Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 Fjórir bekkjarfélagar í barnaskóla ljúka stúdentsprófi með frábærum námsárangri: „Skemmtilegur og samstilltur hópur“ — segir kennari þeirra, Dagný G. Albertsson ÞAÐ HLÝTUR að teljast óvenjulegt að fjórir nemendur eins kennara í barnaskóla, skili svo framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi að tveir þeirra verði efstir í sínum skólum og tveir verði næst efstir. Það er engu að síður raunin með bekk úr Melaskólanum, sem Dagný G. Albertsson, kennari, kenndi á sínum tíma öll barnaskólaárin. Gylfi Zoéga, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Guðbjörg Jóns- dóttir og Ingólfur Johannessen eiga það öll sameiginlegt að hafa verið saman í bekk hjá henni í Melaskólanum. Þau eiga það líka öll sameiginlegt að hafa lokið stúdentsprófi í vor með framúrskarandi náms- árangri. Gylfi Zoega varð efstur á stúdentsprófi í Menntaskólan- um í Reykjavík, hlaut einkunn- ina 9,68, sem jafnframt er hæsta einkunn, sem tekin hefur verið við þann skóla frá upp- hafi. Margrét Kristín Sigurðar- dóttir, dúxaði í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, lauk 152 einingum og hlaut 426 stig, Guðbjörg Jónsdóttir varð semi- dúx í Verslunarskólanum í Reykjavík, hlaut einkunnina 9,21, og Ingólfur Johannessen varð semidúx í Menntaskólan- um í Reykjavík, fékk einkunn- ina 9,56. í tilefni af þessum ár- angri nemenda hennar hafði Morgunblaðið tal af Dagnýju. „Ég var með þennan bekk frá 7 ára aldri til 12 ára aldurs og hann var að mestu óbreyttur allan þann tíma,“ sagði Dagný. „12 ára bekkurinn er elsti bekk- urinn sem við kennum í Mela- skólanum og ég skilaði þeim af mér þá, en þau voru hjá mér öll barnaskólaárin. Eftir að þau fóru úr Melaskólanum fóru þau fyrst í Hagaskólann, en dreifð- ust svo í ýmsa skóla. Þetta voru duglegir nemend- ur með góða námshæfileika. Á þeim tíma voru ekki blandaðir bekkir, eins og nú er venjan og þeir sem voru duglegir fengu að njóta sín og höfðu betri mögu- leika til að standa sig vel, meðal annars vegna þeirrar hvatn- ingar, sem þau fengu af sam- keppni við aðra nemendur. Um- hverfið hélt ekki aftur af þeim, Dagný G. Albertsson kennari. MorpinbUiM/KÖE. eins og hætta er á að stundum verði í blönduðum bekkjum. Ef þú ert með jafnan bekk, nýtast námshæfileikar oft betur. Þá er auðveldara að kenna hóp- kennslu og það er auðveldara fyrir börnin að vinna sjálfstætt. Þetta var ákaflega skemmti- legur og samstilltur hópur og okkur kom mjög vel saman. Ef ég man rétt, þá varð Guðbjörg efst, árið sem þau luku barna- prófi. Þetta var ánægjulegur tími, en auðvitað man maður alltaf ljósu hliðarnar, fremur en þær dökku, ef þær hafa ein- hverjar verið. Það er skemmtilegt fyrir kennara að sjá, að fyrrverandi nemendum hans vegni vel. Til þess er ekki nóg að hafa góðar gáfur, því það getur brugðið til beggja vona þrátt fyrir það. Það er ýmislegt annað sem þar kem- ur til. Að sama skapi er það sorglegt fyrir kennara, að sjá til dæmis fyrrverandi nemanda sinn á glapstigum. Það er alltaf ánægjulegt að hitta gamla nem- endur sína, sem maður hefur ekki séð árum saman, nema staðar og spjalla við þá. Það er eins og maður eigi alltaf örlítið í þeim. Þótt þetta sé orðinn mikill fjöldi, þá kannast maður yfirleitt við svipinn, en kemur þeim ekki alltaf fyrir sig. Dæmi um það er kona sem kom á for- eldrafund til mín. Ég kannaðist við hana, en kom henni ekki fyrir mig. Þegar hún var að fara segir hún: „Mikið er nú gaman að koma í gömlu stofuna sína aftur," og þá áttaði ég mig á því að þetta var einn fyrrverandi nemenda minna. Einn af gömlu bekkjunum mínum kom saman í fyrra. Þetta er fólk sem er komið á fertugsaldur og mörg þeirra höfðu fylgst að gegnum menntaskóla. Það var skemmti- leg tilfinnig að sjá þau aftur eftir þennan tíma, líkt og að hitta gamla vini eða ættingja. Ég fann það greinilega að tím- inn stendur ekki kyrr. Ég er nú búin að kenna í Hundagjöldin í Kópavogi Vér ofsóttir — Ijósmynd af málverki Baltasars. eftir Björn Sigurðsson Ætla má eftir lestur á opinberu erindi, en því snjóaði inn um hurð- arrifuna mína á dögunum, að okkar góða bæjarstjórn sé haldin röngu mati á fjárhagsgetu íbú- anna eða gleymi því að ráðstöfun- artekjur heimila eru ósköp mis- jafnar. Lesing þessi er sérprentun úr Stj.tíð. B 14 nr. 172/1983. 1. gr. er bann við hundahaldi. 2. gr. í fjór- um bókstafsliðum aftur frávikin. Lögbýlisfólk fær heimildina, lög- reglustjóri, hjálparsveitir og blindir sér til leiðsagnar. í lokin er heimild til undanþágunnar ef fyrir liggur vottorð frá heilsu- gæslulækni og félagsráðgjafa. Forsendur vottorða eiga að vera heilsufarsástæður og félagslegar. Hvað sem skoðunum fólki um hundahald líður er það hið árlega gjald er mismunar þegnunum í Kópavogi og það svo gróflega að nærri liggur fjárkúgun. Innan fárra daga frá birtingu gjörningsins eiga hundaeigendur að mæta með dýrin — „og greiða á staðnum öll gjöld vegna hunds- ins“. Að þessu sinni er árgjaldið kr. 3.500. Við bætast tryggingar- gjöld kr. 422, skráning 300, plata með heimildum um eiganda og hreinsun hundsins. Þetta gerir samanlagt og sleppum þá plötu og hreinsun kr. 3.922. Hérna liggur hundurinn graf- inn. Gjaldið svarar til fyrri hluta fasteignagjalda af rúmgóðri íbúð og svo er ekki úr vegi að miða við vikukaup verkamanns á samdrátt- artímum. Boðað er að skuldugur hundur verði skoðaður sem rétttækur og réttdræpur enda muni starfs- kraftur á þönum og fylgist hann með heimilishögum fólks í þessu efni. Einhver árátta virðist vera hjá mörgum að amast við skepnum í annarra umsjá ef þeir iðka ekki slíkt sjálfir eða hafa af ama. Það geta orðið þung spor að senda hundinn sinn til aflífunar vegna eigin peningaleysis eða jafnvel fá- tæktar. Og því er þessi gjörningur þeirra, sem kosnir eru af fólkinu og fyrir fólkið endurtekning á niðurlagi gamalla dóma „ ... Og komi húð fyrir þá gjald þrýtur". Vondir hlutir eru í mótsögn við sjálfa sig. Þessir félagslegu og læknisfræðilegu þættir gefa til kynna að fyrir hendi þurfi að vera einsemd manneskju, innhverf og lokuð sál og til greina kemur að bóka skort á getu til þess að um- gangast annað fólk með venju- legum hætti. Verða gild hér í bæ ummæli Friðriks mikla „ ... þ v í betur sem ég kynnist mönnum því vænna þykir mér um hundinn minn ... “ ? Nú stendur þannig á fyrir hund- • inum að hann á aðeins eitt eðlilegt umhverfi og það er að vera í umsjá húsbónda síns. Húsbóndalaus hundur er ekki einasta vansælt dýr, hann gerir annað tveggja að finna sér nýjan eða veslast upp. „Sá er nú meir en trúr og trygg- ur ... “ Ákvæðið um hálfsmánaðar inni- lokun á undan eyðingu tekur á dýrið og fólkið á bænum hans. Ef til vill á það í stauti með húsnæð- islánið. Að vera strákurinn í lestarferð er runnið frá því að bóndinn og leiðangursstjórinn skammaði vinnumanninn eða barði, hann aftur léttadrenginn og strákurinn svo hundinn ef til náðist. Drottnun, stjórnun og aga er auðveldast að koma fram við þá er „Hérna liggur hundurinn grafinn. Gjaldið svarar til fyrri hluta fasteignagjalda af rúmgóöri íbúð og svo er ekki úr vegi, að miða við vikukaup verkamanns á samdráttartímum. Boðað er að skuldugur hundur verði skoðaður sem rétt- tækur og réttdræpur...“ minnst mega sín. Hundar eru minnihlutahópur og gjalda tryggðar sinnar en njóta ekki. Til- skipunin færir eigendur þeirra til sama hlutskiptis. Bæjarstjórnin í Kópavogi gerir með erindi sínu og samþykkt um hundahald í bænum aðför að fólki. Hún bannar fyrst, gefur síðan undanþágur til þeirra er greiðslu- getu hafa og boðar harðar aðgerð- ir ef gjald þrýtur. Svo langt ganga þessi ósköp að hvatt er til uppljóstrana og einn á að kæra annan. Er granni þinn á línu stjórnarinnar? Telur þú hann vera af gyðinglegum uppruna? Þú mátt hefna gamalla væringa og við munum bjóða starfsmanni okkar að framfylgja þessum hlut- um. Þetta er fengið að láni úr myrkri sögunnar og rangsnúinna mannlegra samskipta en á það minnst því stjórnendur þurfa að varast vítin en ana ekki út í þau. Kannski af fljótfærni frekar en slæmum hvötum. Góðum lesara er bent á sönnun slæmrar samvizku. Lögreglusam- þykktir eru í höndum lögreglu- stjóra og liðs hans. Sama gildir um ákvarðanir eins og hundalögin nýju. Það afleitur er málstaðurinn að framkvæmdina á að setja í hendur aðila er ráðinn verður sérstaklega. Óvinsælar aðgerðir og ranglát reglugerð lendir á eins manns baki en ekki stétt er hefnir það að leið- arljósi að leiðbeina fólki og greiða götu þess ef við á. Höfum það hugfast að ranglæt- ið kemur frá þeim, sem ranglæt- inu veldur. Framkvæmdaaðilinn er strákurinn, hinir eru lestar- stjórarnir. Deilt getum við um ýmsa hluti, t.d. hundahald í þéttbýli. Kaup- staðurinn okkar er stór á lands- vísu en ákaflega ungur. Við erum að stofni til innflytjendur og frumbyggjar. Sveitin og óbyggð svæði eru í næsta nágrenni. Bless- unarlega búum við í hávaðalitlu umhverfi og stöndum miklu nær sveitinni en hörðum reglum stór- borgar. Aðför að ánægju annarra snert- ir okkur öll og því ber að mót- mæla. Þaö má aldrei taka gleðina af fólki þó svo að það þrjóti gjald til greiðslu á staðnum. Fyrirvar- inn er nær enginn og virðist það gert af ráðnum hug þvf þá kemur efnahagurinn betur í ljós. Þannig vill til að undirr. hefir aldrei komizt í tölu hundaeigenda og því dálítið hæpinn sem hunda- maður. Hins vegar vasast hann með skepnur sem eru miklu stærri ög þyngri. Kostnaður í heyfóðrun var á sl. vetri um kr. 2.000 á hest. Það er því hægt að fóðra tvö hross fyrir skattgjöld af einum hundi. Lausaganga búpenings er eðli- lega bönnuð hér í bæ. Mál af þessu tagi eru yfirleitt leyst með sam- hjálp og lipurð. Hestaeigendur kosta miklu til í tíma og peningum svo þeir geti viðhaldið þessari lífsfyllingu. Hestamennska er iðk- uð af öllum aldurshópum. Þeir eru hvorki minnihluta- eða forrétt- indahópur. í samskiptum við skepnur sækj- um við sálubót og athvarf. Verum minnug þess að aðstæður fólks eru það misjafnar að meðal hunda- fólks eru þeir sem engan kost eiga á eignarhaldi á kostnaðarsamari skepnum en hundi sem gefinn var hvolpur. Bæjarstjórnina okkar hefir hent slys. Þessi tilskipun er aðför að þeim sem óviðbúnir eru skatt- lagningu ofan á aðra skatta og þola hana ekki. Þetta er að banna stráknum að sparka í þennan hund heldur hinn frá Norðurkots- hjáleigupartinu. Leiðangursstjórarnir í Kópa- vogi hafa tapað áttum en vonandi er þetta tímabundið og rjátlast af þeim. Góðurnar mínar, gerið ekki hundaeigendur að forréttindafólki í krafti peningagetu. Það sam- ræmist tæplega umbeðnum vott- orðum í D-liðnum. Kópavogi, 14. júní 1983, með vinsemd og virðingu, Björn Sigurðsson. Björn Signr&sson er rarðstjóri bji lögreglunni í Reykjavík. Snarfari, félag sportbátaeigenda, er með sýningu á bátum og innlendri bátasmíði í Elliðavogi í dag frá kl. 10.—22. Er þar allt nýjasta i bátum og útbúnaði þeirra til sýnis. MorpnbuaM/ ói. k. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.