Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ1983
Walesa fagnað
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hóf krepptan hnefa á loft þegar hann kom
til vinnu sinnar í Lenin-skipasmídastöóvunum í Gdansk sl. fimmtudag. I>ar
beið hans fjöldi manna, sem fagnaði honum innilega. Walesa var bannað að
fara til fundar við páfa, en nú hefur þeirri ákvörðun verið breytt að ósk páfa.
Páfí leysir bælda
ókyrrð úr læðingi
Varsjá, Póllandi, 18. júní. AP.
ÖNNUR heimsókn Jóhannesar Páls
II páfa til heimalands síns hefur
þegar orðið til þess að almenningur
þar hefur gefið lausan tauminn
óánægju sem drepin var í dróma er
herlög voru sett fyrir átján mánuð-
um. Veldur ekki sízt að páfinn hefur
verið skeleggur og óvæginn í orðum
í garð hinna kommúnísku stjórn-
valda.
Hundruð þúsunda Pólverja
stóðu hjá er páfa var ekið um göt-
ur Varsjár á föstudag fagnandi og
hrópandi þakkarorð fyrir tilmæli
hans í útvarps- og sjónvarsávarpi
um að glæða frjáls verkalýðsfélög
í landinu nýju lífi. Margir forðuð-
ust þó að hafa pólitíska tilburði í
frammi og virtust hafa trúarlegan
áhuga einvörðungu á komu páf-
ans. Fjöldi óeinkennisklæddra
lögreglumanna var í mannþröng-
inni, en engar spurnir hafa borizt
af handtöku. Meðan á guðsþjón-
ustu páfa stóð á föstudagskvöld
mátti þó greina ljósmyndara lög-
reglunnar önnum kafna við
myndatökur af einstaklingum er
héldu uppi mótmælaspjöldum
Samstöðu.
Harðorð gagnrýni páfans á her-
lög i upphafi heimsóknarinnar
hrundi af stað mótmælagöngum
að kvöldi til þrátt fyrir hvatningu
bæði rómversk kaþólsku-kirkj-
unnar og Walesa Samstöðu-leið-
toga um að fólk sýndi stillingu.
„Við komum hingað til að heyra
páfann segja sannleikann," sagði
einn félagi í Samstöðu, sem ferð-
ast hafði frá Gdansk til Varsjár.
„Fólkið vill frelsi, og ég held að
mennimir í byggingunni þarna
viti það,“ bætti hann við og benti á
aðalstöðvar pólska kommúnista-
flokksins.
Mótmælin fyrir utan aðalstöðv-
ar flokksins á fimmtudagskvöld
voru hin mestu síðan Samstaða
var bönnuð í krafti herlaga í des-
ember 1981.
Fjölmennasta
mótmælagangan
— frá því aö herlög voru sett
FJÖLMENNASTA mótmælaganga,
sem farin hefur verið í Póllandi frá
því að herlögum var lýst þar yfir, fór
fram á fimmtudagskvöld. Hófst hún
með því að fólk safnaðist saman í
gamla borgarhlutanum í Varsjá til
þess að sjá og fagna páfa, er hann
kom til messu í Sankti-Jóhannesar-
dómkirkju. Fólkið hélt síðan kyrru
fyrir, eftir að páfinn var farinn frá
kirkjunni að messu lokinni. Tók
fólkið síðan að syngja: „Guð verndi
Pólland", en það er sálmur og ætt-
jarðarljóð, sem varð til við skiptingu
Póllands á 18. öld.
Hópur viðstaddra, sem komið
hafði frá borginni Gdansk, upp-
hafsstað Samstöðu, samtaka
hinna frjálsu verkalýðsfélaga, tók
þá að syngja söngva, þar sem
skírskotað var óspart til þeirra
þriggja borga við Eystrasalt, þar
sem Samstaða er sterkust,
Gdansk, Gdynia og Sopot. Vakti
þetta strax miklar undirtektir frá
fjöldanum og þegar einhver lyfti
upp skilti þar sem á stóð „Sam-
staða" mátti heyra mikil fagnað-
arlæti.
Mannfjöldinn hélt síðan inn til
miðborgar Varsjár syngjandi ætt-
jarðar- og trúarsöngva. Af og til
mátti heyra hróp eins og „Walesa,
Walesa" og „lengi lifi Bujak", en
þar var átt við Zbigniew Bujak
sem er leiðtogi neðanjarðarhreyf-
ingar Samstöðu í Varsjá. Fleira
fólk slóst smám saman í hópinn og
gangan, sem hafizt hafði í því
skyni að tjá föðurlandsást og trú-
arhita viðstaddra, snerist upp í
fjölmennustu mótmælagöngu, sem
átt hefur sér stað í Póllandi, frá
því að herlög voru sett þar 13. des-
ember 1981.“
„Þeir munu ekki berja okkur í
dag, komið með okkur,“ hrópuðu
göngumenn til hikandi áhorfenda,
sem greinilega óttuðust, að lög-
reglan léti til sín taka. Þessi
hvatning hreif á æ fleiri, sem síð-
an slógust í hópinn og tóku þátt í
mótmælagöngunni.
Skólagarðar
Reykjavíkurborgar
SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur eru nú komnir af stað með starfsemi sína, en þeir eru ætlaðir
unglingum á aldrinum 9—12 ára, að því er Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborg-
ar, sagði okkur. Hann sagði jafnframt að það væru milli 800 og 900 þátttakendur að þessu sinni
og færi þeim fjölgandi dag frá degi. Starfsemin yfir allt sumarið kostar eitt hundrað krónur.
Jafnframt ræktuninni verður kennd átthagafræði, farið í leiki og gönguferðir um nágrennið.
Steinar Halldórsson 9 ára er í skólagörðunum í fyrsta Sólveig Guðrún Hannesdóttir. „Ég er að rækta radísur
skiptið. Hann er að rækta spínat og radísur. og alls konar kál.“
Tugþúsundir mótmæla kommúnistastjórninni s<m“nynd AP
50.000 manns fóru um miðborg Varsjár á fimmtudagskvöld til að mótmæla kúguninni í landinu og banninu við
Samstöðu. Margir krossar voru bornir í göngunni og auk þess hélt fólkið annarri hendi á loft og gerði V-merki með
fingrunum, sigurtáknið, sem Churchill geröi frægt í síðari heimsstyrjöld.
Hart lagt að Jaruzelski
iq ad 1
Varsjá, 18. júní. AP.
í VIÐRÆÐUM sem Jóhannes Páll
páfi II átti við leiðtoga pólska
kommúnistaflokksins, Jaruzelski
hershöfðingja, á Töstudag hvatti
hann til þess að verkalýðssamn-
ingarnir sem gerðu Samstöðu kleift
að skjóta rótum yrðu aftur teknir í
gildi.
Á fundinum sem páfi átti með
Jaruzelski í Belvedere-höllinni í
Varsjá, skoraði hann á kommún-
istaleiðtogann að „gera smám
saman að veruleika þær félagslegu
endurbætur, sem náðist að semja
um eftir mikið átak á úrslitadög-
unum í ágúst 1980“. Hann lét jafn-
framt í ljós von um að „aðstæðum
yrði breytt" á þann veg að Banda-
ríkin og önnur vestræn ríki sæju
sér kleift að aflétta viðskipta-
hömlum sem settar voru á Pólland
eftir að herlög tóku gildi.
Jaruzelski ávarpaði páfa og lét
svo um mælt að „ef þróun mála I
Póllandi tæki rétta stefnu" væri
e.t.v. unnt að afnema herlög áður
en langt um liði.