Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 26

Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 JARÐSKJÁLFTAR Sagan endurtekur síg í Kafifomíu 1983. Eftir jarðskjálftana í bænura Coalinga 1983. Heimilislausir þiggja máltíð úti undir berum hirani. Mánudagurinn 2. maí leit út fyrir að ætla að verða rólegur dagur í litla bænum Coalinga í Kali- forníu. En síðdegis, klukkan 16.25 fór jörðin allt í einu að skjálfa. Á nokkrum sekúndum jöfnuðust stórir hlutar bæjarins við jörðu. Fólk horfði á eftir lífsstarfi sínu í rykið, en fyrir eitthvert stórkostlegt krafta- verk týndi enginn lífinu. Kalifornía er eitthvert mesta jarðskjálftasvæði í heimi. Á hverju ári verða á þessu fjölmenn- asta svæði Bandaríkjanna einn eða tveir skjálftar af sama styrk- leika og sá sem reið yfir Coalinga. Skaði af þeirra völdum fer eftir því hvar þeir bera niður. Jarð- skjálftafræðingar bíða eftir „stóra jarðskjálftanum" sem kannski verður 100 sinnum öflugri en sá í Coalinga og þeir giska á að hann muni koma eftir innan við 25 ár — kannski innan við tíu ár. Enginn hluti Kaliforníu getur sloppið við jarðskjálfta. Upp- hafsmaður þekktasta kvarðans sem mælir styrk jarðskjálfta er sá hinn frægi Charles Richter. Hann hefur oft verið spurður að því hvar menn helst ættu að búa í Kali- forníu til að komast undan ógninni. Hann svarar: — Hvergi, það finnst nálega enginn staður í öllu ríkinu þar sem ekki þarf að óttast um kröft- ugan skjálfta. Síðustu fimm árin hefur tala skjálfta verið hærri en undan- farna þrjá áratugi. Jarðskjálfta- fræðingar segja að slíkum tíma- bilum stöðugrar virkni jarðskorp- unnar fylgi oft stærri og meiri skjálftar, sjö stig eða meira á Richter-kvarða. Skjálftinn í Coal- inga mældist 6,5 stig. Líkingaspá, sem birt er árlega segir að 13 pró- sent líkur séu á skjálfta, sem, ef hann verður í stærri bæjum eða borgum, getur valdið stórslysi. — Viðvörun — Skjálftinn í Coalinga var við- vörun um hvað íbúar Kaliforníu geta átt von á í framtíðinni. Jim Crawford hafði rétt lagt bíl sínum og var á leið í símasjálfsala. — Þetta var hræðilegt, jörðin bara skalf. Frá fjallinu hér vestur af gaus upp mikill reykmökkur. Bílinn minn hoppaði upp og niður á stæðinu og neðar í götunni heyrði ég hræðsluóp í mönnum. — Þakið var um það bil að hrynja yfir börnin, sagði Lupe Gonzales, sem sat yfir börnum dóttur sinnar. Tengdasyni hennar tókst að bera börnin út rétt í þann mund sem þakið gaf sig. Þök hrundu, veggir lögðust sam- an, hús hrukku af grunni, þegar jörðin skaif. Bensín-, rafmangs- og símalínur slitnuðu. í eldhúsinu á veitingastaðnum Coalinga-Inn rofnaði gasleiösla. Það kviknaði í gasinu sem streymdi út og eldlog- arnir gleyptu í sig innviði hússins. Næsta hús við, skartgripabúð, varð einnig fyrir barðinu á eldin- um. Um 50 manns meiddust en aðeins tveir alvarlega. Landbúnaðarverkamaður að nafni Walter Fratti var grafinn upp úr rústunum með brákaða höfuð- kúpu. Hann liggur enn meðvitund- arlaus á spítala og er óvíst hvort hann muni lifa af. — Það er ótrúlegt að enginn skyldi deyja í skjálftunum, sagði ríkisstjórinn, Glenn Marcussen, við fréttamenn daginn eftir jarð- hræringarnar. Enginn hafði séð fyrir skjálft- ana í Coalinga. Það voru engir smáskjálftar á undan honum, sem jarðskjálftafræðingar vilja meina að séu undanfarar stærri skjálfta. Þessi átti sér stað meðfram áður óþekktri misgengissprungu, en það segir sig sjálft að það er erfitt að sjá fyrir skjálfta á svæði sem er gegnum skorið af misgengjum. Jarðskjálftafræðingar beina augum sínum að San Andreas- misgenginu, sem liggur í norðvest- ur frá mexíkönsku landamærun- um, beint í gegnum San Francisco og þaðan áfram í norður. Menn veigra sér við að giska á hvaða afleiðingar skjálftinn i Coalinga hefði haft ef hann hefði átt sér stað í San Francisco. Rannsóknir sýna ótvírætt að jarðskjálftinn í Coalinga hefur ekki létt á þrýst- ingi meðfram San Andreas- sprungunni og ekki heldur á stóra skjálftanum sem fræðingarnir segja að nálgist með degi hverjum. — Los Angeles á hreyfinu — San Andreas-misgengið liggur á mörkum tveggja jarðar- hluta, Kyrrahafshluta og þeim norður-ameríska, og núast þeir stöðugt saman. Kyrrahafshlutinn færist í norðvestur og með hverju ári færist Los Angeles nokkra sentimetra nær San Francisco. Við misgengið koma þessar hreyf- ingar af stað núningi og hlutarnir tveir grípa í hvor á móti öðrum. Og dag einn er spennan sem myndast við þetta orðin svo mikil að núningurinn getur ekki lengur haldið í hlutana. Þegar hreyf- ingarnar verða hvað mestar fer hafhlutinn að færast í norðvestur með stórkostlegu afli og eyðilegg- ing á jörðu verður óhemjumikil. — Það er aðeins tímaspursmál hvenær stór jarðskjálfti verður , segir Tom Heaton hjá bandarisku landafræðistofnuninni. — Við vit- um að það er óumflýjanlegt og að það gerist trúlega á meðan við er- um enn á lífi. Kalifornía tilheyrir einu af mestu hættusvæðum jarðarinnar og öflin við mörk jarðarhlutanna hafa í gegnum tíðina umturnað og eyðilagt margt af því sem menn- irnir hafa byggt upp. Árið 1906 hrundi borgin San Francisco til grunna í jarðskjálfta sem varð um 500 manns að aldur- tila. Skjálftinn skall á áður en Charles Richter fann upp kvarð- ann sinn, en hann hefur að líkind- um verið 8,5 stig að styrkleika. Skalinn er lógaritmískur og fyrir hvert eitt stig sem bætist á hann verður jarðskjálftinn tíu sinnum sterkari. Landsskjálftinn 1906 reiknast því næstum hundrað sinnum sterkari en sá sem ölli hörmungunum í Coalinga. Þegar jarðfræðingar gera spár sínar um komu stóra jarð- skjálftans hafa þeir til hliðsjónar skjálftann 1857. Eftir samtíma- heimildum að dæma titraði jörðin þá svo ofboðslega, að dæmi voru fýrir því að menn yrðu sjóveikir á meðan á honum stóð. Þá var Los Angeles aðeins lítil borg. I dag er hún þriðja stærsta borgin í Bandaríkjunum með um þrjár milljónir íbúa og San Andreas- misgengið liggur beint í gegnum framtíðariðnaðarsvæði hennar, Silico Valley. Sérfræðingar sem grafið hafa niður í misgengið til að rannsaka hvenær skjálftinn stóri er vænt- anlegur, segja að tíminn milli hinna sögulegu jarðskjálfta og þess sem væntanlegur er, setað renna út. — Varnir — Flestir eru illa undir það búnir að taka á móti stóra skjálftanum, ef má orða það svo. Það er skylda að skipuleggja jarðskjálftavarnir, en margir segja að það sé svo dýrt og vona að hörmungarnar lendi ekki á þeim. Forstöðumaður al- mannavarna í Coalinga, Tom Euli- kov, sagði eftir skjálftana þar:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.