Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 41 fclk í fréttum BILLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI Fallegar mæðgur + Bandaríska kvikmyndaleikkonan Janet Leigh hefur gaman af því aö sýna aö enn sé hún hin föngulegasta kona þótt Elli kerling sé oröin dálítiö kumpánleg viö hana. Hér er hún meö dóttur sinni Jamie-Lee Curtis og var myndin tekin á tískusýn- ingu, sem þær mæögurnar tóku þátt í. Jamie-Lee hefur fetað i fótspor foreldranna og lagt leiklistina fyrir sig eins og þeir. Enn sem komið er hefur hún aðeins leikiö i hryllingsmyndum en það gerðu þau líka til að byrja með Janet Leigh og Tony Curtis, faöir Jamie. - Um hvftasunnuna var heljarmikil hátíð f borginni við sundið, kjötkveöjuhátfö f suöur-amerískum stíl, og vantaöi ekkert á aö fólk væri fáklætt eins og sjá má á þessari mynd. Nokkuö þótti þó á skorta létt- leikann og limamýktina, sem oft einkennir fólk á suölægari slóöum. Fyrir og eftir hátíöina uröu tölu- verö blaöaskrif um hana og fannst mörgum hún mesta hneisa og fádæma smekkleysi. Sögðu þeir að kjötkveöjuhátíö af þessu tagi ætti heima í Ríó og yrði aldrei annaö en ömurlegur farsi meöal af- komenda danskra víkinga. Pam og nýja hárgreiðslan + Á blaðamannafundi, sem Dallas-stjörnurnar héldu nýlega, tókst Victoriu Principal að vekja á sér athygli meö því aö mæta meö splunkunýja hár- greiöslu. Þótti sumum aödáendum hennar nýja greiðslan raunar vera helst til of róttæk og höföu á orði, aö engu væri líkara en stúlkan heföi lent í sandstormi. Annars kom það fram á fundinum, aö ýmis innan- húsvandamál hafa komiö upþ hjá stjórnendum þátt- anna og leikurunum. Má þar t.d. nefna lát „Jocks“ gamla og hjartaáfall „Ellenar" og nú síöast skilnaö- armál „Sue“, þ.e. Lindu Grays. Jafnvel hefur heyrst, aö hætta eigi viö þættina. Victoria Principal þarf þó ekki aö bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Tilboð um hlutverk í myndum streyma til hennar svo að hún hefur úr meiru en nóg að moða. Túnþökur Góðar vélskornar túnþökur til sölu. Skjót afgreiösla. Landvinnslan sf., sími 78155 á daginn og 45868, 17216 á kvöldin. jŒZBCJLLeCUQKÓLI BÓPU Jazzballettskóli Suðurveri uppi Jazzballett — Sumarnámskeið 1. til 20. júní nk. 3ja vikna námskeið. Fyrir framhald: Stutt og strangt, þrisvar sinnum í viku. 80 mín. kennslustund. 2 tímar tækni — 2 tímar dans — 2 tímar sviðssetning — 2 tímar danstækni — 1 tími bóklegt: Saga jazz- balletts. Námskeiðsgjald kr. 720. Dagar: Mánud., miðvikud., fimmtud. kl. 6.10. Fyrir byrjendur: Venjulegir tímar í jazzballett, þrisvar sinnum í viku, 80 mín. kennslustund. Námskeiðsgjald kr. 720. Dagar: Mánud., miðvikud., fimmtud. kl. 7.10. Fyrir framhald: tæknitímar (stöng) á mánud. og miðvikud. Jazztímar þriðjud. og fimmtud. Frjálst val 2 til 4 tímar í viku. Gjald kr. 480 til 960. Uþpl. og innritun í dag og á morgun frá kl. 10—18 og alla virka daga í síma 83730. SPUNNH) UM STALÍN eftír MATTHÍAS JOHANNESSEN hlutverk Sovétríkjanna. Þeir hugsa um heimsbyltinguna. Hún er takmark þeirra allra. Yfirráð Sovétríkjanna yfir öllum heimi. Og helzt himingeimnum líka. Hugsanir Trotskys hafa þrýst sér inn í vitund þeirra. Og búið þar um sig. Nú eru þær helzti ávöxtur uppeldis þeirra. Hugs- anir Trotskys eru þeirra hugsanir. Takmark hans þeirra takmark. Sama blóð og draup úr hauskúpu hans ofan á ævisögu Stalíns rennur í æðum þeirra. Þeir eru allir trotskýistar. Hafa fengið gæludýr Stalíns í arf; þessa glitrandi perlu, þessa góðu jörð, eins og skáldið segir. Skyldi hún breytast í hauskúpu í höndum þeirra? Haus Hymis hvelfist yfir okkur og enn reyna þeir að hlaða nýja jörð úr hauskúpum, hlaða nýjan heim úr hugsjónum: brot af mönnum brot af jötnum, hlaða þeir enn himin úr hausaskeljum. (Kornift og sigftin, Vll-kafli) 42 Stalín situr fölur fyrir enda borðsins og drekkur dálítið af léttu, grúsísku víni. Félagarnir horfa á hann. Sömu andlitin og áður. Umræðuefnin þau sömu og ætíð. Sömu meinlegu útúrdúrarnir. Sömu brand- ararnir. Stalín talar um óttann. Yljar þeim svo undir uggum: Þið talið mikið, en segið aldrei neitt sem skiptir máli. Þið hafið enga hæfileika til að stjórna ríki. Ykkur vantar reynslu. Þeir eru þögulir. Segja óvenjulega lítið, svo að hann heldur áfram: Hef ég nokkurn tíma sagt ykkur söguna um einsetumanninn og björninn? spyr hann. Þeir urðu vinir. Eitt sinn, þegar einsetumaðurinn svaf, settist fluga á nefið á honum. Björninn rak hana burt, en hún kom aftur. Björninn ákvað þá, af ást á einsetumanninum, að drepa fluguna, svo að hann gæti sofið rólegur. Björninn sótti stóran stein og keyrði hann á fluguna, þar sem hún sat á nefi einsetumannsins og mölbraut í honum hauskúpuna. Stalín brosir djöfullega út í annað munnvikið og lítur á þá hvern af öðrum. Þeir eru fölir. Þeir skilja fyrr en skellur í tönnum. Svetlana gengur út með ráðskonunni. En félagarnir tala saman. Það snarkar í arninum. Stalín er ekki upplagður, svo að þeir hinir fara snemma. Svetlana kveður föður sinn, sem kallar hana afsíðis og gefur henni peninga. Þetta eru sníkjudýr, hvísl- ar hann að henni. Þeir raka saman fé. Þeir skulu ekki halda að ég viti ekki, hvernig þeir ausa út fjármunum ríkisins. Jafnvel Kamenev var í Rolls-Royce! Þeir hafa allir hreiðrað um sig eins og auðvaldshundar! Svetlana hugsar: Þið erfðuð Rússland eftir Lenin. Og í stríðinu voruð þið hræddir við að missa arfinn. Allir!.Jafnvel þú, faðir minn! En hún segir ekkert. Kveður föður sinn að venju. Hún elskar hann. Jafnvel þótt hann hafi látið hana dansa fyrir þá í svallveizlu. Og slegið svo til hennar, af því hún datt í dansinum. Móðir hennar hefði ekki leyft það. Þau kveðjast. Stalín gengur aftur inn í herbergi sitt, sezt við arininn og les í gamalli grein eftir sjálfan sig um díalektíska efnishyggju. Blaðar svo í annarri ritgerð, sem FRAMHAl.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.