Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 2

Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 ddýra hösavíkur “ JÖGÚRTIÐ KOWC AFTUR GJÖRÐU SVO VEL l Húsavíkurjógúrt aftur til sölu í Reykjavík BYKJAÐ var að selja Húsavíkurjogúrt í verzlunum Hagkaups að nýju í gærmorgun klukkan 09.00, að sögn Karls West, verzlunarstjóra, sem sagði að 1000 lítrar hefðu komið með flugi að norðan. Hálfur lítri af jógúrt frá Húsavík kostar 29 krónur, en frá Mjólkursamsölunni kostar hálfur lítri af jógúrti 32,20 krónur, eða um 11% meira. „Fólk tekur þessu mjög vel, enda seldist ein tegundin þegar upp og Húsvíkingar hafa ekki undan að framleiða fyrir okkur,“ sagði Karl West. Ljósmyndari Mbl. Rax tók þessa mynd í verzlun Hagkaups í Skeifunni í gærmorgun, þegar jógúrtsalan hófst. Fjórir íslendingar á þingmannasambands fundum NATO NÝVERIÐ lauk í Kaupmannahöfn árlegum nefndafundum þingmanna- sambands Atlantshafsríkjanna. Fundina sátu fyrir íslands hönd þeir Ólafur G. Einarsson, Lárus Jónsson, Jóhann Einvarðsson og Sighvatur Björgvinsson. í lok fundanna var haldinn sam- eiginlegur fundur þar sem tveir gest- ir, þeir Olof Paline forsætisráðherra Svíþjóðar og Manfred Wörner varn- armálaráðherra Vestur-Þýzkalands fluttu ræður um varnarmál og fyrst og fremst um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaus svæði. Að sögn ólafs G. Einarssonar voru fundirnir með hefðbundnum hætti. Þingmannasambandið starfar í ýmsum nefndum, svo sem mennta- og menningarmálanefnd, hermálanefnd, pólitískri nefnd, stjórnarnefnd og vfsinda- og tækninefnd. Hann sagði að fund- irnir hefðu verið gagnlegir að venju og að sameiginlegi fundur- inn í lokin, sem er orðinn fastur liður í starfseminni, hefði vakið mikla athygli, og þá sérstaklega ræður gestanna. Sautján sæmd- ir fálkaorðu Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins: Náttúruverndarráð fær ekki fulltrúa í sendinefndina „OKKUR finnst eðlilegt eins og þessi mál hafa verið í brennidepli, að í íslensku sendinefndinni sé aðili frá Náttúruverndarráði, því þau sjónarmið eigi einnig að koma fram. Okkur finnst þetta ansi mik- Bankaráö Landshankans: Jón Þorgilsson tekur sæti Matt- híasar Á. Mathiesen JON Þorgilsson Hellu hefur tekið sæti Matthíasar Á. Mathiesen við- skiptaráðherra í bankaráði Lands- banka íslands, en Matthías óskaði eftir því á síðasta bankaráðsfundi að víkja úr bankaráðinu á meðan hann gegnir ráðherrastörfum. Matthías er einnig formaður stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar og mun hann einnig ætla að biðj- ast lausnar frá því starfi af sömu ástæðu. il afturför og getum ekki skilið bréfið öðru vísi en svo að það sé alls ekki óskað eftir því að við séum þarna,“ sagði Éyþór Ein- arsson formaður Náttúruverndar- ráðs í tilefni af því að ráðinu barst í fyrradag bréf frá sjávarútvegs- ráðuneytinu þess efnis, að ráðu- neytið myndi ekki kosta ferð full- trúa ráðsins að þessu sinni á árs- fund Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn verður í lok júlímán- aðar. Eyþór sagði einnig, að sér kæmi þessi ákvörðun ráðuneyt- isins á óvart þar sem upphaflega hefði verið leitað til Náttúru- verndarráðs eftir fulltrúa til að sitja í sendinefnd íslands. Það var árið 1979, sagði Eyþór, og hefði fulltrúi ráðsins setið fundi hvalveiðiráðsins síðan. Jón B. Jónasson skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í viðtali við Mbl. að ástæða þessa væri sú, að verið væri að spara. Sérstök nefnd væri að störfum sem færi í gegnum allar fyrirhugaðar utanlandsferðir og afskrifaði allar ferðir sem ekki væru taldar nauðsynlegar. Að- spurður sagði Jón að á fund hvalveiðiráðsins færu fulltrúar frá ráðuneytinu og Hafrann- sóknastofnun, einnig færu menn frá Hval hf., en þeir færu á eigin kostnað að venju. Þá sagði Jón að Náttúruverndarráði væri heimilt að senda fulltrúa sem áheyrnarfulltrúa á fundinn á eigin kostnað. FORSETI íslands sæmdi á þjóóhá- tíðardaginn eftirtalda sautján ís- lendinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu: Önnu Guðmundsdóttir, New York, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum og í þágu sjúkra. Björn Jónsson, fv. bónda að Bæ í Hofshreppi, Skagafirði, riddara- krossi fyrir félagsmálastörf. Einar Ólafsson, fv. bónda í Láekjarhvammi, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir félagsmálastörf í þágu landbúnaðarins. Ernu Finnsdóttir, fv. forsætis- ráðherrafrú, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í opinbera þágu. Guðmund K. Magnússon, há- skólarektor, Reykjavík, stór- riddarakrossi fyrir embættisstörf. Hauk Jörundarson, skrifstofu- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu landbúnaðarins. Helga Hannesson, fulltrúa, Reykjavík, riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf. Hjört Hjálmarsson, fv. skóla- stjóra Flateyri, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Hörð Bjarnason, fv. húsameist- ara ríkisins, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyrir embættisstörf. Ingólf Theodórsson, netagerðar- mann, Vestmannaeyjum, riddara- krossi fyrir störf í þágu sjávarút- vegsins. Jóhann G. Möller, fv. bæjarfull- trúa, Siglufirði, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Jón R. Hjálmarsson, náms- stjóra, Selfossi, riddarakrossi fyrir störf að uppeldis- og fræðslumáium. Jón Aðalstein Jónsson, orðabók- arstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir orðabókar- og fræðistörf. Ottó A. Michelsen, forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf og brautryðjenda- störf að notkun tölva á íslandi. Steinþór Gestsson, fv. alþing- ismann, Hæli í Gnúpverjahreppi, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf. Þór Vilhjálmsson, forseta hæstaréttar, Reykjavík, stór- riddarakrossi fyrir embættisstörf. Þórarin Þórarinsson, ritstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum og blaða- mennsku. Reykjavík, 17. júní 1983. Fundur SVS og Varðbergs: Yfírmaður varnarliðsins ræðir viðfangsefni þess RONALD F. Maryott, aðmíráll, yfir- maður varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, flytur erindi á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs sem haldinn veröur í Átt- hagasai Hótel Sögu kl. 14.30 þriðju- daginn 21. júní. Erindið ber yfirskriftina: Við- fangsefni varnarliðsins á líðandi stund. Ronald F. Maryott varð 18. yfir- maður varnarliðsins á íslandi 4. ágúst 1981. Hann mun síðar í sumar láta af störfum hér á landi og taka við öðrum verkefnum á vegum bandaríska flotans. Fund- urinn á þriðjudagskvöldið er opinn félagsmönnum SVS og Varðbergs og gestum þeirra. Ronald F. Maryott Postulamyndunum komið fyr- ir á ný í Þingeyrarkirkju NÝLEGA var komið fyrir á sínum upprunalega stað, fremst á kórgólf- inu í Þingeyrarkirkju í Húnaþingi, eftirlíkingum af postulamyndunum svokölluðu, en það eru tréskurð- armyndir af postulunum tólf og Kristi. Frummyndirnar voru fjar- lægðar úr kirkjunni laust uppúr síðustu aldamótum og eru nú varðveittar í Vídalínssafninu á Þjóðminjasafninu. Talið er að þær hafi verið skornar út í Þýskalandi á síðari hluta 16. ald- ar og er þeirra t.d. getið í forn- leifaskýrslu frá árinu 1817. Við guðsþjónustu í Þingeyrar- kirkju sl. sunnudag rakti séra Árni Sigurðsson sóknarprestur aðdraganda þess að ráðist var í að gera þessar eftirlíkingar en segja má að þær séu lokaáfangi í endurbótum á kirkjunni í tilefni 100 ára afmæiis hennar sem var árið 1977. Einn helsti hvatamað- ur þessa merka framtaks er frú Hulda Á. Stefánsdóttir, fyrrum húsfreyja að Þingeyrum og síðar skólastjóri Kvennaskóians á Blönduósi. Allur kostnaður við framkvæmd þessa hefur verið greiddur fyrir minningargjafir sem kirkjunni hafa borist und- anfarin ár. Til verksins voru fengnir þeir Sveinn ólafsson tréskurðar- meistari og Baldur Edwin list- málari sem málaði myndirnar í sínum upprunalegu litum skv. heimildum sem varðveist hafa. Þykja báðir listamennirnir hafa leyst hlutverk sín mjög vel af hendi og vöktu myndir þessar mikla athygli á kirkjulistarsýn- ingu á Kjarvalsstöðum um pásk- ana, en þar voru þær meðal sýn- ingargripa. Björn Th. Björnsson listfræðingur og Þór Magnússon þjóðminjavörður veittu ráðgjöf við gerð eftirlíkinganna. Eftir verkið er þetta merka guðshús og mikla mannvirki komið sem næst sinni upprunalegu mynd og er það vel. Við athöfnina í kirkjunni á sunnudaginn tóku til máls auk séra Árna Sigurðssonar þau ólafur Magnússon á Sveinsstöð- um, formaður sóknarnefndar og frú Hulda Á. Stefánsdóttir sem eins og áður greinir er sú mann- eskja sem hvað ötulast hefur unnið að framgangi verksins. — Fréttaritari. Morgunblaðið/ B.V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.