Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JtJNÍ 1983 27 Eftir Björgvin Björg- vinsson myndlistar- kennara Nú þegar sólin hækkar á lofti og tær vorbirtan færist yfir umhverdd, þá er eins og allt lifni við, og það sem virtist grátt og dautt yfir vetr- armánuðina fær nú nýtt gildi. Allt umhverfið Ijómar af sérstæðri feg- urð sem vert er að veita athygli og skoða í nýju Ijósi. Fjölmargir festa á filmur skemmtilegar stemmningar úr umhverfinu, af fólki, húsum, fjöll- um o.s.frv. Sumir teikna eða mála það sem fyrir augun ber og tengja þannig útiveru og umhverfi í list- rænni sköpun. En mjög margir hafa uppgötvað að ánægjulega útiveru er hægt að stunda allt árið um kring hér á landi, því allar árstíðirnar hafa sín sérkenni og fegurð. T.d. er oft mjög sérstætt um að litast í kringum páskana. Á þeim tíma myndast oft skcmmtilegar andstæður í umhverf- inu, þegar vor og vetur eru um það bil að mætast. Slíkri stemmningu fékk stór hóp- ur fólks að kynnast um síðustu Útiteikning uppi á fjöllum. Greinileg ánægja ríkir hjá þessu unga fólki með árangurinn í útiteikningu sinni. óníkan tekin fram og dansaður hringdans, gömlu og nýju dans- arnir fram á nótt. En ekki var þar látið staðar numið, heldur var haldið áfram að spila og syngja í litlu húsi nærri aðalskálanum. Þannig gátu þeir sem vildu, farið að sofa í kyrrð og ró, en þeir söngglöðu fengið að syngja fram eftir allri nóttu í hinu litla húsi, þar sem stemmningin minnti helst á þröngsetna enska krá. Frábær skemmtun. Samhugur og tilhlökkun Annar dagur páska rann upp með góðu veðri, sól og blíðu. En því miður varð að leggja af stað í bæinn um hádegisbil þann sama dag. Utivistarrútan stoppaði á leið- inni fyrir framan Langadal í Þórsmörk þar sem skáli Ferðafé- lags íslands er, þar var beðið eftir rútunum þaðan svo allir bílarnir gætu farið í samfloti heim. En Listræn tjáning Frásögn af sérstæðri ferð í Þórsmörk páska uppi í Þórsmörk. Flestir kom- ust þar í náin tengsl við hina sér- stöku náttúrufegurö sem þar ríkir. Listsköpun í Þórsmörk Ferðin upp í Þórsmörk um pásk- ana var farin með ferðafélaginu Útivist. Þar voru saman komnir mjög hressir ferðalangar á öllum aldri. í þessari ferð var boðið upp á sérstaka nýbreytni undir leið- sögn minni, sem var iistsköpun þar á staðnum. Útkoman var ein- staklega góð og höfðu allir mjög gaman af. Langflestir urðu virkir þátttakendur. Mér fannst mjög gaman að sjá Þórsmörkina í fyrsta skipti í fögr- um vetrarbúningi, þar sem tré, klettar og fjöll stóðu upp úr fönn- inni. Einstök kyrrð ríkti þarna uppi í óbyggðum. Skáli Utivistar í Básum í Þórsmörk er sérstaklega vistlegur, og komu allir sér þar fyrir á þægi- legan hátt við komuna þangað á laugardeginum. En fljótlega hélt röskur hópur af stað í fjallgöngu og hafði með sér í förinni teikni- spjöld og blýanta, og lét ekki smá skafrenning aftra sér frá göng- unni upp á fjöllin, það var greini- legt að öllum fannst hressilegt og sérstakt að standa þarna uppi á fannhvítum fjöllunum uppi i óbyggðum og tengjast þar um- hverfinu á nýjan hátt þ.e.a.s. með myndsköpun. Páskadagur í Þórsmörk heilsaði öllum glaðlega, einkum seinni partur dagsins, þegar sólin skein glatt og bjart og gaf umhverfinu nýja fegurð, sem allir nýttu sér með mikilli ánægju, með útiveru, gönguferðum og útiteikningu. Utivistarkvöldvökur Ekki má gleyma hinum stór- skemmtilegu kvöldvökum sem haldnar voru í skálanum. Greini- legt var að hið geysigóða and- rúmsloft sem þar náðist var vegna þess að í hópnum var fólk sem hafði starfað lengi í félagsskap Útivistar. Söngurinn og tónlistin voru kröftug og skemmtileg. Allir tóku virkan þátt í því sem fram fór og skemmtu sér vel. Þeir yngstu í hópnum sáu um leiki og leikþætti sem vöktu mikla kátinu allra viðstaddra. Siðan var harm- þvílíkur sólskinsandi var kominn í hópinn að flestir fóru út úr rút- unni þar á staðnum til að spila, syngja, dansa og skemmta sér á meðan beðið var. Á heimleiðinni var kominn sam- hugur og tilhlökkun í fólk að fara aftur í Þórsmörkina í sumar, og þá í breyttan búning umhverfisins, i hina fjölskrúðugu sumarlita- stemmningu. Það var greinilega mikill hugur í öllum eftir svo vel- heppnaða og skemmtilega ferð, þar sem allir höfðu tekið virkan þátt i útivist, söng, myndlist, leik- list og dansi. Björgvin Björgvinsson Horft niður á skála Útivistar í Básura í Þórsmörk. llmhverfið er bæði fagurt og hrikalegt í senn. Útivistarkvöldvökurnar hófust með söng og hljóðfæraslætti, og mikið fjör fylgdi í kjölfarið, tónlist, leikir, dans o.fl. Mjög auðvclt er að tengja saman útiveru og umhverfi í listræna sköpun, eins og þessi mynd ber Frábær stemmning á páskadagskvöldi. Hér dansa saman þau sem viðurkenningu hlutu fyrir með sér. mjög góða listsköpun í Þórsmörk um páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.