Morgunblaðið - 14.06.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
BRIDGESTONE
1100x20 vörubíladekk
Eigum til
á lager 1100x20 vörubíladekk.
Hagstætt verð og
góð greiðslukjör
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99
/
17JUNI
SUMARPÖT
AÖLLBÖRHIN
ALdrei meim úrval
MIÐBÆJARMARKAÐNUM
AÐALSTRÆTI9 SÍMI 27620 REYKJAVÍK
ÚR
ÝMSUM
ÁTTUM
Mozart myrtur vegna
afbrýðissemi eiginmanns?
„Réttarhöld" ef nota má það
orð, sem haldin voru á tónlistar-
hátíð í Brighton fyrir skömmu,
komust að þeirri niðurstöðu að
tónskáldið frábæra Wolfgang
Amadeus Mozart hafi verið
myrtur og morðinginn hafi verið
maður að nafni Franz Hofdemel,
en hann var embættismaður við
hirðina í Vínarborg. Eiginkona
hans Magdalena þótti fögur og
hún nam pfanóleik í einkatímum
hjá Mozart. Var „kviðdómurinn"
í Brighton nær samdóma í áliti
sínu að Hofdemel hafi byrlað
Mozart eitur þar eð hann taldi
hann halda við konu sína.
Mozart lést langt um aldur
fram, 35 ára gamall, og síðan
hafa menn ekki verið á eitt sátt-
ir hver dánarorsökin var, hvort
hann lést úr taugaveiki eða
hvort honum var byrlað eitur.
Og hvers vegna var hann lagður
til hinstu hvílu í ómerktri gröf
fátæklings þrátt fyrir að útförin
var ákveðin?
Rannsóknarrétturinn fór
þannig fram, að nokkrir sér-
fræðingar og áhugamenn röktu
allt það sem vitað er um málið
og fóru auk þess út fyrir það,
veltu fyrir sér hvað gæti hafa
gerst og hvaða rök lægju fyrir.
„Kviðdómurinn" var 250 manns í
áheyrendasalnum. Eftir mál-
flutninginn voru kviðdómendur
nær allir sammála um að hin
hefðbundna kenning um dauða
Mozarts, að hann hefði látist „af
eðlilegum orsökum", gæti alls
ekki staðist. En einhugurinn var
ekki hinn sami er átti að nefna
morðingjann.
Ian Hunter, framkvæmda-
stjóri tónlistarhátíðarinnar, átti
Mozart
hugmyndina að „réttarhöldun-
um“ og hann sagði m.a.: „Það er
útilokað að skera endanlega úr
um hvernig dauða Mozarts bar
að, en það hniga að því óve-
fengjanleg rök að hann hafi ver-
ið myrtur." Þrír voru greinilega
grunaðir öðrum fremur. Það
voru Franz Hofdemel sem áður
er um getið, Antonio Salieri,
keppinautur Mozarts sem hirð-
tónskáld og Franz Sussmayr.
Salieri viðurkenndi í hárri elli að
hafa byrlað Mozart- eitur, en
hann var þá svo hrumur af elli
og úti að aka að ekki þótti mark
takandi á rausinu í honum.
Sussmayr var sambýlismaður
Mozarts og hann lauk við síðustu
blaðsíðurnar í Requim í D-min-
or.
Eftir að hafa metið þau gögn
sem lögð voru fyrir felldi kvið-
dómurinn dóm. 60 töldu Hofd-
emel hafa myrt Mozart, 39 töldu
Sussmayr hafa framið ódæðið,
en 28 töldu Salieri hafa verið að
verki. Margir tóku ekki afstöðu
svo sem sjá má.
Framkvæmdastjórinn Ian
Hunter sagði að hann væri eftir
sem áður í mikilli óvissu um
hvernig dauða tónskáldsins bar
að. En hann lagði fram fram-
burðinn gegn Hofdemel: „Við
vitum að miðað við sjúkdóms-
einkenni þau sem Mozart sýndi,
er mjög hugsanlegt að honum
hafi verið byrlað eitur sem heitir
Aqua Toffana. í því er m.a. bæði
arsenik og blý. Það virkar hægt
og sígandi, fórnarlambið veslast
upp. Mozart og Hofdemel virtust
vera kunningjar og þeir voru
reglubræður í frímúrararegl-
unni. Það eru engin sönnunar-
gögn sem ganga úr skugga um að
Mozart hafi átt vingott við
kvenkyns nemendur sína. En ör-
uggt er, að daginn sem Mozart
var til moldar borinn, læsti
Hofdemel sig inni í íbúð sinni
ásamt Magdalenu konu sinni.
Þar skar hann hana illa í andliti
með rakhníf til að afmynda hana
og síðan svipti hann sig lífi.
— Það að Mozart var lagður í
ómerkta gröf en ekki þá sem
honum hafði verið ætluð bendir
til þess að einhverjir aðilar hafi
ekki haft áhuga á því að hægt
væri að finna líkið til krufningar
í kjölfarið á Hofdemel-hneyksl-
inu.“
Frá fornleifauppgreftri að Stóru-Borg.
Unnið við fornleifarannsókn-
ir á þrem stöðum í sumar
Á VEGUM Þjóðminjasafns íslands mun verða haldið áfram fornleifarann-
sóknum í sumar, bæði að Któru-Borg
sonar, þjóðminjavarðar.
Á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum
hefur verið unnið síðastliðin fjög-
ur sumur við rannsóknir í bæjar-
hólnuni forna. Hafa fundist þar
hlutir úr tré, skinni og leðri sem
varðveist hafa óvenju vel. Að
Stóru-Borg var búið allt frá mið-
öldum og fram til ársins 1840 að
bærinn var fluttur vegna land-
og á Þingnesi, að sögn Þórs Magnús-
brots af völdum sjávargangs.
Þingnes er nes sem gengur út í
Elliðavatn að austan. Þar hafa
fundist margar þingtóftir en aldur
búðarústanna hefur enn ekki verið
greindur. Þarna mun stjórna
rannsóknum í sumar Guðmundur
Ólafsson.
Þá eru að hefjast á vegum Ár-
bæjarsafns fornleifarannsóknir í
Suðurgötu. Flytja á húsið á Suður-
götu 7 upp í Árbæjarsafn en áður
en hafist verður handa við að
byggja á lóðinni að nýju verður
hún rannsökuð. Kristín Huld Sig-
urðardóttir vinnur við þessar
rannsóknir en þær eru kostaðar af
Reykjavíkurborg og Þjóðhátíð-
arsjóði. Þarna er um að ræða
framhald á þeim rannsóknum sem
gerðar hafa verið á þessu svæði.