Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 39 Hulda Ragnheiður Jónsdóttir - Minning Fædd 27. júní 1903 Dáin 23. maí 1983 Mann setur hljóðan við andlát vina og ættingja, — enda á sá sem þetta skrifar erfitt með að koma þessum orðum á blað, — augun vökna og hálsinn er aumur. Hulda Ragnheiður Jónsdóttir, tengdamóðir mín, lést skyndilega að morgni annars hvítasunnu- dags. Hulda hafði ásamt fleira fólki dvalið hjá okkur kvöldstund á hvítasunnudag, glöð og hress að vanda. Snemma næsta morgun var hún öll. Þótt hún hefði orðið áttræð í næsta mánuði, bar hún aldur sinn sérstaklega vel allt fram í andlátið. Ég kynntist Huldu og eftirlif- andi eiginmanni hennar, Vil- hjálmi Hallgrímssyni, rafvirkja- meistara, fyrir rúmum 25 árum, en þá bjuggu þau í Sunnutúni við Hafnarfjörð, ásamt dótturinni Ragnhildi Auði, en hún átti síðar eftir að verða eiginkona mín. Ég kom þarna ungur piltur, feiminn og kvíðinn. Feimnin og kvíðinn hurfu fljótt þetta kvöld, vegna elskulegrar og frjálslegrar framkomu þeirra beggja. Hulda var mér alla tíð síðan sérstök tengdamóðir og mér er hún ógleymanleg sakir blíðu og góðmennsku, — ekki bara gagn- vart mér, heldur við aðra, skyld- menni og óskylda, enda var Hulda vinamörg. Kona mín og ég erum þeim hjónum ævinlega þakklát fyrir þá aðstoð sem þau veittu okkur og elsta syni okkar, þegar við vorum að koma okkur fyrir erlendis. Þar bjó hann í nokkra mánuði um- kringdur ástúð og blíðu. Börnum okkar öllum var hún eins. Fyrir það þökkum við af öllu hjarta. Ég vona að Hulda eigi eftir að birtast okkur í draumum og gefa okkur góð ráð, eins og hún gerði í lifanda lífi. Hún vissi um mína galla, en varði þá ávallt gagnvart mínum nánustu. Sonur okkar, Páll, og eiginkona hans, Elsa Mogensen, senda inni- legustu kveðjur og þakka Huldu fyrir alla tryggð og góðmennsku, en þau dveljast nú við nám í Sví- þjóð. Elsku Vilhjálmur. Ég og fjöl- skylda mín vottum þér innilega samúð okkar og óskum þér bless- unar Guðs í sorg þinni. Blessuð sé minning Huldu Ragnheiðar Jónsdóttur. Tengdasonur. Þegar menn eru komnir yfir miðjan aldur, verða þeir æ oftar minntir á, að hérvistardögum fækkar, því að skyldmenni, nánir vinir og kunningjar heltast úr lestinni og hverfa úr samfylgd- inni. Auðvitað er þetta eðlilegt lögmál og ekkert við að segja, en samt eru flestir lítt undir þá kveðjustund búnir, enda vilja menn sem lengst hafa vini sína með í för. Á þetta vorum við frændfólk Huldu Ragnheiðar Jónsdóttur minnt óþægilega á annan hvíta- sunnudag, þegar við fréttum, að hún hefði andazt skyndilega þá um morguninn. Ekki ætla ég að hafa þessi orð mín mörg um frænku mína, enda örugglega ekki henni að skapi að setja á langar ræður við burtför hennar. Hulda Ragnheiður, eins og hún hét fullu nafni, þótt hún notaði ekki síðara nafnið, var fædd 27. júní 1903 og vantaði því aðeins rúman mánuð í áttræðisafmælið. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Guðmundsdóttir, sem var Borgfirðingur, og Jón Jónsson frá Giljum í Mýrdal, en þau bjuggu hér í Reykjavík. Hulda var ekki nema þriggja ára, er móðir hennar lézt. Var hún þá tekin í fóstur að Gitjum til afa og ömmu og ólst þar síðan upp í fjölmennum systkina- hópi. Einkar kært var með öllu þessu fólki, og Gilnaheimilið setti sérstakan blæ á mannlíf í Mýr- dalnum á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Þegar ég man fyrst eftir mér, var fjölskyldan tekin að þynnast og mörg systkinanna fluttu burt og flest hingað suður. Engu að síð- ur er mér vel kunnugt um það orð, sem fór af gestrisni og glaðværð þessa heimilis, enda má segja, að fað hafi legið um þjóðbraut þvera. þessu umhverfi ólst Hulda upp og bar æ síðan svipmót af hinu bezta úr því. Ung að árum gekk hún að eiga Vilhjálm Hallgrímsson frá Felli í Mýrdal, en á milli fjölskyldna þeirra var mikið og gott samband, sem hefur aldrei rofnað, þótt hóp- urinn sé löngu horfinn af þeim slóðum. Þau gengu í hjónaband í júní árið 1925 og hófu búskap í Sólheimahjáleigu, en voru síðan á Felli til ársins 1929. Þá settust þau að í Reykjavík. Vilhjálmur lærði rafvirkjun hjá föður mínum nokkrú eftir 1930, og settust þau hjón að í húsi foreldra minna og bjuggu þar nokkur ár. Frá þessum árum man ég þau í raun fyrst, og þá fann ég vel, hversu þarngóð frænka mín var og þau bæði. Ekki átti fyrir henni að liggja að eign- ast börn sjálf, en á þessum árum tóku þau til fósturs kornunga stúlku og ættleiddu hana. Heitir hún Ragnhildur og er gift Guð- mundi Þór Pálssyni arkitekt. Hefur hún reynzt fósturforeldrum sínum hin bezta dóttir, enda fann ég það vel á frænku minni, að hún mat kjördóttur sína og fjölskyldu hennar mikils. Hjá þeim hjónum neytti hún og sinnar síðustu kvöldmáltíðar. Svo vill verða í önnum daglegs lífs, að menn hittast aimennt ekki, nema leiðir liggi saman vegna starfa eða af öðrum ástæðum. Og þegar góður vinur hverfur af sjón- arsviðinu, harmar maður of fáar samverustundir. Um það tjóar ekki að fást, en þá er gott að ylja sér við ljúfar minningar frá æsku- árum. Þær á ég líka margar um frænku mína. Frá Huldu andaði alltaf hlýju, og ekki fór fjölskylda mín, bæði fyrr og síðar, varhluta af henni. Þá reyndist hún móður minni ævinlega sem bezta systir. Færi ég henni þakkir fyrir það nú að leiðarlokum. Um leið sendum við öll Vilhjálmi og fjölskyldu hans samúðarkveðjur okkar. Jón Aðalsteinn Jónsson + Elskulegur sonur okkar og bróöir, EYJÓLFUR KRISTINN BRYNJÓLFSSON, irabakka 10, veröur jarösunginn (rá Bústaöakirkju, miövikudaginn 1. júní kl. 13.30 e.h. Þeim serti vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Barnaspít- ala Hringsins. Sigríöur Sólveig Halldórsdóttir, Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson, Helena Svanhvít Brynjóllsdóttir, Guörún Lind Brynjólfsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, REIDAR KOLSÖE, skipstjóri, Reynigrund 61, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriöjudag- inn 31. maí, kl. 13.30 e.h. Hallveig J. Kolsöe, Reidar J. Kolsöe, Hallveig G. Kolsöe, Hjörtur H. Kolsöo. Helgi E. Kolsöe. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HALLFRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR, fró Horni, áöur til helmilis aö Fjarðastræti 21, fsafiröi, lést i Fjóröungssjúkra- húslnu á ísafiröl þann 27. mai. Elin og Rósa Frímannsdætur, Elsa Guöjónsdóttir og barnabörn. + Minningarathöfn um hjónin, JÓHÖNNU GUOMUNDSDÓTTUR, lækni fró Indriöastööum í Skorradal, og LEIF HANSEN, lœkni, sem létust í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn í marsmánuöi sl. í nýju kapellunnl í Fossvogi fimmtudaginn 2. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, verður K. Guömundur Guömundsson, Hólmfríður Magnúsdóttir, Grótar Ólafsson. + Viö þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, VILHJÁLMS SIGURÐSSONAR, bifreiðastjóra, Vitabraut 13, Hólmavík. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarfólki og öllum þeim sem heimsóttu hann í veikindum hans. Jakobína Áskelsdóttir, Siguröur Vilhjólmsson, Svanhildur Vilhjólmsdóttir, Sóley Vilhjólmsdóttir, Jón Vilhjólmsson, Áskell Vilhjólmsson, barnabörn og Áshildur Vilhjólmsdóttir, Aöalheiöur Ragnarsdóttir, Jón E. Alfreösson, Arnór Grímsson, Dagný Júlíusdóttir, Magnea Símonardóttir, barnabarnabörn. + Hjartans þakklæti til allra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, RÚNARS ÁRSÆLSSONAR, Hóseyju 21, Innri-Njaróvík. Guö blessi ykkur öll. Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, börn og tengdabörn. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ Bfi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKQvWlWEGI 48 SIMI 76677 VATNSKLÆDNING UR ALI Klæðningin líkist timbur- vatnsklæðningu, útlitsfalleg og eftirsótt. Fæst í mörgum fallegum litum. Auðveld í uppsetningu og frágangi. Vandamál íslenskrar veðráttu verða úr sögunni og útlit hússins, vekur ánægju og gleði. Leitið upplýsinga um verð og greiðslukjör. KJÖLURSí Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846 ] — *s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.