Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakið. Potemkin-tjöld Hjörleifs egar Sverrir Hermanns- son gekk inn í skrifstofu iðnaðarráðherra til að taka við lyklinum úr hendi Hjör- leifs Guttormssonar fékk hann einnig síðustu skýrslu Hjörleifs: Orku- og iðnaðar- mál, yfirlit 1980—1983. í inn- gangsorðum skýrslunnar sem er rúmar 100 blaðsíður segir, að hún hafi að geyma upplýs- ingar um helstu verkefni í orku- og iðnaðarmálum sem unnið hefur verið að á vegum iðnaðarráðuneytisins á starfstíma ríkisstjórnar þeirrar sem mynduð var 8. febrúar 1980. Eins og menn vita var Hjörleifur Gutt- ormsson einstaklega mistæk- ur sem iðnaðarráðherra, en auðvitað er ekki unnt að lesa það út úr hinni opinberu skýrslu, sem samin er í því skyni að hefja ráðherrann upp í hæstu hæðir. Sú viðleitni er virðingar- verð hjá fráfarandi ráðherra að búa mál sem best í hendur eftirmannsins og láta taka saman á einn stað gögn um stöðu mála við stjórnarskipti. Reynslan af skýrsluvinnslu alþýðubandalagsmanna er þó sú að þeim mun ábúðarmeira sem skjalið er því líklegra er að það sé í ætt við hin frægu Potemkin-tjöld. í skýrslu Hjörleifs Gutt- ormssonar er ekki minnst á nefndabáknið stóra sem hann setti á fót umhverfis sig og iðnaðarráðuneytið. Hefði þó verið fyllsta ástæða að gera grein fyrir þeim frumskógi á einum stað í starfslok ráð- herrans, þar sem hann hefur oftar en einu sinni verið kraf- inn svara um þetta atriði á alþingi. Hefur þingmönnum ekki þótt einleikið hve marga sérfróða menn Hjörleifur Guttormsson hafði á sínum snærum og sá kostnaður sem þeim fylgdi. Ætti hinn nýi iðnaðarráðherra að láta taka saman skýrslu um þennan þátt í starfsemi iðnaðarráðu- neytisins síðan 8. febrúar 1980 og birta hana almenn- ingi til fróðleiks. Fyrir kosningar skýrði Morgunblaðið frá því í frétt- um, að Hjörleifur Guttorms- son hefði krafist mestu leynd- ar um skýrslu sem samin var af Orkustofnun og leiddi í ljós hagkvæmni samningsins við Alusuisse fyrir þróun raf- magnsverðs í landinu. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, ætti að svipta hulunni af þessari skýrslu og gera hana opinbera. Jafnhliða ætti hann að láta embættismenn ráðuneytisins taka saman kostnaðinn við allar þær skýrslur innan lands og utan sem Hjörleifur Guttormsson lét semja vegna deilunnar sem hann efndi til við Alu- suisse. Upphafið má rekja til heimsreisu Inga R. Helgason- ar, sem meðal annars þjónaði þeim tilgangi að hann gat les- ið Hagtíðindi Ástralíu á út- gáfustað og með því afhjúpað hina alræmdu „hækkun í hafi“ sem um skeið var aðal- tromp Alþýðubandalagsins. Verði Potemkin-tjöld Hjör- leifs Guttormssonar felld mun koma í ljós, að á starfs- tíma hans í iðnaðarráðu- neytinu hefur ríkt stöðnun og orðið afturför á þeim sviðum þar sem helst hefði þurft að taka til hendi. Þá mun einnig sjást að stór sérfræðingahirð Hjörleifs er að verulegu leyti skipuð flokksgæðingum Ál- þýðubandalagsins sem taka sérvisku þess fram yfir þjóð- arhag sé þess nokkur kostur. Álmálið Ifrásögn af nýlegum aðal- fundi Alusuisse sem birt- ist í Morgunblaðinu á sunnu- dag kom fram að í fyrsta sinn á þessari öld og í annað sinn frá því að fyrirtækið var stofnað 1888 fá hluthafar í því ekki greiddan arð vegna þess hve afkoman er léleg. Sætti dr. Paul Muller sem verið hefur formaður fram- kvæmdastjórnar fyrirtækis- ins og aðalsamningamaður við ísland harðri gagnrýni á aðalfundinum fyrir lélega af- komu fyrirtækisins. Gefur frásögnin af fundinum til kynna, að hinn nýi forstjóri Alusuisse, Bruno F. Sorato, hafi ekki mikið svigrúm þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju við fyrirtækið af nýrri ríkisstjórn íslands. Eins og kunnugt er skildi Hjörleifur Guttormsson við þetta mikilvæga mál óleyst og neitaði að ræða við Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík samhliða því sem ákveðin yrði hækkun á orku- verði til fyrirtækisins. Morg- unblaðið hefur lagt á það áherslu að þetta mál verði leyst sem fyrst á fyrrgreind- um grundvelli jafnframt því sem skattareglur verði endur- skoðaðar. Á sínum tíma var því haldið fram að aðgerðar- leysi Hjörleifs í álmálinu kostaði þjóðina milljón á mánuði — það er fyrir löngu tímabært að snúa því dæmi við. Lítið vatn rann undir brýrnar á Skeiðarársandi í gær eins og sjá má, en ef flóð hleypur úr jöklinum má búast við að allir stöpiar verði umflotnir. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir í Eyjum. evkbólstrar stíea udd úr dvneiunni sem opnaðist við Svíahnúka. - Eldsumbrot í Grímsvötnum Svo virðist sem allmikil sprenging hafi þeytt vatni og ösku upp á ís Grímsvatna við Svíahnúka þegar eldsumbrotin byrjuðu fy 200 m í þvermál. Kraumar í vatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.