Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAf 1983 Líf og fjör á Lækjartorgi — þegar þúsundir unglinga streymdu þangað á hjólum sínum Davíð Oddsson borgarstjóri ávarp- aði ungmennin. Á laugardaginn fylltist miðbærinn af börnum sem komu hjólandi í stórum hópum frá grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðna viku hafa þau safnað fé til styrktar fötluðum börnum, og afhentu það á laugardaginn. Að sögn Styrktarfélags fatlaðra söfnuð- ust rösklega 750 þúsund, og vill félagið skila þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plógin. Mikil skemmtun var haldin fyrir krakkana á Lækjartorgi þar sem fram komu bæði skemmtikraftar og hljómlistarmenn. Davíð Oddson borgarstjóri flutti ávarp og loks var dregið í happdrætti þar sem reiðhjól voru að sjálfsögðu í aðalvinninga. Um 6.000 þúsund manns voru á skemmtuninni og voru það flest börn sem komið höfðu hjólandi Blm. Mbl. rabbaði við nokkur þeirra á meðan á skemmtuninni stóð. Ljósmyndir Mbl./ Emilfa. Margir skemmtikraftar komu fram, hér er það Magnús Ólafson sem treður upp. Guðmundur Stefánsson 9 ára: „Þetta er alveg nýtt hjól, ég fékk það í gær útaf hjóladeginum. Ég er ekkert smeykur ( umferðinni, en ég á eftir að fá mér svona bilafælu á hjólið." Eyþór Már Hilmarsson 10 ára: „Ég hjólaði hingað heiman úr Sörlaskjóli. Ég á ágætis 5 gíra hjól sem er ársgamalt. Það hefur að vísu bilað nokkrum sinnum, en það hafa ekki verið nein stór vandræði. Ég safnaði í einn og hálfan tíma og fékk 800 krónur.“ Arnarhóllinn var þakinn reiðhjólum og minnti helst á hjólageymslur í Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.