Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 „Hok.Kr\r s&mst&yfsme.nr'- Kn'mir aetla cÁ koma tiL m'io i kv/öloi OO) hjalpcí mérw5 p\/o upp-" Virðing þín fyrir mér og mínu starfi hér á heimilinu fari stöðugt hnignandi! Ekki bara á sjómanna- daginn Sjómann.skona, -móðir og -systir skrifar: „Komdu sæll, Velvakandi. Tvennt er það, sem mér liggur á hjarta. Annað er áhugaleysi fjöl- miðla á Stýrimannaskóla fslands. Ár eftir ár eru útskrifaðir vel menntaðir sjómenn úr þessum skóla, en þess er yfirleitt hvergi getið í fjöl- miðlum. Þessir nemendur fá að vísu ekki húfuna sína bara með prófum og góðum námsárangri, nei, þeir verða að vinna fyrir henni hörðum höndum og vinna sig upp stig af stigi. Það hefur sýnt sig, ekki síst nú, þegar allt er á heljarþröm, að við getum ekki lifað án sjósóknar og þess sem þar færst. Því á að sýna þeim virðingu, sem reyna að afla sér menntunar í þessum skóla sem öðr- um, og að sjálfsögðu öllum sjómönn- um — ekki bara á sjómann^daginn. Ég vona að næsta ár sjáist ekki bara getið um útskrift stúdenta, heldur einnig nemenda úr Stýri- mannaskóla Islands. Ég óska ykkur öllum til hamingju, ungu sjómenn. Hitt er í sambandi við pöntunar- fargan á nýjum bókum f bókasöfn- um. Það er hneyksli, að maður skuli þurfa að panta bók, sem kom út fyrir jólin í fyrra, 1982. Það sjást ekki nýj- ar bækur í bókabílnum og ef maður biður um nýja bók, er rekinn framan í mann bunki af pöntunarmiðum. Látið borga hærra ársgjald í söfn- in, en leggið niður þetta pöntunar- fargan ykkar. Allar bækur í hillurn- ar og svo er bara frjálst val. Það má stytta útlánstímann á bókum og 100 kr. ársgjald er hlægilegt. Þökk fyrir birtinguna." m „Það hefur sýnt sig, ekki síst nú, þegar allt er á heijarþröm, að við getum ekki verið án sjósóknar og þess sem þar fæst. Því á að sýna þeim virðingu, sem reyna að afla sér menntunar í þessum skóla (Stýrimannaskóla íslands), og að sjálfsögðu öllum sjómönnum — ekki bara á sjómannadaginn. „Critique**: Pistill um óperur og fleira á íslandi HÖGNI HREKKVlSI J,EKKI 5MVKJA TÓNFlSKl (JNPIR 5/E-TlE? '" „Velvakandi. Reykjavíkurhópurinn er hópur nokkurra „áhugamanna um söng og óperur", eins og segir í fyrstu grein laga félagsins. Við, félagar í þeim hópi, höfum einsett okkur að lofa það sem vel er gert, en lasta það sem miður fer. Þannig ættu tónlistargagnrýnendur fjölmiðla að starfa svo alþýða viti hverju eiga megi von á, er hún sækir þá tónleika eða sýningar sem um er rætt og þeir, sem gagnrýndir eru, viti hvað sé ágætt og hvað ekki. Við teljum að svo sé ekki unnið í dag. Enn sem komið er höfum við ekki mikla reynslu á því sviði sem óperusviðið er, en teljum okkur smekkmenn á söng og viljum veg íslenskrar óperu sem mestan og bestan. Til þess að svo geti orðið, verða forráðamenn hinna ýmsu uppsetninga að fá heiðarlega gagnrýni af fyrrgreindum ástæð- um. Fyrst vilium við minnast á upp- setningu Islensku óperunnar á Töfraflautu Mozarts. Hún var frumsýnd 28. nóvember 1982. í hvívetna var hún til hinnar mestu prýði fyrir nemendur og kennara Söngskólans í Reykjavík. Sviðs- mynd var þó slæm og minnti helst á sturtubaðsklefa með doppóttu sturtutjaldi en „disco“-flauta Garðars Cortes gerði þessa sýn- ingu nútímalegri en ella. Umdeild hljómleikauppfærsla Sinfóníuhljómsveitar íslands á óperunni Tosca eftir Puccini er næst á dagskrá. Hún var í fjölmiðlum helst umfjölluð vegna þess að láðist að taka fram hverjir hefðu tekið þátt í uppsetningunni í Þjóðleikhúsinu árið 1957 og frammistöðu þeirra þá. Okkur fé- lögunum þótti sýningin í Háskóla- bíói ágæt og sumt í henni frábært. Hún er tvímælalaust hápunktur í óperuflutningi hér á landi í vetur. Sinfóníuhljómsveitin hefði þó bet- ur fengið til liðs við sig kór fs- lensku óperunnar en Söngsveitina Fílharmóníu. Mikadóævintýri íslensku óper- unnar. Vafalaust hafa forráða- menn hennar haft ástæður fyrir sýningum á þessari bresku þjóð- félagsádeilu Gilberts & Sullivans frá seinni hluta 19. aldar. Okkur eru þær algerlega óskiljanlegar þar sem enn hefur ekki verið sett upp nein ítölsk ópera í hinu nýja óperuhúsi. Öpera er jú fyrst og síðast ítölsk ópera. Nú, í Mikadóinum er nokkuð skemmtilegt leiksvið og búningar sem er óneitanlega framför frá fyrri sýningum óperunnar. Ekki viljum við minnast á söng ein- stakra manna í verkinu (enda telj- um við það verk gagnrýnenda) en margt hefði mátt betur fara. Vonandi endar þetta ævintýri samt vel eins og öll önnur ævin- týri og verður stjórn íslensku óperunnar víti til varnaðar. Þjóðleikhúsið fær líka bita af þessari „krítík-köku“ okkar í Reykjavíkurhópnum. Djarft fram- tak Atla Heimis ber að lofa og óskar Reykjavíkurhópurinn hon- um nú opinberlega hjartanlega til hamingju með óperuna Silki- trommuna. Hún var hópnum mik- ið ánægjuefni, en eins og ávallt, slapp hún ekki alveg við neikvætt umtal. Sýningin í heild sinni var ekki hnökralaus en var samt sem áður einn stórkostlegasti viðburð- urinn í íslensku tónlistarlífi frá upphafi. k En í Þjóðleikhúsinu hefur ver- ið sett upp önnur ópera í vetur. Það er meistaraverk Mascagnis, Cavalleria Rusticana. Hún var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.