Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983
19
Christian Christensen, umhverfismálaráðherra Danmerkur, og jafnframt sá ráðherra dönsku stjórnarinnar, sem fer
með málefni, er snerta Norðurlönd. Mynd þessi var tekin af honum við inngang Norræna hússins í Reykjavík sl.
miðvikudag.
Þessi vaxtalækkun hafði mjög
jákvæð áhrif á efnahagslifið og
strax og menn tóku eftir því, að
danska stjórnin var ákveðin í að
halda fast á efnahagsmálum
landsins og að halda fram að-
haldssamri stefnu, þá jókst fjár-
festing og það einkum í bygg-
ingariðnaðinum. Þá varð strax
vart jákvæðari afstöðu á alþjóða-
vettvangi gagnvart Danmörku og
lánamöguleikar þar jukust.
Það kom einnig fram í skoðana-
könnunum, að meirihluti almenn-
ings i Danmörku vildi að stjórnin
héldi fram ákveðinni stefnu í ef-
nahagsmálum. Afleiðingin hefur
því orðið sú, að þjóðþingið hefur
samþykkt sparnaðaráætlun
stjórnarinnar og hún hyggst halda
fast við viðbótarsparnaðaráform,
sem boðuð hafa verið 15. ágúst nk.
og nema eiga 12 milljörðum d.kr.
Það var alls ekki auðvelt fyrir
stjórnarflokkana að grípa til svo
strangra aðgerða, sem raun ber
vitni, en við vitum að verði ekki
haldið áfram á þessari braut, þá
mun verðbólgan, sem búið var að
stöðva að mestu leyti i Danmörku,
byrja á nýjan leik. Þá mun jafn-
framt allur sá árangur glatast,
sem þegar hefur náðst.
Það eru líkurnar á hugsanlegu
efnahagshruni sem valda því, að
danska stjórnin er reiðubúin til
þess að halda fast við efnahags-
stefnu sína. Þá hefur það jafn-
framt skipt miklu máli fyrir fram-
gang þessarar stefnu, hvernig tek-
ist hefur til í launamálum. Þá
tókst að fá samtök launþega til
þess að halda kröfum sínum í
skefjum. Á því sviði taldi stjórnin
4% hækkun hámark. Okkur til
mikillar ánægju og nokkurrar
undrunar mætti þetta mjög mikl-
um skilningi hjá aðilum vinnu-
markaðarins og svo fór, að þeir
komust að samkomulagi sín í milli
án verkfalla og án afskipta ríkis-
stjórnarinnar. Við gerum okkur
vonir um að með áframhaldandi
sams konar þróun í tvö ár ennþá
verðum við búnir að koma á eðli-
legu ástandi.
Við gerum okkur engar veru-
legar vonir um, að atvinnuleysið
hjá okkur fari minnkandi á þessu
ári. Við gerum okkur hins vegar
vonir um, að það eigi ekki eftir að
vaxa og muni síðan fara þverr-
andi.
Christian Christensen vék að
lokum að kosningasigri Ihalds-
flokksins í Bretlandi og sagði: Það
sem hlaut svo miklar undirtektir í
Bretlandi, var óskin um að efna-
hagsmálin væru tekin föstum tök-
um en ekki látin reka á reiðanum
stjórnlaust. Þessi einfalda regla er
athyglisverðust af þvi, sem haldið
var fram í kosningunum þar: Það
getur enginn eytt meiru en hann
hefur unnið fyrir.
Veltlstýrl
Aflstýri
ALB-bremsukerfi
Grind byggö sérstaklega meö tilliti til árekstra
Rafdrifin sóllúga og rúður
4 gíra, sjálfskipting
(fully automatic).
5 gíra, beinskipting
BÍLLINN SEM HLOTIÐ HEFUR FRÁBÆRA
DÓMA GAGNRÝNENDA
SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM
HONDA A ISLANDI
VATNAGORÐUM 25 SÍMI 38772
39460 — 82089