Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 1
76 SÍÐUR 136. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Stærsti leikvangurinn í Varsjí var yfirfullur af fólki, tugþúsundum manna, þegar Jóhannes Páll páfí II flutti þar messu á föstudag, á öðrum degi heimsóknarinnar. Hér blessar hann mannfjöldann. Símamynd ap. „Páfínn tákn pólskrar samstöðu og hugsjóna“ Niepokalanow, Póllandi, 18. júní. AP. JOHANNES Páll páfi II flutti í dag messu viö klaustriö í Niepokalanow, fyrir vestan Varsjá, aö viöstöddum 300.000 manns, sem safnast höföu saman á hveitiökrunum í kring. í dag mun hann fara til Czestochowa í Suöur-Póllandi en þar er mesti helgigripur pólsku þjóöarinnar, myndin af Svörtu madonnunni. Þúsundir manna fóru í mótmælagöngu um götur Varsjár í nótt, annan daginn í röö. Fflar eltu lagaverði Forchheim, Vestur-Pýzkalandi, 18. júní. AP. TVEIR vestur-þýzkir lögreglumenn er ætluöu aö handtaka trúð nokkurn í fjölleikahúsi komust í hann krapp- an í dag er fjórir fflar geröu aösúg aö þeim. Það voru starfsmenn fjölleika- hússins er hleyptu þessum stærstu landdýrum jarðar úr búrum sín- um eftir að lögreglumennirnir ásamt leitarhundum tóku að elta trúðinn, sem lamið hafði á sak- lausum viðskiptavinum á krá í nágrenninu. Mikill darraðardans varð í fjölleikahringnum og munu starfsmenn hafa neitað að hemja dýrin fyrr en lögreglunni barst liðsauki. Mennina tvo sakaði ekki en fregnir herma að þeim hafi ver- ið lítt skemmt. Andropov veitir orður í þinglok Moskva, 18. júní. AP. ÆÐSTA RÁÐ Sovétríkjanna hefur lokiö vorfundi sínum í Kreml og er því ekki að vænta mikilvægra mannabreytinga í forystuliöi lands- ins á næstunni. Yuri Andropov, sem kjörinn var forseti Sovétríkjanna á fimmtudag, lét það veröa sína fyrstu skyldu í nýja starfínu á föstudag aö útbýta verölaunum til áhrifamanna, þ.á m. Viktor Chebrikovs, yfírmanns sovézku leyniþjónustunnar, og Grig- ori Romanovs, félaga í Stjórnmála- ráðinu. Andropov kom fram í stutta stund á fundi Æðsta ráðsins á föstudag til að greiða atkvæði um ný lög um samyrkjubú, sem sagt er að veiti þeim aukið sjálfsfor- ræði. Ekki var tilkynnt um neinar fleiri breytingar á forystusveit Sovétríkjanna á föstudag og var þingi slitið. Fund Æðsta ráðsins sækja fimmtánhundruð fulltrúar og mun ráðið koma næst saman í haust. í tilkynningu frá sovézku frétta- stofunni Tass segir að Andropov hafi á föstudag veitt Grigori Rom- anov og Geidar Aliev, stjórnmála- ráðsfélaga, orðuna „Hetja sósíal- ískrar vinnu". Fyrir rúmlega 300.000 manns flutti páfi messu við klaustrið í Niepokalanow og bar lof á þá, sem koma saman í kirkjunum til að biðja, skiptast á upplýsingum og til að láta í ljós óánægju sína með kúgun stjórnvalda. „Ég veit að þið starfið í anda alls þess besta í fari pólskrar alþýðu," sagði páfi. „Þið viljið geta erjað jörðina af alúð og með virðingu fyrir verki ykkar." Páfi kom til klaustursins í Niep- okalanow til að heiðra minningu heilags Maksymilians Kolbe, stofnanda þess, sem sjálfviljugur lét lífið fyrir annan mann í útrým- ingarbúðum nasista í Auschwitz. Hann var tekinn í dýrlingatölu í október sl., tveimur dögum eftir að Samstaða var bönnuð í Pól- landi. „Páfinn er tákn pólskrar sam- stöðu og hugsjóna, en að vísu er það ekki sú samstaða, sem yfir- völd vilja," sagði kona nokkur, sem hafði beðið alla nóttina eftir páfa ásamt syni sínum. „Þetta er stærsta stundin í lífi okkar. Ég sá páfa þegar hann kom í fyrra sinn- ið en þessi heimsókn er miklu þýð- ingarmeiri," sagði önnur kona frá Varsjá. Lech Walesa beið eftir því í dag að fá að vita hvenær hann fengi að hitta páfa að því er talsmaður hans sagði. Kirkjunnar menn skýrðu honum frá því í gær, að fundurinn yrði í klaustrinu í Jasna Gora í Czestochowa en þangað fer páfi í dag. Sjá ennfremur bls. 32 og 33. „Taktu flugið, Sally“ Geimferjan Challenger komin á braut Kanaveralhbfða, Klorida, 18. júní. AP. GEIMFERJAN Challenger hóf sig upp í himinblámann á tóífta tíman- um í morgun meö fimm manns innanborös, fjóra karlmenn og fyrstu bandarísku konuna í hópi geimfara. Feröin á að standa í sex daga og er þetta í sjöunda sinn, sem geimferja fer á braut um jöröu. Meginverkefni geimfaranna er að koma á braut tveimur fjar- skiptahnöttum, æfa hugsanlegt stefnumót við annað geimfar og gera meira en 20 vísindalegar tilraunir. Tugþúsundir manna fylgdust með geimskotinu og voru margir í skyrtubolum, sem á var letrað „Taktu flugið, Sally, taktu flugið". Sally Ride, 32 ára gamall stjarneðlisfræðingur, er fyrsta konan sem gerist geimfari í 22ja ára langri sögu bandarískra geimferða. Við geimskotið sjálft var hún í hlutverki flugvélstjóra, fylgdist með leiftrandi ljósa- borðinu og gaf flugstjóranum stöðugar upplýsingar um gang mála. Ferðinni lýkur nk. föstudag og mun þá ferjan í fyrsta sinn lenda á braut á Kanaveralhöfða, skammt frá brottfararstaðnum sjáifum. Að auki hefur verið gerð braut í Dakar í Senegal í Afríku, sem notuð verður ef í harðbakkann slær. Sally Ride á æfíngu fyrir feröina. Engin samstaða enn hjá EBE Sluttgarl, 18. júní. AP. EFTIR langan fund, sem stóð fram yfir miðnætti á föstudags- nótt, komu leiðtogar hinna 10 landa Efnahagsbandalags Evr- ópu saman til fundar á ný í morgun um fjárhagsáætlun bandalagsins. Enn hefur enginn samstaða náðst um deilumálin á þessum fundum, sem fara fram í Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi. Bretar krefjast þess, að framlög þeirra til bandalags- ins verði minnkuð um % mið- að við skuldbindingar þeirra samkvæmt fjárhagsáætlun yf- irstandandi árs. Hafa Vestur- Þjóðverjar lagt fram nýja áætlun, þar sem fram koma tillögur um aðra og breytta skiptingu á fjárframlögum til Efnahagsbandalagsins en ver- ið hefur. Það eru einkum Bret- ar, sem krefjast endurskoðun- ar á ríkjandi fyrirkomulagi, en sumar aðildarþjóðirnar og þó sér í lagi Frakkar, vilja halda sem fastast í óbreytt fyrir- komulag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.