Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 45 VELVAKA^DI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Gerum ekki nóg af því að halda þess- um vargi í skefjum 8759-4475 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að koma smáathugasemd á framfæri. Svoleiðis er, að ég á heima rétt fyrir utan borgina og hef tekið eftir því, að undanfarið virðist hafa orðið óhugnanleg fjölgun á veiðibjöllu. Ég hef áhyggjur af því, að litlu mófuglarnir okkar, lóan þar með talin, komi varla upp ungum í sumar. Maður sér veiðibjölluna fljúga í hópum yfir hreiðrunum hérna í móunum. Hún vakir bara yfir því að lóan sé búin að unga út og síðan er ekki að spyrja að leikslokum. Við gerum alls ekki nógu mikið til að halda þessum vargi í skefjum. Þar ættu fuglaverndunarsjón- armið að hvetja okkur til dáða. Eða viljum við láta útrýma lóunni og öllum mófuglunum okkar? Bagalegt aö missa bækurnar Hafdís Árnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Svo er mál með vexti, að fyrir nokkrum vikum gleymdi ég svartri tösku niðri í Þjóðleik- húskjallara. Þrátt fyrir auglýs- ingar og eftirgrennslan hefur finnandi ekki gefið sig fram. Það er ekki taskan sem mér sárnar að hafa misst, heldur vissir hlut- ir, sem í henni voru og skiptir mig svo miklu máli að fá. Þar er fyrst að telja litla „adressubók" með upplýsingum, sem ég á afar erfitt með að ná í. Þá var þar einnig dagbók, sem hafði m.a. að geyma skráningu aukavinnu- stunda. Þá bók væri mjög slæmt að fá ekki aftur. Þar að auki voru í töskunni tvær bækur, kennslubækur um dans, önnur dönsk og hin bandarísk, bréf og fleira smálegt. Viti einhver hvar taskan er niður komin, eða hvað af inni- haldi hennar hefur orðið, bið ég hann vinsamlegast að hringja í síma 84724. Ekki auglýst hverj- ir séu fararstjórar Jóhanna hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mér finnst það afskaplega mikil afturför hjá Ferðafélagi íslands að þar skuli vera hætt að auglýsa hverjir séu fararstjórar í hinum ýmsu ferðum. Við hjón- in erum orðin fullorðin og höfum ferðast mikið með Ferðafélaginu í gegnum árin. Þegar maður er kominn á þennan aldur vill mað- ur gjarnan velja ferðirnar m.a. með tilliti til þess hverjir eru fararstjórar í hverju tilviki. Þeg- ar þetta er ekki auglýst eins og var, kostar það símhringingar upp á Öldugötu, en það er bæði, að erfitt er að ná sambandi við skrifstofuna, því að þar er svo oft á tali, og eins hitt, að við gamlingjarnir höfum orðið að draga úr símanotkun eins og við höfum framast getað. Þar að auki hittir maður svo stundum á að það er símsvari sem ansar og á því er ekkert að græða, bara peningaeyðsla. Ég hef heyrt það á mörgum ferðafélögum okkar hjónanna, að þeir eru óhressir með þetta fyrirkomulag, og ég vona, að félagið treysti sér til að veita okkur viðskiptamönnunum þessa þjónustu á nýjan leik. frumsýnd 6. þessa mánaðar og hafði verið tilhlökkunarefni í all- an vetur. Heyrst hefur að engin óperuuppfærsla Þjóðleikhússins hafi verið jafn vel og lengi æfð sem þessi. En hver er útkoman? Hingað til lands var fengin rúm- enskur tenórsöngvari til að syngja eitt aðalhlutverkið. Ráðning er- lends söngvara á, að okkar mati, rétt á sér ef ekki er til sá íslenskur söngvari sem ræður við hlutverkið og getur skilað því þannig að áheyrilegt sé. Auðvitað verður þá gestasöngvarinn að vera hlutverki sínu vaxinn, en hér var greinilega misbrestur á. Enda er hann hætt- ur og farinn nú, blessaður, og ann- ar kominn í staðinn. Hann heitir Maurice Stern og er bandarískur. Hann er allsæmilegur söngvari og gaman að sjá hann og heyra á sviði. Um leikmynd og leikstjórn Cav- alleríu erum við sammála skrifum Jóns Ásgeirssonar í þessu sama blaði, en leist hins vegar ekki alls kostar á sönginn hjá flestum. Vissulega var ýmislegt vel gert. Er okkur þá efst í huga frammistaða Sigríðar Ellu, maestro Jacquillat og, eins og fyrr segir, bandaríska tenórsins. Nú bíðum við spenntir eftir að heyra í íslendingnum sem fær að spreyta sig á þessu vanda- sama tenórhlutverki, Turiddu. Einnig var ágætt að stjórn Þjóðleikhússins skyldi ekki gleyma að minnast á þá söngvara sem þátt tóku í fyrri uppsetningu þess húss á hinu sama verki. Á fundi félags vors var stofnun íslensku hljómsveitarinnar vel fagnað, þó ekki væri gefin út opinber yfirlýsing um málið þá. Hinsvegar er þjóðernishrokinn sem einkennt hefur ráðningu hljóðfæraleikara þessarar hljómsveitar sem og margra ann- arra tónstofnana (þetta á einnig við um söngvara) okkur mikið áhyggjuefni. Er stefnan sú að framvísa þurfi vegabréfi til að fá leyfi til að sinna sínum listum? Jafnvel erlendum mönnum sem hér eru búsettir er neitað um starf — einfaldlega vegna þess að þeir eru útlendingar. Tónlistin er al- þjóðleg! Við gleðjumst, sum, yfir velgengni okkar manna erlendis. Manna á borð við Jón Nordal, Kristin Sigmundsson, Kristján Jó- hannsson og nú síðast Atla Heimi og Helga Tómasson. Þá skulum við líka minnast þeirra „erlendra" manna sem unnið hafa brautryðj- endastarf í íslensku tónlistarlífi. Nokkur nöfn má nefna, eins og til dæmis Victor Urbancic, Fritz Weisshappel, Róbert A. Ottósson, Carl Billich, Vwladimir Ashken- azy, Pál P. Pálsson, Sigurð Demetz Franzson, Sieglinde Kahman, en þeir eru ótal fleiri. Síðasta molann af þessari eitr- uðu köku eignum við tónlistar- gagnrýnendum blaðanna, en að- eins var minnst á þá stétt í upp- hafi bréfs þessa. Svo virðist sem þessir menn þori ekki að taka á hlutunum. Meðal þeirra er að finna okkar bestu tónskáld og gagnmenntuðustu tónlistarmenn, svo ekki geta þeir skotið sér á bak við vegg kunnáttuleysis. Hér eftir viljum við heiðarlega gagnrýni sem ekki fjallar um hvað menn hafa einu sinni, gætu kannski eða hefðu getað gert, heldur hvað þeir gerðu á þessum stað og þessum tíma. Þessi orð eru hvorki rituð til að reita menn til reiði né strá salti í hörundsár þess háttar sárra manna. Þau eru einfaldlega skrif- uð af þeirri ástæðu að við sættum okkur ekki lengur við hálfkák. Söngáhugi almennings hefur tekið fjörkipp og því mikið um að vera í söngmenntadeildum út um allt land. Því hljótum við að krefjast þess að gæði tónflutnings, og þá tölum við sérstaklega um óperur og önnur söngverk, batni í sam- ræmi við það. Við vonum að kökumolar þessir standi ekki í þessum stórhuga mönnum sem eru að hefja islenska óperu til vegs og virðingar, heldur veki þá aðeins til umhugsunar. Betur má ef duga skal. Með vinsemd og óskum um góða framtíð í íslenskum söngefnum. P.s.: Við sendum þessa mynd með svona til gamans." GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Ég þori það, þú þorir það, hann eða hún þorir það, þeir, þær eða þau þora það. Sími 44566 RAFLAGNIR sparar fyrir þig Límtré fyrirliggjandi úr f'uru, eik og brenni. Tilvalið efni fyrir þig til að smíða úr sjálfúm þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 25150 og við veituni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.