Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 17

Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 17 Að spinna um Stalín — eftir Tryggva V. Líndal kennara Nú er lokið framhaldssögu Matthíasar Johannessen, Spunnið um Stalín, eftir fimmtíu þætti. Ég hef lesið þá flesta með áfergju. Svo mun hafa verið um marga aðra lesendur Mbl., enda samein- aði hún á frísklegan hátt ýmis áhugamá! lesenda, svosem leyni- lögreglusögu, hryllingssögu, póli- tíska refskák, sögulegt yfirlit, skáldlegt innsæi og ljóð. Þessir þættir vöktu með mér spurningar um hlutverk blaða- mennsku og skáldskapar í póli- tískum áróðri hérlendis. Fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir að mest áberandi ritstjóri landsins Tryggvi Líndal skyldi voga sér að birta langa framhaldssögu í eigin blaði sem væri í senn svo reyfaraleg og hlutdræg. Slíkt hlyti að útheimta áræði, því mikill hluti áskrifenda er ekki í Sjálfstæðisflokknum, og jafnvel trúlegt að miklum hluta flokksmanna þyki miður trúanlegt það sjónarhorn á Sovétríkin sem fram kemur í sögunni. Því gæfi Matthías óþarfa höggstað á sér. En við nánari umhugsun minnt- ist ég þess sem einhver skrifaði, að ekki væri alltaf skörp skil milli Matthíasar sem blaðamanns og sem skálds. Og þess er einnig að minnast að stjórnmálamenn og skáld eru vanir því að vera á milli tannanna á fólki, ekki sist ef þeir eru opinskáir. Því þótti mér bara alþýðlegt af Matthíasi að bregða sér svona á leik á síðum Morgunblaðsins. Jafnvel þótt það virtist á stundum verða eins og skopmynd af „moggaáróðri". Því öllu djúpu gamni fylgir nokkur alvara. Þegar betur er að gáð er framhaldssaga þessi dæmi um áróður í besta skilningi þess orðs: Til að byrja með er hún læsileg. Ég spurði þannig eitt sinn há- skólanema hvað honum fyndist um þættina. Hann svaraði hvass í bragði að þar stæði varla steinn yfir steini sagnfræðilega. Hins vegar bætti hann við að hann vissi til að margir læsu söguna nú samt, virtust hafa gaman af henni. Mér finnst þó meginkostur sög- unnar vera sá, að hér er fjallað skáldlega um ofbeldið í Sovétríkj- unum frá hægri sinnuðu sjónar- miði. Ég held að ef litið sé til skáldlegrar gagnrýni á Sovétríkin hérlendis, þá hafi hún yfirleitt komið frá pennum vinstrisinna. Því tel ég að mótvægi sé tímabært, vegna þess að ég held að hinn skáldlegi heimur höfði til fólks á miklu víðtækari grundvelli en rökfastar og staðreyndalegar greinar geti gert. Því megi ekki leyfa vinstrisinnum að einoka skáldskapargluggann til Sovét- ríkjanna. Hitt verð ég að segja að mér fannst framhaldssagan hans Matthíasar ekki tiltakanlega hægrisinnuð. Myndin af Stalín sem brugðið var upp minnti mig annars vegar á Solzhenitsyn og önnur sovézk skáld, og hins vegar á þá mynd sem mér sýnist að þorri almennings hérlendis geri sér um Stalín. Hins vegar þótti mér á köflum uggvænlegt hve Matthías gat lifað sig inn í ofbeldishugarfar Stalíns, svo virtist jaðra við aðdáun, en um leið ásakað Stalín um að vera of hrifinn af Hitler. Ég held að ég tali fyrir hönd margra jafnaldra minna um þrf- tugt, þegar ég segi að fátt við Rússland nútímans minni á öfgar Stalínismans, jafnvel þótt mið sé tekið af fréttum Moggans. Því las ég þessa sögu Matthíasar um Stalíns-Sovétríkin með líku hugarfari og menn lesa um Hitl- ers-Þýzkaland, sem liðinn atburð sem ekki má endurtaka sig. Þó grunar mig að tilgangur fram- haldssögunnar hafi í og með verið sá að sveipa Sovétríki nútímans stalínskum hjúpi, og þá um leið Alþýðubandalagið. Jafnvel virtist að sögulokum sem viðhorf Matthí- asar til Sovét væru mest mótuð af Stalinstimanum. En Matthías hefur með fram- haldssögu sinni unnið þarft verk. Að lokum vil ég leggja til að Matthías beiti þessari aðferð á innlenda atburði, og vitni þá í ís- lenska rithöfunda og skáld, frá bæði hægri og vinstra kanti, til að safna ljósi sem flestra þeirra sam- an í einn brennipunkt. Of mikið ber á að skoðanaskrif í dagblöðum séu annaðhvort of sérhæfð, svo þau höfði mest til þeirra sem eru þegar á sama máli og höfundurinn, eða þá að þau séu svo almenn, að þau hjálpi engum til að taka afstöðu. Frá sviði varn- armála nefni ég sem dæmi skrifin í Mbl. um NATO annars vegar og um friðarhreyfingar hins vegar. Mér finnst að aðferð Matthíasar sé vænleg leið til að brúa bilið milli slíkra lesendahópa. Vinningamir verða dregnir út 19. júní. Enn er tfmi til þess að vera með. Skrifstofa SÁÁ í Síðumúla 3-5 er opin daglega frá kl. 9-21 og kl. 13-17 laugardaga og sunnudaga. Sækjum gjafabréf ef óskað er. Síminn er 33370. SÁÁ Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Utíhurðir Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um myndalista ísíma 18430 Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 j SKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.