Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 létu á 4 árum eftir sig 2000 ekkjur og börn Fiskimennirnir Þá voru golþorskar dregnir úr sjó á íslandsmiðum, og urðu að fallegum saltfíski á frönskum markaði. Ekki að furða þótt læknarnir á spítalaskipunum nefndu handarmein sem helstu plágur duggusjómanna, er þeir stóðu í 18—20 tíma við borðstokkinn og drógu svona físka. Nefndir eru 12 kg þorskar sem algengasta stærðin. Brottför fískiskútanna frá Dun- kirk í Franska Flandern og höfnun- um þar í kring var alltaf stórviðburð- ur í þessi 300 ár sem þeir sóttu í íslandsmið. Hálfum mánuði áður fóru sjómennirnir í kirkju til að biðja fyrir sér og sínum. Og sunnu- daginn fyrir brottför fór öll fjöl- skyldan saman í kirkju, segir í einni samtímafrásögn. Síðustu tvær vik- urnar mátti sjá á vegunum í kring um bæinn skrýtna ferðalanga. Hest eða múldýr gjarnan með eigur sjó- mannsins á bakinu. Og ofan á dýn- unni hans og öðru dóti sátu börn eða sjómaðurinn sjálfur. Brottfarardaginn dró skipstjóri upp fánann og sigldi stundum dag- inn áður út á ytri höfnina. Ekki var óalgengt að úti á höfninni þyrfti að bíða eftir einhverjum. Svo sigldu þessi fallegu för með vindinn í seglunum hvert af öðru út á haf. Það var stórkostleg sjón. Sjómennirnir veifuðu í síðasta sinn húfunum sínum. Konurnar horfðu á eftir þeim og héldu svo beint í Petit Capelle, litlu kapell- una, til að brenna síðasta kertinu á altari Maríu meyjar. Áður en ströndin hvarf sjómönnunum kvaddi skipstjórinn þrisvar sinn- um með fánanum. Fyrsta degi um borð var fagnað með góðri máltíð og sjómennirnir fengu sinn fyrsta áfengisskammt. Glaðværð ríkti um borð. Sumir voru svolítið vot- eygir, svo lítið bar á. Svo fara þeir í koju og kveikja á týrunni, sem brátt fær ekki annað eldsneyti en lýsi og reykir. Það er kveikt upp i litlu kabyssunni þeirra, sem mat- urinn er soðinn á, og eldurinn kulnar ekki í henni í túrnum. Þegar á miðin er komið, er dreg- ið um plássin við borðstokkinn úr húfu. En þau eru mjög mismun- andi. Það er aftur hátíð þegar fyrsti þroskurinn er saltaður og þá veittur aukaskammtur af víni. Reglur eru um að engin fiskiskúta megi veiða nær annarri með línu en 120 faðma. Talað er um 12 kg þorska á línuna. Lifrinni er hent í föt. Fyrst er oftast veitt við hina hættulegu suðurströnd íslands, en síðan haldið vestur með fjörðum eða til veiða út af Austfjörðum. í íslenzkri frásögn um Fransmenn á Fáskrúðsfirði segir að seglskútur, svo voru við Austurland, hafi einkum verið frá þremur borgum, Dunkirk, Gravelines við Erma- sund og Paimpol á Bretagneskaga. Tvisvar sinnum á vertíðinni hitt- ust skipin í hópum inni á fjörðum, venjulega á Dýrafirði og Patreks- firði á Vestfjörðum eða á Fá- skrúðsfirði þau sem voru fyrir austan og fara sögur af því hve tignarlegt hafi verið að sjá kannski 40—50 skútur koma sigl- andi inn fjörðinn þöndum seglum. í fyrra skiptið komu frönsku skip- in um miðjan maí, þegar flutn- ingaskipin komu til að taka afla hjá þeim, eftir að byrjað var á því, og svo um miðjan ágúst til að taka vatn fyrir brottförina, þrífa skipin og fá aðstoð og læknishjálp, ef þurfa þótti. Þegar því var lokið, var venjulega búinn til hinn hefðbundni búðingur úr hveiti og rúsínum, sem höfðu verið geymd- ar allan túrinn í þeim tilgangi. Allir sjómennirnir hópuðust í kring um hann og voru glaðir. Brottfarardagar voru venjulega 31. ágúst fyrir skipin út af Aust- fjörðum, og 10. september fyrir þau sem voru fyrir Suðurlandi. Vertíðin miðaðist við salt- birgðirnar. En margir sendu við- bótarsalt með flutningaskipunum í maí. Máttu menn því hætta veið- unum fyrr ef þeir voru orðnir saltlausir. Korvetturnar 25. ágúst og stærri skipin 5. september, þeg- ar svo stóð á. Ábótinn leikur á grammófón Blaðamaður frá Press Dun- kerqua, sem virðist hafa verið með á eftirlitsskipi 1906, segir svo frá komu þeirra til Fáskrúðsfjarðar: „Hermond ábóti er þar á sumr- in, en heldur heim á vetrum. Hann dreifir bréfum. Tók við því af Túl- iníusi konsúl (hann var franskur konsúll 1890—1901). Þarna var timburhús á tveimur hæðum, 18 m á lengd og 5 á breidd, tvær hæðir (byggt 1896). Inni er stór salur með borðum og bekkjum til að lesa og skrifa við. Á veggjum er hvatningarmyndir gegn alkóhól- isma. Og í horni geysistórt hvítt járnílát sem Dunkirkar kalla Zoele Boom. Sjómennirnir kalla sætan ávaxtasafann í því „mad- eira“ og þamba hann meðan þeir spila ludo eða dam. Altaii kapell- unnar er skilið frá með tjaldi, en á það má varpa „ljósamyndum". Eftir messu á sunnudögum leikur ábótinn á grammófón. En hann er ekki sá eini á staðnum. í öllum húsum staðarins trónar þetta skrýmsli og hreyknir íslendingar vilja endilega spila fyrir okkur. En við erum ekki komnir til íslands til að hlusta á grammifón." Aflavon og vetrar- veður togast á í byrjun 18. aldar voru notaðar til íslandsveiðanna duggur, eins eða líkar þeim hollenzku, og korv- ettur, sem munu hafa verið 50—60 tonna skip. En 1840 kemur fyrsta gólettan, La Louis, til Dunkirk, segir i heimildum þaðan, en gól- ettur voru byggðar fram til alda- móta. Þá var kostnaðurinn við að byggja þær orðinn það mikill að þær, þessi glæsilegu tvímastra stóru skip, fóru að týna tölunni. Það voru Bretónar frá Paimpól, sem þróuðu góletturnar fyrir ís- landssiglingar síðari hluta 19. ald- ar og Paimpólaskipin skákuðu öll- um öðrum við veiðar á þessu úfna hafi, þar sem óveðrin skullu svo skyndilega yfir. Undir aldamótin voru bretónsku góletturnar orðnar léttbyggðar, færri tonn, og höfðu 22—25 manna áhöfn, þar sem duggurnar í Norðursjó, svo- kallaðir Flandrarar, voru með 17—19 manna áhöfn. Það var mikilvægt að þessar fiskiskútur, sem höfðu svo langa útivist norður í höfum, gætu varið sig vel. í raun var ekki vitað til þess að nein fiskiskúta frá Dun- kirk færist fyrr en 1825, utan ein sem hvarf 1818. Það var Marisa Rossard frá Dunkirk sem hvarf 1825 með manni og mús á vertíð- inni. í byrjun fór fiskiflotinn held- ur ekki af stað fyrr en þrjár vikur voru liðnar af marz, en upp úr 1825 tók brottfarartíminn að fær- ast sífellt fram, fyrst til 17. marz, þá 5. marz, 4. marz og 25. febrúar, jafnvel ennþá fyrr. Það hefur sjálfsagt a.m.k. átt stóran þátt í þeim miklu skipssköðum, sem nú urðu. Árið 1828 fórust 28 menn með einni skútunni. Árið 1834 fór- ust tvö fiskiskip og nú er ekkert lát á. 1835 voru þau 5, 1836 8 skip með 132 mönnum, 1837 2 skip með 23 mönnum, 1838 5 skip með 47 mönnum og 1839 8 skip með 185 mönnum. Þrettán höfðu horfið og fimm hrakið á land. Á fjórum ár- um höfu þá farist 33 skip með 387 mönnum, sem létu eftir sig 200 ekkjur og börn. Fjölskyldurnar urðu felmtri slegnar eftir slysin 1836 svo að varla var hægt að manna skipin. Og fólkið heima byrjaði að spyrja hverju þetta sætti. Var veðurfar kannski að harðna? Samt sigldu 98 skip áleið- is á íslandsmið 9. marz árið eftir. Varla voru þau komin á miðin, þegar ægilegt óveður skall á. Fréttirnar frá íslandi hermdu góða veiði, en 2 skip reyndust horfin um haustið. Á þessum tíma var ekki farið að hugsa fyrir því að veita fjölskyld- unum aðstoð. Þegar sjóslys urðu var venjulega rokið til og safnað handa ekkjunum, og fyrirtækin og stjórnvöld lögðu fé í söfnunina. En á þessu var ekkert skipulag. Eftir þessi sjóslys öll var skipuð nefnd til að safna fé handa ekkjum og börnum. Ráðuneytið sendi í söfn- unina 4.265 franka. Góðgerðarfé- lög og ýmis bæjarfélög létu af SJÁ NÆSTU SÍÐU /þessari grein er sagt frá hinum tíðu sjóslysum frönsku flandraranna á íslandsmiðum, sem byrjuðu um 1825, og héldu áfram í heila öld. Og hvernig brugðist var við þeim og harðrœði því sem frönsku sjómennirnir máttu búa við, með því að senda aðstoðarskip á miðin, og síðar spítalaskip og reisa loks franska spítala á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.