Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsmgastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Hugrakkur páfi á ferö Ferð Jóhannesar Páls páfa II til ættjarðar sinnar, Póllands, árið 1979 varð til þess að vekja sjálfstraust meðal pólskrar alþýðu and- spænis ómannúðlegu valdi kommúnistastjórnarinnar. Ári síðar efndu verkamenn í Gdansk til verkfalla, Sam- staða varð til. Ógleymanleg er myndin af verkamönnunum þar sem þeir krjúpa í bæn á úrslitastundu í baráttu sinni eða af Lech Walesa haustið 1980 að rita undir samkomu- lag við stjórnvöld með penna er bar mynd Jóhannesar Páls páfa II. Eftir að herlögin voru sett í desember 1981, Sam- staða bönnuð og foringjar hreyfingarinnar sem taldi 10 milljónir félagsmanna settir á bak við lás og slá, hélt kaþ- ólska kirkjan í Póllandi áfram að hvetja til viðræðna milli herstjórnarinnar og alþýðu manna. Herstjórnin hefur hingað til hafnað öllum kröf- um kirkjunnar um slíkar við- ræður og haft óskir hennar um endanlegt afnám herlaga og almenna náðun pólitískra fanga að engu. Nú er Jóhannes Páll páfi II að nýju á ferð um Pólland. Fyrir komu hans var Lech Walesa settur undir strangt eftirlit öryggisvarða og her- stjórnin lét eins og hann fengi ekkert tækifæri til að hitta páfa. í þeirri afstöðu kom fram sá vilji Wojciech Jaruz- elski, hershöfðingja, að reyna að nýta heimsókn páfa stjórn- inni einni til framdráttar, með komu páfa væri hann í raun að leggja blessun sína yfir her- stjórnina, hann væri opinber gestur hennar. 1979 jók páfinn sjálfstraust alþýðu manna, 1983 átti hann að sýna fólkinu að það yrði að sætta sig við herstjórnina. Þessar vonir Jaruzelski urðu að engu strax á fyrsta degi heimsóknarinnar á fimmtudag. Páfinn kom alls ekki sem hlutlaus gestur og eftir fyrstu ræðu hans gengu nokkrir tugir þúsunda manna um götur Varsjár, vottuðu Samstöðu hollustu og lýstu andstöðu við herstjórnina. Voru það fjölmennstu mót- mæli gegn herlögunum síðan þau voru sett fyrir 18 mánuð- um. Eftir að páfi hafði hvatt til þess að stjórnvöld virtu sam- komulagið við verkamenn frá 1980 og ítrekað þá skoðun kaþ- ólsku kirkjunnar að pólska herstjórnin eigi ekki að kúga þjóðina með valdi heldur leita þjóðarsáttar með viðræðum við fulltrúa Samstöðu, setti hann fram þá ósk í einkavið- ræðum við Jaruzelski, að Lech Walesa fengi að ganga á sinn fund. Og herstjórarnir létu undan, fundur páfa og Walesa verður líklega nú um helgina. Með honum eru vonir her- stjórnarinnar um einhliða við- urkenningu á valdi hennar gerðar að engu, því að enginn efast um táknrænt gildi þess að páfi og Walesa hittist. í kjölfar mótmælagöngunnar miklu á fimmtudag mun páfi blessa þann mann sem orðið hefur tákn frelsisbaráttu pólsku þjóðarinnar. En Jóhannes Páll páfi II hefur stigið stærra skref. Fréttir herma að hann hafi lýst því yfir að Pólverjar eigi að skapa sér stöðu milli aust- urs og vesturs og þær ráðstaf- anir verði gerðar sem tryggja eðlileg samskipti þjóðarinnar við vestræn ríki að nýju. Þessi orð páfa eru skýr viðvörun til Kremlverja. í þeim felst hvatning um að Pólverjar hristi af sér hlekki heims- kommúnismans. En sú „afsök- un“ hefur verið færð fyrir herlögum í landinu, að þau séu þó betri en sovéskt hernám eða bein íhlutun sovéska hers- ins sem Austur-Þjóðverjar máttu þola 1953, Ungverjar 1956, Tékkóslóvakar 1968 og Afganistar síðan um jólin 1979. Jóhannes Páll páfi II er Astæða er til að óska Þjóð- viljamönnum til ham- ingju með það hve þeir gleymdu 30 ára afmæli upp- reisnarinnar í Austur-Þýska- landi 17. júní 1953 á eftir- minnilegan hátt — og þá ekki síst Svavari Gestssyni, for- manni Alþýðubandalagsins, sem sjálfur skrifaði forystu- grein Þjóðviljans 17. júní síð- astliðinn, svona til hátíðar- brigða. Hefðu örlög Austur- Þjóðverja þó átt að vera Svav- ari ofarlega í huga, þar sem hann naut gistivináttu þeirra um árið, eða Hjörleifi Gutt- ormssyni sem var í forystu kommúnista frá íslandi í Austur-Þýskalandi og ritaði þaðan langar skýrslur um það sem sósíalistar á íslandi gætu lært af skoðanabræðrunum meðal hugrökkustu manna sem nú eru uppi og orð hans berast til heimsins alls. Hann flytur mál sitt af þeim trúar- lega styrk sem ekkert fær bug- að. Hræðsla ofbeldisaflanna við mátt hans varð öllum ljós þegar þau gerðu út launmorð- ingja gegn honum á Péturs- torginu í Róm. Páfi veit hverja áhættu hann tekur, en sú vitn- eskja er honum síður en svo fjötur um fót. Póllandsferð páfa að þessu sinni vekur ekki aðeins nýja von meðal sam- landa hans og trúbræðra held- ur um víða veröld. Von um óttalaust frelsi en það er ein- mitt forsenda varanlegs friðar að hún fái að rætast. fyrir austan tjald. En þessi „gleymska" Þjóðviljans, þessi kaldranalega þögn, var mælskari vitnisburður um hugarfar kommúnista en allt sem í blaðinu stóð 17. júní. „Sú kemur tíð“ hét hátíðar- grein Svavars Gestssonar. Þar var boðuð kenningin um varn- arleysi íslands, sem gæti hafa verið hönnuð af hugmynda- fræðingum Varsjárbandalags- ins, og stefna í innan- landsmálum, sem endurspegl- ar „pólska leið“ Alþýðubanda- lagsins í efnahagsmálum. Það er „þjóðfrelsið" í Austur-Evr- ópuríkjunum, Víetnam, Kam- bódíu, Yemen, Eþíópiu, Nicar- agúa og á Kúbu sem á að koma á íslandi samkvæmt boðskap formanns Alþýðubandalagsins 17. júní 1983. Þjóðviljinn og Austur-Þýskaland ! Reykjavíkurbréf Tugþúsundir Reykvíkinga sóttu þjóóhátíð ( miðborginni 17.júni. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Sölumennska í pólitík Sigur fhaldsflokksins og Mar- grétar Thatchers í þingkosningun- um í Bretlandi hefur að vonum vakið bæði athygli og umtal. Áhugamenn um stjórnmál velta því fyrir sér, hvort þau úrslit svo og niðurstaða þingkosninganna í V-Þýzkalandi í vetur bendi til þess, að hægri sveifla gangi yfir Evrópu um þessar mundir. Aðrir telja skýringuna á kosningasigri Thatchers einfaldlega þá, að styrk stjórn hennar í Falklandseyja- stríðinu hafi tryggt henni endur- kjör. Hvað sem um slíkar vanga- veltur má segja er það að verða deginum ljósara, að eitt einkennir sigursæla stjórnmálamenn á Vesturlöndum öðru fremur: þeir eru góðir sölumenn í pólitík. Fjölmiðlabylting samtímans veldur því, að stjórnmálaleiðtogar þurfa að búa yfir annars konar hæfileikum en áður var. Sú krafa er fyrst og fremst gerð til þeirra, að þeir eigi auðvelt með að koma stefnumálum sínum til skila til al- mennings í gegnum fjölmiðla. Stjórnmálamaður, sem býr ekki yfir þessum hæfileikum er í mikl- um vanda staddur, þótt hann hafi að öðru leyti allt það til brunns að bera, sem prýða má þjóðarleið- toga. Þau eiga það sameiginlegt, Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Margrét Thatcher, að þeim er einkar lagið að tala við fólk í gegn- um fjölmiðla. Þau tala á þann veg, að maðurinn á götunni skilur, hvað þau eru að segja. í kosn- Laugardagur 18. júní ingabaráttunni í Bretlandi mun Margrét Thatcher hafa lagt alveg sérstaka áherzlu á að nota einföld orð og orðasambönd yfir flókin hugtök. Raunar hefur þetta verið einkenni á málflutningi hennar alla tíð frá því hún vann kosn- ingarnar í Bretlandi 1979 og tók við embætti forsætisráðherra. Þeir, sem fylgjast með stjórn- málabaráttunni í Bandaríkjunum að einhverju ráði, vita, að þessi hæfileiki að koma stefnumálum og stjórnvaldsaðgerðum til skila til almennings á einföldu og vel skilj- anlegu máli, er einhver mesti styrkur núverandi Bandaríkjafor- seta, og er líklega ein helzta skýr- ingin á velgengni hans í pólitík. Með öðrum orðum: þessir tveir þjóðarleiðtogar eru góðir sölu- menn pólitískra hugmynda, að- gerða og stefnumála. Röng ákvörðun Þessi þáttur í stjórnmálabar- áttu nútímans á Vesturlöndum er gerður að umtalsefni hér vegna þess, að sú ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að kalla þingið ekki saman nú, er vísbending um að ráðherrarnir skilji ekki, að öflug upplýsingamiðlun til almennings er orðin einn veigamesti þátturinn í stjórnmálaátökum okkar tíma. Núverandi ríkisstjórn tók við versta búi, sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við frá lýðveldisstofn- un, ef ekki í hálfa öld. Hún hefur orðið að grípa til harkalegri að- gerða, en nokkur önnur ríkisstjórn á síðari árum a.m.k. Það er með öllu vonlaust, að þessar aðgerðir beri þann ávöxt, sem að er stefnt, ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦1 ef fólkið í landinu gerir sér ekki grein fyrir viðskilnaðinum og þörf aðgerðanna. Sá skilningur mun ekki vakna, nema ráðherrarnir taki sér fyrir hendur að tala við fólkið og útskýra í einföldu og skýru máli, hvað um er að tefla. Þetta er verk ráðherranna sjálfra og engra annarra. Hvorki óbreytt- ir þingmenn né aðrir munu taka þetta verkefni að sér fyrir þá. Alþingi er bezti Vettvangur rík- isstjórnarinnar til þess að gera upp við það sem liðið er og gera jafnframt grein fyrir því, sem framundan er. Út frá þessu sjón- armiöi var því rík ástæða til fyrir ríkisstjórnina að kalla þingið sam- an strax í maílok eða fyrstu dag- ana í júní og leggja efnahagsað- gerðir stjórnarinnar fyrir þingið til umræðu og samþykktar. í slíku þinghaidi hefði gefizt kjörið tækifæri til að gera þjóð- inni grein fyrir því, hvernig frá- farandi ríkisstjórn skildi við og hverjar hafa orðið afleiðingar verka Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórn sl. fimm ár. Jafnframt var sumarþing vettvangur til þess að ræða í botn harkalegar efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar og gera þjóðinni glögga grein fyrir nauðsyn þeirra. Slíkt þinghald hefði verið góð byrjun fyrir ríkis- stjórnina í því nauðsynlega kynn- ingarstarfi, sem hún á fyrir hönd- um. Það er í raun og veru óskiljan- legt með öllu, að ríkisstjórnin skuli glutra niður tækifæri til öfl- ugrar sóknar í þeirri baráttu um almenningsálitið, sem óhjákvæmi- lega er framundan milli ríkis- stjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar. Þetta voru hörmuieg mistök í upphafi ferils núverandi ríkisstjórnar, mistök, sem kunna að verða örlagarík, þegar fram í sækir. Víglínurnar verða allt aðr- ar á þingi í haust, en orðið hefðu á sumarþingi nú. Staöa þingsins En önnur og veigameiri rök koma hér einnig við sögu í þeirri deilu um þinghald, sem risið hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.