Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 37

Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 37 Dröfn Magnúsdótt- ir — Minningarorð hins síðasta og hafði sérstaka ánægju af að klæða sig fallega. Hinn góði smekkur hennar kom einnig fram í ótal fögrum munum, sem hún vann í höndunum, og gaf ættingjum og vinum. Hún ferðað- ist þó nokkuð með okkur hjónun- um í gegnum árin, og á síðasta sumri til Osló í heimsókn til dótt- ur okkar og fjölskyldu. Naut hún þeirrar ferðar mjög. Flestar okkar bæjarferðir enduðu upp á Hrafn- istu og þá var kaffið og meðlætið komið á borðið um leið, og ekkert var til sparað, því rausnin var takmarkalaus. Börn okkar, tengdabörn og barnabörn nutu sérstaks ástríkis hennar og mikið var gaman að fara upp á Hrafn- istu og heimsækja ömmu lang. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til Kristjönu fyrir umhyggjuna sem hún sýndi okkur alla tíð og fjölda ára indæla og skemmtilega viðkynningu. Guð blessi hana. Stefán Vilhelmsson Fædd 24. maí 1933 Dáin 31. júlí 1982 Hinn 31. júlí sl. lést í Bandaríkj- unum vinkona mín, Dröfn Mark- úsdóttir. Hún var fædd í Reykja- vík 24. maí 1933 og hefði því orðið 50 ára í dag, hefði hún fengið að lifa lengur. En á þessum sama degi fyrir 43 árum, á 7 ára afmæl- isdegi Drafnar, bar fundum okkar fyrst saman. Við vorum báðar að fara til sumardvalar að Hæli í Flókadal, og urðum við strax góð- ar vinkonur, og sú vinátta hélst óskert alla tíð. Þessi fyrstu kynni okkar standa mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, og man ég greinilega okkar fyrstu orðaskipti, sem við rifjuðum oft upp og hlóg- um að seinna meir. Dröfn var einstaklega glaðlynd og ljúf manneskja, og hvar sem hún fór, bar hún með sér birtu og yl. Traustari og betri vin var ekki hægt að eignast. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Bæði þau 10 sumur sem við dvöldum saman í sveitinni, og sem unglingar, og seinna fullorðnar manneskjur hér í Reykjavík. Dröfn var dóttir hjónanna Guð- bjargar Eiríksdóttur og Markúsar ísleifssonar, húsasmíðameistara. Auk Drafnar eignuðust þau tvo syni, Örn Ævar lyfjafræðing, og Val Ævar, sem nú er látinn. Dröfn giftist ung skólabróður sínum, Halldóri Guðnasyni, lækni, og eignuðust þau 4 börn, Hauk Markús, Inga Valdimar, Guð- björgu Helgu og Kristínu Hall- dóru. En ári áður en Dröfn lést, varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa son sinn, Inga, af slysför- um. Hún var þá sjálf orðin veik af þeim sjúkdómi sem síðar varð henni yfirsterkai i. Siðustu árin var Dröfn búsett í Bandaríkjunum, þar sem Halldór var starfandi læknir. En hún reyndi að koma heim eins oft og hún gat. Hún bar í brjósti ríka ættjarðarást og umhyggju fyrir foreldrum sínum og vinum hér heima. Það var alltaf hátíð í bæ hjá okkur vinkonum hennar, þeg- ar Dröfn kom heim. Það var eins og lifnaði yfir tilverunni og vin- áttuböndin styrktust. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem hún þurfti að takast á við, hafði hún lag á að sjá björtu hliðar lífsins, og gat miðlað öðrum af sínum lífsþrótti og mikla jafnaðargeði, enda alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem á þurftu að halda, og láta gott af sér leiða. Ég minnist Drafnar með sárum söknuði, og geymi dýrmætar minningar um góða vinkonu. Fjölskyldu hennar óska ég frið- ar og huggunar á þessum degi. Margrét Guðmundsdóttir ÞAÐ SKALVANDA SEM LENGISKAL STANDA Árið 1974 var orðið nauðsynlegt að skipta um veggklæðningar á hinu stóra húsi varastöðvarinnar við Elliðaár. Húsið var byggt um 1947 og klæðning fyrir löngu orðin ónýt, hélt hvorki vatni né vindi. Húsið stendur á opnu svæði og því miklar kröfur gerðar, bæði vegna veðurs og umhverfis. Nú skyldi þvi vanda valið betur. Valin var Korrugal veggklæðning. í dag eru þessar klæðningar eins að öllu leyti og verða það um ókomin ár. Korrugal er nefnilega vandað og traust efni með varanlegri lita- áferð. Og Korrugal er meira en platan ein. Þvi fylgir gott úrval af aukahlutum sem jafnan eru fyrirliggjandi. Listar, smeygar, vatnsbretti, horn og festingar til nota við mismunandi aðstæður. Siðast en ekki sist bjóðum við þjónustu og faglega ráðgjöf. Það er sama hvort þú hugsar um uppsetningu, útlit eða endingu, lausnin er sú sama: Korrugal álklæðning. Leitið upplýsinga um Korrugal ál. TÖQGURHF. BYGGINGAVÖRUDEILP Bíldshöfða 16 Sími 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.