Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 43 Dansað á Lækjartorgi að kvöldi þjóðhátlðardaga. Á skemmtun skíta f Hljómskálagarðinum. Stefnumót við Frfkirkjuna. Góð aðsókn á 17. júní DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri opnaði sýningu í aðalsal Kjarvalsstaða sl. fimmtudag, en þar eru sýndar 44 Þingvallamyndir Kjarvals, en þær eru flestar í einkaeign og hafa margar þeirra ekki verið sýndar opinberlega íður, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, forstöðumanni Kjarvalsstaða. Þá stendur yfir á Kjarvalsstöð- um sýning Listmálarafélagsins og er hún í Vestursal, en þar sýna 17 listmálarar verk sín. Ennfrem- ur stendur yfir sýningin Nýgraf- ík, en að henni standa 5 ungir grafíklistamenn sem eru ný- útskrifaðir úr Myndlista- og handíðaskólanum. Þá er í fjórða lagi á Kjarvalsstöðum grafíksýn- ing Richards Waldenbauer, sem er kennari í graffk við Myndlista- og handiðaskólann, en efni sýn- ingar hans er grafísk bók, sem er myndaskreyting við ljóð 12 ljóð- skálda. Ennfremur er hann með grafíkpressu inni á sýningar- svæði sínu og þrykkir hann myndir þar sem hann selur og getur fólk þannig fylgst með því hvernig verkin verða til. Að sögn Þóru var góð aðsókn að listsýningunum á Kjarvals- stöðum á 17. júní. Fjórar listsýningar á Kjarvalsstöðum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.