Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 Fiskimennirnir iétu á 4 árum eftir sig 2000 ekkjur og börn Frönsk fiskiskúta (góletta) að veiðum i miðunum við Island. Fiskimennirnir raða sér við borðstokkinn, kulborða, svo að línan haldist strekkt og fari ekki undir skipið. Þegar þorskurinn hefur verið dreginn, hausa Bretónarnir hann og slægja á dekkinu, og stafla honum svo holt og bolt í lestina. Flandrararnir fóru öðru vísi að fram til 1914. Þeir söltuðu þorskinn niður í tunnur og settu á hann farg. hendi rakna og Dunkirkbær skipulagði góðgerðarskemmtun. En með þeim hætti fengu konurn- ar aðeins stuðning í eitt skipti fyrir öll. Upp úr þessu setti sjávarút- vegsráðuneytið í Dunkirk þá reglu að fiskiskúturnar mættu ekki sigla af stað á íslandsmið fyrr en 1. apríl. Það mun hafa haldið í tvo áratugi, þar til verstu áföllin tóku að gleymast. Frá 1840—69 fór ekk- ert skip frá Dunkirk fyrr en 1. apríl, en þá var bannið afnumið vegna samkeppninnar við sjó- mennina frá vestari höfnunum. Bretónarnir voru orðnir keppi- nautar á mörkuðunum fyrir Is- landsþorskinn. Það sést víða að af- brýðisemi er orðin mikil út í Bret- ónana. Dunkirkarar kvarta lika undan því að sjómenn þeirra krefjist hárra launa. Séu „gripnir sósíalisma", eru þar meðal hinna fyrstu. í heimildum frá 1880 segir: „Hinn mikli uppgangur Bretóna er Pierre Loti að kenna. Án hans hefði enginn talað um Bretónana. Höfnin okkar heldur þó áfram að hafa yfirburði. Þessi fiskifloti Bretóna, sem Parísarblöðin segja svo stórkostlegan, er þó ekki nema 57 skip meðan okkar er 105.“ Árið 1877 fór ráðuneytið fram á athugun, enda óánægja sjómann- anna orðin hávær. Þeir sögðu að aprílmánuður væri versti afla- mánuðurinn við ísland, en besti aflinn fengist í febrúar og marz. Paimpólarar hæfu veiðarnar í lok febrúar til að koma fiskinum á markað í Nantes og Bordeaux að vorinu. En einmitt 1877 urðu 48 sjómannskonur ekkjur og 134 börn misstu feður á íslandsmiðum. Til er listi yfir sjómenn sem fórust á árunum 1870—99 frá Dunkirk og ekkjur þeirra og börn. Verst var 1888. Þá fórust 163 og létu eftir sig 90 ekkjur og 259 börn. Versta sjó- slysið við Island var 1893, þegar 13—14 skip fórust með manni og mús og tveir þriðju sjómannanna frá Dunkirk. 1890 hafði verið látið undan og brottfarardagurinn ákveðinn 20. marz. En nú var hann aftur færður fram til 28. apríl. Ekki að furða þótt menn vonuðust til og reyndu að fá að- stöðu í landi á íslandi. Eftir neit- un Dana 1856 létu Dunkirkarar sér um sinn nægja að selja fiskinn til Bordeaux og í nálægum bæjum. 1879 er þó fyrsti tryggingasjóð- ur fyrir ekkjur sjómanna á fisk- veiðum við ísland, stofnaður og endurbættur 1895. En það voru ekki nema þær sem harðast urðu úti, sem fengu þar hjálp lengi vel. — Hvers vegna missum við sjó- mennina? var spurt. Er það af því að okkar skip sækja á hættulegri mið sem Bretónar forðast, og elta stærsta fiskinn? Þegar afli er mikill hafa Dunkirkskúturnar oft upp í 100 tonn á dekki. Og meðan skipið er með hálfan farm, er saltfarmurinn allur öðrum megin. Auk þess sem stóran hluta Paim- pólaflotans og öll Dunkirkskipin vantar milliveggi langs eftir skip- inu, svo farmurinn kastist ekki til. Hjálparskip send á miðin Öll þessi sjóslys, svo og slys og veikindi um borð í svo stórum fiskiflota, urðu til þess að farið var að reyna að finna úrbætur. Strax 1793 er sett reglugerð, sem segir að á öllum skipum sem hafi yfir 20 manna áhöfn skuli vera „handlæknir" og útgerðarmaður með tvö skip á miðunum skuli hafa lækni um borð. Sé skipið of lítið til að hafa hjúkrunarmann, þá skuli læknir af öðrum skipum aðstoða, beri slys eða veikindi að höndum. Meðalakistur skuli vera í öllum skipum sem hafi lækni, og í þeim minni nægar birgðir af sára- líni og einföldum sáraumbúnaði. Þessi sjúkrakassi hefur þó verið látinn duga, a.m.k. á litlu skútun- um á íslandsmiðum, þrátt fyrir reglugerðina. Árið 1837, þegar sjóslysaaldan er byrjuð, eru send á íslandsmið tvö eftirlits- og hjálparskip, Ep- erlan og Passe Partout. Og mun því hafa verið haldið áfram meira og minna til 1889, þegar útgerð- armenn uppgötva sér til undrunar að ekki á að fara til íslands nema eitt hjálparskip. Árið 1892 er sent til íslands nýtt og glæsilegt 1600 tonna skip, Biernaire, með 164 manna áhöfn. 1897 fara tvö her- skip til að vera til aðstoðar sjó- mönnunum frá Gravelines og Dunkirk, sem þá voru 2000 talsins á 110 fiskiskútum. Frá 1900—1914 halda eftirlitsskipin svo sem La Manche og Lavoise áfram að þjóna flotanum. En á fyrri stríðs- árunum féll slíkt að sjálfsögðu niður. 1918—1928 var skip að nafni Ville d’Is sex vikur við fs- Iandsstrendur áður en skipið hélt áfram á miðin við Nýfundnaland. 1929 kom í staðinn Queston Roose- velt, 60 tonna skip með 45 manna áhöfn, og með því 2 önnur hjálpar- skip, La Sendinelle og L’Estafette. Og að lokum var það L’Aille, sem sá um íslandsmiðin. Efirlitsskipin og í lokin spítala- skipin sigldu venjulega þrisvar sinnum með ströndum fram, þar héldu skipin sig nálægt landi ef þau þurftu á hjálp að halda. Fyrst sigldu eftirlitsskipin venjulega meðfram Austfjörðum, þá úti fyrir Vestfjörðum og komu síðan gjarnan til Reykjavíkur. Loks fóru þau í þriðju ferðinni hringinn í kring um landið. Spítalaskip og franskir spítalar í lokin Spítalaskipin og sjúkrahúsin í landi er svo önnur saga, sem að- eins verður stiklað á hér til að setja alla aðstoðina við sjómenn- ina inn í myndina. En þau komu til miklu seinna. 1894 gekkst hóp- ur liðsforingja, sem þekkti kjör sjómannanna, fyrir því að stofnuð voru samtökin „Öevres de Mer“, er höfðu að markmiði að veita fiski- mönnum við ísland og Nýfundna- land aðstoð, meðul og andlegan styrk. Upp úr því var farið að senda á miðin á hverri vertíð spít- alaskip. Fyrsta skipið fórst við Nýfundnaland. Aftur var safnað fé og annað spítalaskip byggt, Saint Paul, en þetta tígulega þrí- mastra seglskip strandaði á Meðallandsfjöru 15. apríl 1899. Fór mikið orð af því mikla og glæsilega strandgóssi, sem kom úr því. Þarna í sandinum lauk sögu þess. Þetta varð til þess að Ný- fundnalandsskipið var látið koma fyrst við á íslandsmiðum næstu vertíðir. 1907 var ákveðið að byggja fyrir spítalaskip sérstakt gufuskip, sem betur þyldi óveðrin við ísland. Það tók nokkur ár. Á meðan sigldi skipið Heilagur Frans af Assisi á íslandsmið. Gufuskipið Notre Dame de la Mer kom fyrst á miðin 1911. Bjargað af alþingismanni Frönsku spítalarnir á íslandi eru sérstök saga, sem átti sér langan aðdraganda. 1857 er fyrst farið að tala um að byggja spítala á íslandi. Tveir trúboðar fóru til íslands. Bernard ábóti, sem sneri aftur eftir að hafa verið settur á land í vitlausum firði en bjargað af alþingismanni, segir í franskri frásögn af atburðinum. 1858 héldu hann og Beaudoin ábóti frá Reims með skipinu Regine Celi og settust fyrst að í nánd við Reykjavík. Þeir voru kaþólskir og Danir bönnuðu frönsku prestunum að predika opinberlega. Þeir keyptu Landa- kotshæð og byggðu þar litla kap- ellu úr timbri 30x50 m að stærð. Voru þeir frönsku fiskimönnunum til aðstoðar á vertíðinni, en stund- uðu þess á milli íslenzku og bók- menntir. 1869 var timburhús flutt frá Cherbourg og fengið fulltrúun- um í Reykjavík til varðveizlu. Ætli það hafi ekki verið franska húsið sem lengi stóð við Austur- völl, en það síðan flutt eða reist aftur við Franska spítalann við Lindargötu. Sú hugmynd að byggja spítala fyrir sjómenn á Landakoti mun vera komin frá systrunum í Chambrey. 1896 fór Pitte ábóti til Islands á Týru og hélt til móts við aðstoðarskipið franska á Fáskrúðsfirði. Hann messaði svo á víxl úti á skútunum. Eftir heim- komuna barðist hann fyrir því í Dunkirk að fá spítala á Seyðis- firði. Safnað var undirskriftum í öllum fiskihöfnunum. 1897 fóru svo 7 systur af St. Josepsreglunni til Islands og urðu 3 eftir í Reykja- vík, en hinar héldu til Fáskrúðs- fjarðar. Þetta reyndist dýrt. Á ár- inu 1900 var hjúkrunarkonunni tilkynnt að hækka yrði greiðsluna fyrir hjúkrun franskra í 2,25—3 franka. Það varð til þess að sjáv- arútvegsráðuneytið í Dunkirk tók að greiða þessa hjálp niður. Og hjálparstofnunin „Les Dames Francaise" leggur sömu upphæð á móti, til að hægt verði að kaupa mjólk, egg og aðra holla fæðu handa veikum sjómönnum. Og það er þá sem Hammond ábóti fer að koma með fiskiskútunum til landsins. Árið 1902 voru stofnuð í Dun- kirk samtökin Societé des Hopit- aux Francaise á íslandi, samtök um fransk-íslenzkan spítala. Það voru þau sem sendu til íslands skipið La France 1909 til almennr- ar aðstoðar við flotann og með því bretónska lækninn Le Marchand og franskar hjúkrunarkonur. En nú voru félögin orðin tvö og í sam- keppni. Franski spítalinn í Reykjavík var byggður 1904. Systurnar fórm þá, en hjúkrunarmenn úr franska flotanum komu í staðinn til að sinna sjúklingunum. En „þar sem ekki var hægt að vera án kvenna, var ráðin Steinunn Ólafsdóttir hjúkrunarkona". Það dugði skammt. Sjómennirnir söknuðu franskra kvenna „þar sem þarna hitta þeir aðeins íslenzkan lækni, 21 árs gamlan háseta og tvær ís- lenzkar konur til að hjúkra, en enginn talar frönsku eða veit nokkurn hlut um franska matar- gerð“. 1904 sendu fiskimennirnir því beiðni um að fá í frönsku spít- alana franskar systur, sem geti veitt þeim andlega huggun. Ekki varð það. Þegar franski spítalinn á Fáskrúðsfirði hafði tekið til starfa 1903 undir stjórn Georgs Georgssonar læknis, var í staðinn fengin þangað frönsk yfirhjúkrun- arkona frá Lariboiseiere-sjúkra- húsinu í París. Og 1905 voru send- ar frá því sjúkrahúsi 2 franskar hjúkrunarkonur til starfa í frönsku sjúkrahúsunum. En það þriðja, í Vestmannaeyjum, var opnað 1905. Og voru öll þrjú sjúkrahúsin rekin í mörg ár. Segir í þeim frönsku heimildum, sem þetta er úr. að M. Thomson, kaup- maður á Islandi, hafi orðið svo hrifinn af þessum góðu verkum, að hann hafi látið reisa fyrir eigin reikning björgunarskýli fyrir sjó menn milli Ingólfshöfða og Skapt- áróss. - E.Pá. Stórmót á Víðivöllum Hestamannafélögin vestan Hellisheiðar (Andvari, Fákur, Gustur, Höröur, Máni og Sörli) halda stórmót á Víðivöllum í Reykjavík dagana 8. —10. júlí nk. Skráning kappreiöahrossa fer fram á skrifstofu Fáks dagana 23. og 24. júní og lýkur kl. 18 seinni daginn. Skráningargjald er kr. 200 á hest og verður skrán- ingargjöldunum variö til verölauna. Auk þess fær 1. hestur í hverri grein bikar til eignar. 250 m skeið 25 sek. 150 m skeið 17 sek. 300 m brokk. 800 m stökk 63 sek. 350 m stökk 26 sek. 250 m stökk 20 sek. Framkvæmdanefndin. p H fofrife Gódcm daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.