Morgunblaðið - 14.06.1983, Síða 40
Sími 44566
RAFLAGNIR
samvirki JS\/
_^\skriftar-
síminn er 830 33
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
Sultartangi:
Framkvæmdir
tefjast vegna
stíflubrests
„ÞAÐ MÁ búast við að hluti fram-
kvæmdanna við Sultartanga tefjist
um allt að 10 daga,“ sagði Elías Elí-
asson verkfræðingur hjá Landsvirkj-
un í samtali við Morgunblaðið, en á
laugardag brast stíflugarður við
Sultartanga vegna vatnavaxta í
Þjórsá.
„Það eru bara eðlileg vorflóð í
ánni. Stíflugarðarnir eru til
bráðabirgða og við því búist að
þeir gætu farið í vorflóðum," sagði
Elías.
Elías sagði að við hönnun garð-
anna hefði verið ákveðið að taka
því ef vorflóð skemmdu þá, þar eð
ella hefðu framkvæmdir orðið enn
kostnaðarsamari, enda um bráða-
birgðastíflu að ræða.
„Það myndaðist um 100 metra
skarð í garðinn á laugardag, þegar
flóðin voru búin að standa í
nokkra daga, en þau hófust í byrj-
un síðustu viku, og við því er búist
að þau standi nokkra daga í við-
bót,“ sagði Elías.
Elías sagði að flóðavatnið hefði
komist ofan í gamlan farveg
Þjórsár, og tefðust framkvæmdir í
honum eitthvað, en aðrar ekki.
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Bandarískur aðili
hyggst kaupa 10%
BANDARÍSKT fyrirtæki, Wooding,
hefur lýst áhuga á því að verða með-
eigandi í Steinullarverksmiðjunni á
Sauðárkróki. Aðild fyrirtækisins er
bundin því að keyptur verði raf-
bræðsluofn af fyrirtækinu og eru
horfur á að svo verði gert. Að sögn
Árna Guðmundssonar, stjórnar-
formanns Steinullarverksmiðjunnar.
íslenzkir hest-
ar til Texas
FIMM íslenzkir reiðhestar bíða þess
nú að verða fluttir til Bandaríkj-
anna, en í fyrra seldi Guðrún
Fjeldsted á Ölvaldsstöðum í Borg-
arfirði auðugum Bandaríkja-
mönnum hestana. Tveir hestanna
eiga að fara til El Paso í Texas, en
hinir þrír til New York. Erfitt hefur
reynst að koma hestunum úr landi,
en nú er útlit fyrir að hestarnir, sem
fara eiga til New York, fari með
skipi þangað í byrjun júlí. Enn er
óvíst hvernig og hvenær hestarnir
fara til Texas.
er reiknað með þvi að hlutafjáreign
hins bandaríska fyrirtækis verði um
300 þúsund Bandaríkjadalir eða
10—12% hlutafjárins. Þá sagði Árni
að sænsk-finnskt fyrirtæki hefði lýst
áhuga á aðild en fyrirhugað er að
framleiðslulína verksmiðjunnar
verði keypt af því fyrirtæki. Aðild
þess fyrirtækis yrði álíka og hins
bandaríska en frá því hefur ekki
verið gengið.
„Við erum að vonum mjög
ánægðir með áhuga þessara er-
lendu aðila og þeir telja að við sé-
um með álitlegan iðnaðarkost,"
sagði Árni Guðmundsson. Hann
sagði hlutafjársöfnun verksmiðj-
unnar hafa gengið þolanlega að
öðru leyti; þótt menn legðu ekki
mjög háar upphæðir í fyrirtækið
væri þátttaka mjög almenn á
Sauðárkróki. Upphaflega var mið-
að við að hlutafé yrði um 30 millj-
ónir króna en sú upphæð nemur
nú líklega 50—60 milljónum. Árni
sagði að Samband íslenskra sam-
vinnufélaga yrði meðeigandi og
væri frá því gengið að hlutafjár-
eign þess yrði allt að 9 milljónum
króna á verðlagi frá því í apríl.
Árni sagði að stefnt væri að því
að framkvæmdir hæfust strax og
ofna- og vélasamningar væru full-
frágengnir og reiknaði hann með
að það yrði í ágúst. Framkvæmdir
við lóð munu hefjast í haust og
reiknað er með að bygging sjálfrar
verksmiðjunnar hefjjst næsta vor.
Ray Charles
til Islands
— heldur tvenna tónleika í byrjun júlí
Blökkusöngvarinn heimsþekkti,
Ray Charles, kemur hingað til
lands í byrjun næsta mánaðar til
tónleikahalds. Heldur hann
tvenna tónleika í veitingahúsinu
Broadway, dagana 7. og 8. júlí.
Charles er ekki einn á ferð því
með í fórinni hingað til lands er 25
manna hljómsveit.
„Það er ákaflega gaman að
stuðla að komu þessa manns
hingað til lands," sagði Ámundi
Ámundason, umboðsmaður, er
Morgunblaðið ræddi við hann í
Blómarósir á grænu ljósi
LÖGREGLA og Umferðarráð, í samvinnu við skáta og sveitir SVFÍ,
munu í þessari viku leggja áherslu á að fræða gangandi vegfarend-
ur um rétta hegðun við gangbrautir og umferðarljós. Kjörorðið er
„Gangbraut er bezta leiðin — ef aðgát er höfð“ og dreifa fyrrnefnd-
ir aðilar bæklingi með þessu nafni frá Umferðarráði. Á gatna-
mótum Bankastrætis og Lækjargötu hitti ljósmyndari Morgun-
blaðsins þessar blómarósir síðdegis í gær. Morsunblaðið/ Guðjðn
Krafist þyngri
refsingar en
16 ára fangelsis
ÁKÆRUVALDIÐ krafðist í gær há-
marksrefsingar með viðbót, sam-
kvæmt heimildarákvæði 77. greinar
hegningarlaganna yfir Grétari Sigurði
Árnasyni, sem gefið er að sök að hafa
myrt frönsku stúlkuna Yvette Bahu-
aud og fyrir stórfeilda líkamsárás á
systur hennar, Marie Luce á Skeiðar-
ársandi í ágúst á síðastliðnu ári.
Hámarksrefsing fyrir morð er 16
ár, en með ákvæðinu getur refsing
orðið allt að 24ra ára fangelsi. Það
hefur aðeins einu sinni gerst að
maður hafi verið dæmdur til lengri
fangelsisdvalar en 16 ára hér á
landi, en það var er Sævar Ciec-
elski var dæmdur í 17 ára fangelsi
vegna Geirfinnsmálsins svokall-
aða. f
Sjá frétt: „Akærði skaut
stúlkuna af ásetningi af 35—40
metra færi í bakið“, í miðopnu.
------
Tveir í gæslu-
varðhaldi
TVEIR útlendingar hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í 30 daga
vegna gruns um ffkniefnamisferli,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í
gær.
Mennirnir voru handteknir fyrir
rúmri viku, annar á götu í Reykja-
vík en hinn á Höfn í Hornafirði. Var
sá sem tekinn var í Reykjavík með á
annað hundrað grömm af hassi í
fórum sínum. Lögreglan vinnur nú
að rannsókn málsins.
Auglýsendur
athugið!
Auglýsingar sem birtast eiga í
Morgunblaðinu sunnudaginn 19.
júní þurfa að hafa borist auglýs-
ingadeildinni fyrir kl. 16 fimmtu-
daginn 16. júní.
„Líklegt að Flugleiðir
fái pílagrímaflug“
— segir blaðafulltrúi Flugleiöa
pflagrímaflug frá Alsír til Jedda í
sumar.
„ÉG TEL mjög líklegt að af þess-
um samningum verði, en það skýr-
ist á allra næstu dögum,“ sagði
Sæmundur Guðvinsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, vegna viðræðna full-
trúa Flugleiða og Air Algérie um
við franska umboðsskrifstofu
um komu Charles hingað til
lands. „Það ber öllum, sem hafa
séð tónleika Ray Charles og
hljómsveitar hans saman um, að
um meiriháttar upplifun sé að
ræða,“ sagði Ámundi ennfremur.
Hann bætti því við, að ef Charles
hefði ekki verið á leið yfir til
Evrópu og því „stop-over“ far-
þegi hér, hefði verið útilokað að
standa í innflutningi þessum.
Ray Charles er einhver allra
frægasti jazz- og blússöngvari
heimsins og hefur verið um
langt árabil. Hann er fæddur í
Georgíu og blindaðist aðeins 6
ára gamall. Plötur hans eru
fjöldamargar og hafa selst í
milljónum eintaka.
Ray Charles
gærkvöldi. Hann hafði þá nýlok-
ið við að ganga frá samningum
Sæmundur sagði að ef af samn-
ingum yrði hæfist pílagrímaflugið
upp úr 20. ágúst næstkomandi.
Vegna sumaráætlunar Flugleiða
yrði að hluta að leigja vélar og
fólk frá öðrum flugfélögum til að
sinna þessu verkefni.
Flugleiðir sáu um pílagríma-
flutninga fyrir Air Algérie í fyrra
og voru þá á annað hundrað ís-
lendingar við þá flutninga, en
einnig voru leigðar flugvélar og
fólk frá SAS til þeirra.
í fyrra fluttu Flugleiðir yfir 70
þúsund pílagríma á vegum Air
Algérie á tæpum tveimur mánuð-
um. Notaðar voru fjórar þotur af
gerðinni DC-8 og ein Boeing-747.
Sæmundur sagði að ef af píla-
grímafluginu yrði að þessu sinni
mundi það engin áhrif hafa á
sumaráætlun félagsins, þótt píla-
grímaflugið yrði fyrr á þessu ári
en í fyrra vegna annars tímatals
múhameðstrúarmanna.