Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 21 Hann hélt til Chicago með til- búið atriði en fáir höfðu áhuga. „Áður en langt um leið,“ sagði Hope eitt sinn, „skuldaði ég 4.000 dollara. Það voru göt á skónum mínum. Ég lifði á brauðsnúðum og kaffi og þegar ég hitti gamlan vin minn einn daginn sem bauð mér upp á nautasteik á veitingahúsi, hafði ég gleymt því hvort maður skæri sneiðina með hníf eða drykki hana úr skeið." Þessi vinur hans kom honum í samband við leikhús í Chicago, sem veitti hon- um vinnu í sex mánuði. Eftir það hafði hann nóg að gera og það kom að því að honum var boðið hlut- verk í leikritinu Roberta, á Broad- way 1933. Nokkrum árum seinna var hann kominn með eigin út- varpsþátt hjá NBC-stöðinni og á eftir fylgdu fimm Hollywood- kvikmyndir. Hope var orðinn frægur maður. Margir grínarar í Ameríku hafa notað þjóðararfleifð sína í brand- ara og gamanstykki. Marx-bræð- urnir, Jack Benny, Woody Allen og sjálfur Chaplin eru nokkrir af mörgum, sem það gerðu og gera, ýktu kaldhæðnina, ákefðina og þunglyndið sem hjálpað hefur gyðingum að þola ógæfu og ofsóknir í gegnum árin. Ef gyðinga-brandararnir koma frá austurströnd Bandaríkjanna óg sérstaklega þá New York, er Bob Hope fulltrúi engilsaxans, hins æfintýralega, hispurslausa og bjartsýna anda fólksins sem ferð- aðist vestur á bóginn. Hann hlær og um leið dáist að kábojanum, brautryðjandanum og elskhugan- um. ímynd karlmannsins hefur sjaldan verið gerð að meira at- hlægi en í stuttu atriði í mynd þeirra Hopes og Bing Crosbys, The Road to Utopia. í myndinni hafa þeir félagar tekið þátt í gullæðinu í Alaska. Þeir eru teknir fyrir hættulega byssubófa af misgán- ingi og þeir leika hlutverk sitt að- dáunarlega vel þegar þeir labba inn á bar og Hope segir við eig- andann: „Við erum ekki í skapi til að drepa í dag, aðeins til að særa,“ og pantar svo glas af límonaði í stað viskís. Hann tekur eftir því að barmaðurinn verður undrandi á svip svo hann urrar: „í skítugu glasi!" Skemmtikraftur í stríðum Með gríni sínu í útvarpi í byrjun fimmta áratugarins hafði Hope orð á sér fyrir að segja sérstaklega „klúra" brandara þó þeir hafi varla verið blárri en póstkorta- myndir af sólarströndum frá þess- um árum. Eftir að Bandaríkin tóku þátt í seinni heimsstyrjöld- inni gerði Hope tilraun til að kom- ast í herinn, en honum var sagt að hann gæti þjónað betur sem skemmtikraftur og byggt þannig upp andlegt þrek hermannanna. Með flokki skemmtikrafta ferðað- ist Hope til fjölda herstöðva, m.a. í Afríku, Englandi, Wales, írlandi, Skotlandi, Sikiley og Alaska. Rit- höfundurinn John Steinbeck ræddi einu sinni um þetta framlag Hopes í stríðinu og sagði: „Það er ómögulegt að skilja hve mikið hann getur gert, farið svo víða, unnið svo mikið og hvað hann get- ur haft mikil áhrif." Þegar Hope ferðaðist til Englands að skemmta í herbúðum bandamanna 1944, heimsótti hann 99 ára gamlan afa sinn. Ein mestu vonbrigðin í lífi Hopes þá voru að hann gat ekki gefið foreldrum sínum neitt af þeim ánægjustundum sem hann nú var orðinn frægur fyrir. Hope hefur aldrei sett það fyrir sig þó herstöðvar Bandaríkja- manna hafi verið úr alfaraleið. Þannig hefur hann skemmt á Grænlandi, Guantanamo og á ís- landi. „Where there’s Hope, there’s Hope“, var þá löngu orðið þekkt orðtak. í Víetnam Árið 1965 fór hann í fyrsta sinn til Víetnam þar sem nálægð kommúnistahersins með herbún- aði sínum jók enn áhættu þá sem skemmtikraftar lögðu sig í til að Frá 75 ára afmteli Hope. Kakan er ekkert smístykki og hann notar sverð til að fá sér bita. sviðinu og veifuðu krepptum hnef- um í sjónvarpsmyndavélarnar. Herlögreglumenn, af öllu fólki, klifruðu upp á sviðið fyrir framan Hope og veifuðu mótmælaspjöld- um sem á stóð „Hermenn vilja frið“. í lokaatriði skemmtunarinn- ar steig hershöfðingi upp á sviðið og færði Hope „Ho Chi Minh“- reiðhjól og stóðu þá upp raðir af hermönnum og löbbuðu út af skemmtuninni. Hrópin í hermönn- unum urðu háværari þar til Hope kallaði til þeirra: „í hjarta mínu eru það þið sem eruð á móti stríði, vegna þess að þið hjálpið til við að enda það. Þið hafið allir hlustað á ruslið frá kommunum ... Hvað hafa þeir nokkru sinni gert fyrir heiminn? Þeir tala mikið um fjöldamorðin í My Lai en það er tóm tjara, því þeir gleyma góð- verkunum sem við höfum unnið, hjálpað litlum börnum, byggt munaðarleysingjahæli ..." Þetta voru ekki hermenn sömu tegundar og Hope hafði skemmt í seinni heimsstyrjöldinni. Þessir voru fórnarlömb einhliða hug- myndafræði eins og kynlífsbylt- ingarinnar, dópmenningarinnar, hippanna og þess háttar. Þeir voru í andstöðu við það sem Hope var svo dýrmætt, amerísku þjóðern- iskenndina. Fyrir utan svæðið sem skemmtunin hafði farið fram á sá ég borða sem á stóð: „Víetnam- stríðið er Bob Hope-brandari“. Ég kenndi í brjósti um Bob Hope og Bandaríkin." Þannig lýsti breski blaðamaður- inn Richard West þessari síðustu skemmtun sem Hope hélt í Víet- nam. Göngutúrar Það er fastur liður hjá Bob Hope, hvenær sem hann kemur því við, að enda daginn á göngu- Hope skemmtir hér með „Meatloaf" og Sammy Davis jr. létta á hermönnum sínum. Á jóla- dag 1971 við Long Binh nálægt Saigon fylgdist þekktur breskur blaöamaður, Richard West, með skemmtun Bob Hopes, sem varð að pólitískum mótmælafundi og næstum þvf uppreisn. Bandarísku hermennirnir gáfu skít í Hope og særðu hann mjög og um leið marga samlanda sína. West skrif- aði um þessa skemmtun í Daily Telegraph þegar hann minntist 80 ára afmælis skemmtikraftsins fyrir stuttu. Honum sagðist svo frá: „Þegar þarna var komið í stríð- inu, voru þeir 160.000 bandarísku hermenn sem eftir voru í Víet- nam, uppreisnargjarnir, óagaðir, dópaðir, róttækir í stjórnmálum og ófúsir til að berjast. Þeir særðu oft eða drápu sína eigin yfirmenn með handsprengjum. Á Long Binh-svæðinu var uppi orðrómur um dóp-herferðir í þeim tilgangi að hnekkja á róttæklingum. Marg- ir hermenn urðu reiðir þegar þeir heyrðu af því að vinstrisinnuðu leikkonunni Jane Fonda hafði ver- ið meinað að fara til Víetnam með leikrit, sem í var boðskapur gegn stríði. Til að gera hlutina enn verri var Bob Hope yfirlýstur stuðnings- maður stríðsins i Víetnam. Hann var persónulegur vinur Nixons Bandaríkjaforseta, Agnews vara- forseta og Ronald Reagans. Hann var og er einn af ríkustu mönnum Ameríku, repúblikani og and- kommúnisti. Á skemmtun Hopes höfðu her- menn komið fyrir mótmælaspjöld- um sem á stóð: „Friður ekki Hope“. Þeir trufluðu hann í miðj-_ um setningum með því að kalla upp: „Hvar er Jane Fonda?" Þeir sýndu engin viðbrögð þegar „Ungfrú Ameríka" kom fram á sviðið og á þessum tímum reglu- legrar klámöldu féllu áður „klúrn- ir“ brandarar Hopes í grýttan jarðveg. Víetnamstríöið er Bob Hope-brandari Þegar leið að lokum skemmtun- arinriar, hlupu hermenn fram að túr. Göngutúrana tekur hann iðu- lega eftir miðnætti og labbar hann þá eftir aðalgötunni í Palm Spring, sem um þetta leyti nætur er iðandi af táningum. Það er gömul tilfinning sviðsmannsins sem ræður ferðinni; um leið og þú ert kominn af sviðinu eru áhorf- endurnir farnir að gleyma þér. Svo Hope er eiginlega í vinnunni þegar hann tekur sér þessa göngu- túra. Hann kaupir sér stundum eitthvað smálegt og gefur eigin- handaráritanir á servíettur en hægir þó aldrei á göngunni. Það er kallað til hans: „Howyadooin" og Hope tekur eftir þremur tán- ingsstelpum, feimnum og utan- gátta, sem spyrja hann hvar þær geti rekið nefið inn á dansstað. Hope nýtur augnabliksins og bendir þeim svo í áttina að næsta diskóteki. Stúlkurnar vappa áfram og Hope horfir á eftir þeim en hvíslar svo að fylgdarmanni sínum út um annað munnvikið: „Hvað segirðu um að skreppa á Norræna húsið: Sumar- sýning á verkum * Asgríms Jónssonar Á MÁNUDAGINN verður Sumar- sýning Norræna hússin.' opnuð, en þetta er í sjöunda sinn, sem Nor- ræna húsið stendur að sýningu á listaverkum eftir íslenska listamenn að sumri. Að þessu sinni er hún helguð Ásgrími Jónssyni. A sýningunni eru 40 myndir, olíumálverk, vatnslita- og þjóð- sagnamyndir, en megin uppistað- an eru myndir frá Húsafelli, mál- aðar á 5. áratugnum, en segja má að Ásgrímur Jónsson hafi þá verið á hátindi sköpunarferils síns, seg- ir í frétt frá Norræna húsinu. Myndirnar eru allar í eigu Ás- grímssafns. Björg Þorsteinsdóttir, forstöðu- maður Ásgrímssafns, Guðmundur Bendiktsson, myndhöggvari, og Hrafnhildur Schram, listfræðing- ur, sáu um val listaverkanna, og Hrafnhildur sá jafnframt um sýn- ingarskrá og ritar formála. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14—19 og henni lýkur sunnudaginn 24. júlí. Árni Guðmundsson fri Teigi tók fyrstu skóflustunguna og til vinstri við hann er frú Birna Ólafsdóttir, er honum var til halds og trausts. Grindavík: Fyrsta skóflu- stungan að heimili aldr- aðra tekin KYRSTA skóflustungan að heimili aldraðra var tekin í Grindavík á sjó- mannadaginn. Skóflustunguna tók Arni Guðmundsson frá Teiti, en hann er elsti búsetti Grindvíkingurinn, 92 ára að aldri. Áformað er að byrja af fullum krafti á framkvæmdum við fyrsta hlutann í ágúst eða september. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 40 íbúðum á tveimur hæðum og verð- ur fyrirkomulagið svipað því sem er á Hrafnistu í Hafnarfirði. Átta félagasamtök í Grindavík standa að baki þessu framtaki auk sjó- mannadagsráðs og Grindavíkur- bæjar. Þessi félagasamtök eru: Kiwanisklúbburinn Boði, Lions- klúbbur Grindavíkur, Kvenfél. Grindavíkur, Útvegsmenn í Grindavík, Sjómanna- og vélstjóra- félag Grindavíkur, JC Grindavík, Rauða kross deild Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur. í Grindavík hefur verið gengist fyrir fjársöfnun í sambandi við þessar fyrirhuguðu byggingar- framkvæmdir og hefur ríkt mikill áhugi fyrir henni og hefur söfnunin mætt mikilli velvild. Heimilið mun standa ofan við Austurveg í Grindavík en þaðan er gott útsýni yfir höfnina og út á sjóinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.