Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 27

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 27 — Flestir héldu að þeir þyrftu ekki á vörnum að halda. Ég hafði ekki undirbúið mig fyrir þetta. Eftir marga skjálfta á tímabil- inu 1979—’80 var sett á laggirnar nefnd sem athuga skyldi mögu- leika á fyrirbyggjandi starfi og minnka hættuna á algerri eyði- leggingu við skjálfta. Nefndin fékk til umráða 4,3 milljónir doll- ara fyrsta árið, en áhuginn minnkaði fljótlega og í ár fær hún úthlutað af góðvild 125.000 dollur- um. Nokkrum dögum eftir skjálft- ana í Coalinga var það barið í gegn að nefndin fengi til viðbótar 130.000 dollara til umráða. Spurningin snýst tæplega um tafarlausa fólksflutninga þó það takist að spá með fyrirvara um jarðskjálfta. En það er hægt að reikna út hvaða byggðir búi við mestu ógnunina. Það þarf að vita um helstu ráðstafanir sem haldið gætu skaða í lágmarki. Flytja til dæmis slökkvibíla út fyrir svo þeir lokist ekki inni ef slökkvistöðin hrynur, svo eitthvað sé nefnt. Útreikningar og spár gefa í skyn að skjálfti í Los Angeles gæti kostað um 10.000 manns lífið og valdið tjóni upp á 20 milljarða dollara. Byggingarnar sem verst urðu úti í Coalinga voru úr tígulsteini og í Los Angeles eru minnst 8.000 hús smíðuð á sama hátt og eru þau þar fyrir utan yfirleitt stærri og hærri en þau í Coalinga. Sam- kvæmt ákvörðun sem tekin var fyrir tveimur árum var eigendum þessara húsa gert skylt að rífa húsin sín eða styrkja þau innan átta til fimmtán ára. Líkindi á jarðskjálfta sem deyða myndi milli 3.000 til 13.000 manns í Los Angeles innan næstu 30 ára eru reiknuð 50 prósent. í San Francisco hafa athuganir á styrk- leika og mótstöðu húsa enn ekki átt sér stað. Þó finnst undantekning á fyrir- varaleysinu. Security Pacific Nat- ional Bank hefur kennt starfsfólki sínu hjáip í viðlögum og sett sterkar þverslár fyrir glugga byggingar sinnar til að koma í veg fyrir að fólk detti út um glugga háhýsisins. Þá hefur bankinn einnig tilkynnt að húsnæði hans skuli notað sem líkhús ef til stór- slysa kemur. Ken Malay vinnur hjá sérstakri stórslysanefnd stjórnarinnar. Hann segir að Kaliforníubúar séu áhugalausir um jarðskjálfta. Eftir að hafa kynnst því sem gerðist í Coalinga ráðleggur hann öllum að byrgja sig upp af nauðsynjavarn- ingi eins og vatni, mat, sáraum- búðum og sterín-ljósi. — Almenningur skilur ekki að hann verður að sjá um sig sjálfur fyrstu 72 tímana eftir jarð- skjálfta, þegar opinber þjónusta hefur lamast algerlega, segir hann. ICoalinga búa þeir sem verst urðu úti í tjöldum í trjágörð- um. Bærinn hlaut nafn sitt af dýrmætum kolum sem í eina tíð var nóg af á staðnum. Flestir hinna 7.000 íbúa bæjarins hafa lif- að á landinu síðan kolin þraut, eða á olíusvæðum í nágrenninu. Fé- lagsmálafulltrúar höfðu fyrir skjálftann mestar áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og aukinni drykkju bæjarbúa. Rauði krossinn gefur á hverjum degi um 5.000 máltíðir, en bráðbirgða svefn- plássin sem komið var upp eftir skjálftann fyrsta, standa næstum auð. Eftir tvo jarðskjálfta sem komu eftir þann stærsta sagði talsmaður Rauða krossins, Bill O’Callahan. — Þetta er orðinn hluti af líf- inu hér og við höfum vanið okkur á það. Brad Hames stendur í garðinum sínum hann er 12 ára. — Ég er hræddur við að fara inn í húsið vegna þess að það getur fallið ofan á mig. Ég stend hér úti. í Coalinga á óttinn sér mörg líf. Þýtt — ai. LUKKULEIKUR. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS. SPILAR ÞÚ MEÐ ? (EB) VTÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN - ÞÚ OKKAR ELECTROLUX ÖREYLGJU GFNAR Lukkuleikurinn snýst um það hverjir hreppi 120 Elektrolux örbylgjuoína og 5 STÓRGLÆSILEGA MAZDA BÍLA Allir þessir vinningar eru skattfrjálsir. Spilar þú með? Gleymdu þá ekki gíróseðlinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.