Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 40
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki v verið örugg verslið við fagmenn! ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 Ljósmynd Ágúst Ásgeirsson. Heimasmíðuö flugvél HEIMASMÍÐAÐRI flugvél af gerðinni Zenith CH-200 var tilrauna- flogið frá Reykjavíkurflugvelli siðdegis í gær. Tilraunaflugmaður var Magnús Norðdahl Flugleiðaflugstjóri. Flugvélin, sem er völ- undarsmíð, var smíðuð í bílskúr við Drekavog númer 10 í Reykjavík og var þrjú ár í smíðum. Flugvélarsmiðirnir eru Rúnar Brekkan járnsmiður og Þorgeir Yngvason múrari. Flugvélin er tveggja sæta og styrkt til listflugs. Áður en hún fær lofthæfiskírteini verður að fljúga henni í 50 stundir í tilraunaskyni. Að loknu fyrsta tilrauna- fluginu í gær kvað Magnús um hörkuduglega flugvél að ræða. Meðfylgjandi mynd var tekin er Magnús ræsti flugvélina, sem ber einkennisstafina TF-ZEN, fyrir tilraunaflugið. Vatnsyfirborð þarf að hækka um 30 metra til að flóðahætta skapist ELDSUMBROTIN í Grímsvötnum virtust með svipuð- um hætti í gær og þegar þeirra varð fyrst greinilega vart síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings, sem flaug yfir Grímsvötn í gær, stóðu svartar trjónur upp úr einstaka sprengingum, en þær voru mjög strjálar. Nokkur ólga var í vökinni á köflum, en sumar sprengingarnar náðu upp úr vatninu og mynduðu gufustróka, sem stigu til himins. Aurskriðan, sem liggur á ísnum virðist hafa fallið úr hlíðinni í jarðskjálfta áður en eldsumbrotin opnuðu vökina. Sagðist Kristján telja, að þessi eldsumbrot væru lítil, en ekki er vit- að um dýptina á vatninu þarna, þó er talið að það sé um 50 til 100 metra djúpt undir hlíðinni. Skiptast þarna á öskulög og ís. Grímsvötn eru 30 ferkílómetrar að stærð og sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að yfir- borð vatnsins þyrfti að hækka um 30 metra til þess að flóðahætta skapaðist. Þyrftu því 900 milljónir teningsmetra að bætast í vatnið en það er svipað rennsli og úr Soginu í 10 daga, eða úr Þjórsá í tveggja daga sumarrennsli. Sigurjón kvaðst telja að eldstöðvarnar við Svía- hnúka væru á þeim stað í vatninu þar sem áhrifa gætti minnst til hlaups. Sigurjón kvað daglega fylgzt með framburði úr Skeiðará undan Jökli á Skeiðarársandi, en hann kvað mjög auðvelt að fylgjast með því hvenær flóð kæmi fram. Fyrstu fjóra dagana væri aðeins um að ræða breytingu á lit vatnsins og lykt. Vatnamælingamenn taka sýni daglega og eru þau send til Reykja- víkur til vísindalegra athugana, en hins vegar kvað Sigurjón Ragnar Stefánsson í Skaftafelli lykta dag- lega af vatninu og nef Ragnars væri bezti mælir landsins í þessum efn- um. Jarðhræringa varð fyrst vart á laugardagskvöld og á sunnudags- morgun komu áhöfn og farþegar Flugleiðavélar auga á gosið, er flog- ið var yfir Vatnajökul að beiðni Raunvísindastofnunar. Eins og fram hefur komið, er gosið í Grímsvötnum lítið og telur Ragnar Stefánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, litlar líkur á Skeiðar- árhlaupi. Gullleitarmenn á Skeiðar- ársandi hafa ekki hætt störfum sín- um, en til öryggis hafa þeir flutt hluta búnaðar síns ofar á sandinn, þar sem hann er ekki talinn í hættu. Segja þeir að Skeiðará geti seinkað þeim. en hún stöðvi bá ckki. Sjá nánar á bls. 2, 20, 29, 30 og 31. MorgunblaSið/ Emilía Þúsundir af börnum voru samankomin á Lækjartogri síðdegis á laugardaginn í tilefni hjólreiðadagsins. Hjólað var til styrktar Tötluðum börnum og söfnuðust 750 þúsund krónur. Eftirvæntingin skein úr andlitum barnanna eins og sjá má. Nánar á bls. 46 og 47. Umtalsverður samdráttur í feröalögum til útlanda Hjálpað úr ísnum TOGARINN/báturinn Einar Benediktsson BA 377, sem nú er gerður út á djúprækju frá ísafirði, fékk í gær aðstoð Landhelgis- gæsluflugvélarinnar TF-SÝN til að komast út úr ísnum við miðlínuna milli íslands og Grænlands vestur af Straumnesi. Einar Benediktsson hafði reynt að komast út úr ísnum í u.þ.b. sól- arhring, en án árangurs. Svo langt var hann fastur inni í ísnum, að leiðin sem Gæsluflugvélin fann, var 38 sjómílur. Morgunblaðid/ Helgi Hallvarðsson Frá og með 1. júní nk. kostar mánaðaráskrift Morgunblaðsins kr. 230,- og í lausasölu óbreytt, kr. 18,- eintakið. Grunnverð aug- lýsinga verður frá og með sama tíma kr. 138,- pr. dálksentimetra. VERULEGA hefur dregið úr almenn- um innflutningi, sérstaklega á svo- kölluðum lúxusvarningi og bflum það sem af er árinu, samkvæmt upplýs- ingum Mbl. Þykir nokkuð einsýnt, í kjölfar efnahagsráðstafana rfkis- stjórnarinnar og gengislækkunar krónunnar, að ennfrekar muni draga úr innflutningi. Hafa bflainnflytjend- ur jafnvel haft á orði að bflainnflutn- ingur muni nánast stöðvast næstu raánuðina. Samdráttaráhrifin hafa komið víðar fram. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. hefur þegar dregið úr utanlandsferðum landsmanna, hvort heldur er í einstaklingsferð- um, eða í hópferðum á vegum ferðaskrifstofa. Þá eru ferðaskrif- stofumenn og aðrir sammála um að verulega muni draga úr ferðum í sumar í kjölfar gengislækkunar- innar, auk þess sem efnahagsráð- stafanirnar hafi almennt áhrif þar að lútandi. Ferðaskrifstofur hafa þegar fellt niður og ákveðið að fella niður fyrirhugaðar ferðir, sérstaklega til sólarlanda, vegna minnkandi bók- ana og afpantana, þannig að ljóst er, að afkoma ferðaiðnaðarins f sumar verður mun lakari, en und- anfarin ár. Samfara þvl, að landsmenn fara minna til útlanda vegna fjárhags- örðugleika, þá hefur eftirspurn eft- ir sumarhúsum hér innanlands aldrei verið meiri, samkvæmt upp- lýsingum Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.