Morgunblaðið - 14.06.1983, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
Nýtt - - Nýtt
Peysur, blússur, kjólar, pils, buxur, buxnapils.
Glugginn,
Laugavegi 40.
Stykkishólmur:
Bækur og myndir úr
rausnargjöf sýndar
Til leigu 100 fm
Til leigu er glæsilegt fullinnréttað skrifstofuhús-
næði í stórhýsi með fögru útsýni.
Ármúla 18, sími 82300.
Stykkishólmi, 8. júní.
EINS OG ádur hefir komið fram í
fréttum, arfleiddi Ketill Jónsson frá
Hausthúsum í Eyjarhreppi Amtbóka-
safnið í Stykkishólmi að bókasafni
sínu, alls rúmum 13 þúsund bókatitl-
um. Hann gerði og meira, því hann
lét í arfleiðsluskránni fylgja með yfir
400 myndir, bæði málverk, eftir-
prentanir, og teikningar, og skal þar
vera stofn í listasafn sem hann hugs-
aði sér að komið yrði á fót í Stykk-
ishólmi og bæri hans nafn. Aður
hafði Ketill gefið Laugagerðisskóla í
Eyjarhreppi við stofnun hans 600
bindi úrvalsbóka og stofnað þar með
bókasafn við skólann. Þessi bóka og
myndasöfnun var æfistarf Ketils,
sem lést í fyrrahaust 78 ára að aldri.
Ketill fæddist að Hausthúsum í
Eyjarhreppi 11. janúar 1904 sonur
merkishjónanna Kristrúnar Ket-
ilsdóttur og Jóns Þórðarsonar sem
þar bjuggu yfir 40 ár. Þau fluttu
til Reykjavíkur 1948 og þá gerðist
Ketill starfsmaður við Reykjavík-
AVOXTUNStW
Ávöxtun sf. annast kaup og sölu verðbréfa,
fjárvörslu, fjármálaráðgjöf og ávöxtunarþjón-
ustu. Vegna mikillar eftirspurnar í spariskír-
teinum ríkissjóðs vantar okkur spariskírteini til
sölu strax.
GENGI VERÐBRÉFA
v 13. júní 1983
Verðtryggð
Spariskírteini Ríkissjóðs
Ár Sölug,/
Fl. 100 kr. Endurgr.
1970 2 14.056 05.02.84
1971 1 12.112 15.09.85
1972 1 11.621 25.01.86
1972 2 9.158 15.09.86
1973 1 7.078 15.09.87
1973 2 7.151 25.01.88
1974 1 4.517 15.09.88
1975 1 3.604 10.01.93
1975 2 2.655 25.01.94
1976 1 2.330 10.03.94
1976 2 1.895 25.01.97
1977 1 1.587 25.03.97
1977 2 1.352 10.09.97
1978 1 1.077 25.03.98
1978 2 865 10.09.98
1979 1 750 25.02.99
1979 2 559 15.09.99
1980 1 479 15.04.00
1980 2 363 25.10.00
1981 1 307 25.01.86
1981 2 233 15.10.86
1982 1 217 01.03.85
1982 2 162 01.10.85
Öll kaup og sala verðbréfa miöast við daglegan
gengisútreikning.
Ávöxtun ávaxtar fé þitt.
ávöxtm#
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LAUGAVEGUR 97 101 REYKJAVÍK SÍMI28815
Opid frá 10—17
urhöfn og var hann það til æfi-
loka. Ungur var hann fróðleiksfús
og notaði sér hverja bók sem hann
náði í, aflaði sér fróðleiks af eigin
rammleik enda ekki völ á fram-
búðarnámi. Hann komst fljótt upp
á lag með að meta bækur og leið-
beindi mörgum í bókasöfnun, var
vinur fornbókasala og allra sem
áhuga höfðu fyrir bókum. Þá hafði
hann yndi af málverkum og keypti
af upprennandi listamönnum og
hvatti þá til dáða. Á þeim vett-
vangi eignaðist hann marga kunn-
ingja. Ketill var mjög ómann-
blendinn, fór eigin leiðir, stundaði
sína vinnu af kostgæfni, var hús-
bændum sínum trúr. Hann átti
ekki langt að sækja hollustu við
góðar dyggðir. Móðir hans hafði
numið margt á Bessastöðum á
seinustu árum Gríms Thomsen
sem hún vann hjá og kunni vel að
meta og þau hvort annað. Þeirra
tíma minntist hún oft. Ekki fór
Ketill út fyrir landsteinana, en
þeim mun betur þekkti hann sitt
eigið land. Búskap var hann Iítið
fyrir og þar sem hann var einka-
sonur hjónanna, var búskapnum
hætt þegar þau gátu ekki rekið
hann lengur.
Þessi gjöf Ketils til Amtbóka-
safnsins sýnir vel tryggð hans við
heimahaga og er hún því metin að
verðleikum. Stjórn Amtbóka-
safnsins sýndi í gær sýslunefndar-
mönnum þessa góðu gjöf og voru
menn sammála um að aldrei hefði
bókasafninu borist jafn höfðing-
leg og vel þegin gjöf. Og svo í dag
var opnuð malverkasýning í hótel-
inu og sýndar þar yfir 30 myndir
úr safni Ketils og mönnum gefinn
kostur á að skoða. Jóhannes Árna-
son, sýslumaður las upp gjafa-
bréfið og færði gefanda miklar
þakkir og Árni Helgason, stöðvar-
stjóri minntist Ketils og foreldra
hans og sagði frá æfistarfi hans.
J.C. félagar höfðu aðstoðað við að
koma upp myndunum. Sýslunefnd
og oddviti og sveitarstjóri Stykk-
ishólms voru einnig mættir og
bauð sýslunefnd viðstöddum í
kaffisamsæti. Nú þegar er farið að
ræða um að stækka bókasafnshús-
ið og er það brýn nauðsyn til að
geta komið þessu viðbótarsafni vel
fyrir. FrélUriUri.
Kirkja
og kjarnorku
vígbúnaður
Kirkja og kjarnorka
HJÁ Máli og menningu er komin út ný
pappírskilja: Kirkja og kjarnorkuvíg-
búnaður.
1 formála séra Gunnars Kristj-
ánssonar segir m.a.: „Það er hið
samkirkjulega friðarráð hollensku
kirknanna sem hefur staðið fyrir
samningu bókarinnar og fengið til
þess hóp sérfróðra manna á hinum
ýmsu sviðum sem snerta vígbúnað
samtímans...“
Séra Gunnar Kristjánsson og
Halldór Guðmundsson þýddu Kirkju
og kjarnorkuvígbúnað. Bókin er 173
bls. að stærð, prentuð í Prentsmið-
junni Hólum hf. Kápumynd er eftir
Þröst Magnússon.
(Í r rrétutilkynningu)