Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 29 rir helgina. Vökin aem opnaöist er nm 100— Gullleitarmenn komnir með öll sín taeki í búðirnar á miðjum Skeiðarársandi, en hluti stórvirku tækjanna var kominn ofar á sandinn, upp undir Skaftafell. i við Svíahnúka Eldsumbrota varð vart í Grímsvötnum á laugardagskvöld þegar flugmenn í innanlandsflugi Flugleiða urðu varir við stróka yfir Grímsvötnum. Aðstoðarflugmaðurinn, Jón Karl Snorrasson, veitti athygli bólstrum sem aska virtist hanga neðst í, en þegar hann og flugstjórinn, Jóhann Tryggvason, gættu að, töldu þeir ólíklegt að um gos væri að ræða. Mikið skýjaþykkni var yfir svæðinu. Á laugardagsmorgun fór önnur Flugleiðavél í innanlandsflugi yfir Grímsvötn og sáu flugmenn- irnir þá í góðu skyggni að eldsumbrot voru í Grímsvötnum. Um leið og fréttir bárust af eldsumbrotum í Grímsvötnum var haft samband við gullskipsmenn á Skeiðarársandi og fluttu þeir allt sitt hafurtask, tæki og annan bún- að, án tafar af strandstað Het Wapen van Amsterdam og upp á miðjan Seiðarársand, þar sem þeir bíða átekta, en eldsumbrotum í Grímsvötnum fylgja oft jökul- hlaup. Hins vegar eru eldsumbrot- in í Grímsvötnum á þeim stað að ólíklegt er talið að það geti valdið hlaupi í Skeiðará eða öðrum ám á þessum slóðum. Þegar Morgunblaðamenn flugu yfir Grímsvötn síðdegis í gær lét eldvirka svæðið lítið á sér kræla, einstaka gufustrókur steig til himins og stöku sinnum bullaði í vatninu öskumenguðu. Auðséð var að eldsumbrotin hafa byrjað með sprengingu sem hefur þeytt ösku nokkur hundruð metra út á ísinn á vatninu og upp í hlíðar Svíahnúka. Síðdegis í gær voru gullskips- menn búnir að flytja öll sin tæki af mesta vatnasvæðinu og þar biðu þeir átekta og munu sjá til hvernig mál þróast næstu daga, en eins og fram hefur komið í Mbl. gengur verk þeirra samkvæmt áætlun. í gær voru einstaka sprengingar í eldvirka svæðinu í Grímsvötnum og virtist sem þær hefðu farið vaxandi frá deginum áður. — >-j- Öskugeirinn sem lagðist suður yfir Svíahnúka, um 1 km langur. Ósinn til hægri er nýi ósinn sem gullskipsmenn ruddu fyrir Skeiðará, en lengst til vinstri eru leifarnar af gamla ósnum og varnarhleðslan við strandstað Het Wapen van Amsterdam, sem merktur er með hring. Þessi sýn blasti við áhöfn og farþegum Flugleiðavélarinnar er flogið var yfir gosstöðvarnar á sunnudagsmorguninn. Ljósmynd Ragnar Halldórsson og Þorsteinn V. Gunnarsson. Sáum að ket- ill hafði mynd- azt í jöklinum segir Halldór Friðriksson flugstjóri „ÞEGAR VIÐ vorum á leið til Egils- staða frá Reykjavík um klukkan 10.30 á sunnudagsmorguninn kom beiðni frá Raunvísindastofnun um að við flygjum yfir Grímsvötn. Þeir höfðu orðið varir við jarðskjálfta á þessu svæði og höfðu grun um að farið væri að gjósa í Grímsvötnum,“ sagði Halldór Friðriksson, flugstjóri á einni af Fokker-flugvélum Flug- leiða, í samtali við Morgunblaðið. „Við tókum krókinn og sáum þá, að myndazt hafði ketill í jöklinum, reykur eða gufa var yfir staðnum og öskutaumar lágu 4 til 5 mílur til suðurs. Annars var þetta ósköp dauft og lítilfjörlegt og þegar við flugum þarna yfir á bakaleiðinni höfðu mjög litlar breytingar orð- ið,“ sagði Halldór. Auk Halldórs voru Hallgrímur Viktorsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir í áhöfn vélarinnar. Sigurjón Rist um Grímsvatnagosið: Yfirborð þarf að hækka um 30 metra svo hlaupi „ÞETTA var nú fremur ískyggilegt eins flugmenn lýstu þessu fyrst, að hellan á Grímsvötnum væri farin að síga, en þetta hefur ekki rask- azt neitt. Það eru því litlar lík- ur á að þarna hlaupi eins og er, því yfirborðið þarf að hækka um 30 metra svo hlaupi. Skeið- ará hefur því ekkert vaxið enn,“ sagði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef fengið mjög glögga lýsingu af þessu frá Magnúsi Eyjólfssyni, jöklafara, sem flaug þarna yfir í gær. Samkvæmt henni orkar það ekki tvímælis að þetta er lítilfjörlegt. Hann sagði að spýjan þarna væri eins og úr Grýtu í Hveragerði, þetta væri mestmegnis gufa. Þetta væri al- veg upp við fjallsræturnar á vestri Svíahnúk í Grímsfjalli. Vatnsborðið í Grímsvötnum þarf að hækka verulega til að hægt sé að búast við hlaupi og hvað það gerist hratt er mjög erfitt að segja til um. Það er svo fágætt að eldur sé laus í Grímsvötnum. Gamla reglan um þetta hefur nú snúizt við. Áður kom eldur ekki upp í Grímsvötnum fyrr en að loknum hlaupi, en nú er hann á undan. Þó þetta sé svona nú þarf það ekki að vera nýmæli, því litl- ar heimildir eru um fyrri gos. Það stóð til að Jöklarann- sóknafélagið færi í Grímsvötn um þessa helgi, en vegna sjó- þunga á leið úr byggð og inn að jökli var ekki hægt að komast þangað. Svo menn sjá nú mikið eftir því að hafa ekki komizt. Það á því að reyna um næstu eða þarnæstu helgi," sagði Sigurjón. Afmælis- hóf Stein- þórs á Hæli STEINÞÓR Gestsson fyrrver- andi alþingismaður og bóndi á Ilæli er sjötíu ára í dag. f tilefni afmælisins efnir kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Árnessýslu til hófs honum til heiðurs í Árnesi nk. föstudag og hefst það kL 21. Steinþór verður á heimili sínu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.