Tacchino í píanókonsert nr. 2, eftir Saint-Saens. Tacchino er stórkostlegur píanisti, teknískur og músíkalskur. Síðasta verkið á tónleikunum var svo Sjerasade eftir Korsakoff. í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á Þúsund og ein nótt er dóttir Ves- írskins nefnd Sjerasade og ætti Sinfóníutónleikar GLESILEGUR SUMARBÚSTAÐUR FRÁ HUSASMIÐJUNNI Til sýnis á svæöi Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi um helgina og næstu daga. Komið og skoöiö bústaöinn í fallegu umhverfi. Leitið upplýsinga um möguleikana sem sumarbústaðir okkar bjóöa. HÚSASMIÐJAN HF. Súðavogi 3-5,104 Reykjavík, sími: 84599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.