Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 17. júní í Reykjavík: MorgunbUAid/ Guéjén Hátíðarhöldin vel heppnuð þrátt íyrir nokkra ölvun Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjódinni að minnisvarða Jóas Sigurðaaoaar á Austurvelli. Fjölmenni tók þátt í hátíð Leikfélags Reykjavfkur undir yflrskriftinni „Við byggjum leikhús", í Laugardalshöllinni, en þangað gengu leikarar frá Borgarleikhúsinu í nýja miðbænum. Kolfoeinn Pálsson, formaður Æaku- lýðsráðs Reykjavfkurborgar setur 17. jún(-hátiðína á Anstnrvelli. „VIÐ EKIIM MJÖ(; ánægðir með 17. júní hátíðarhöldin, athöfnin í miðbæn- um um morguninn og síðdegisskemmtunin tókust mjög vel,“ sagði Kolbeinn Pálsson, formaður /Eskulýðsráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgun- blaðið í gær, en /Eskulýðsráð hafði umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum í Keykjavík. Kolbeinn sagði að það hefði að vísu skemmt fyrir skemmtuninni í miðbænum um kvöldið að þá hefði rignt og því hefðu unglingar orðið meira áberandi í bænum en oft áður, því eldra fólk hefði þá farið heim. Hins vegar hefði ekki verið um meiri ölvun að ræða en oft áð- ur. Kolbeinn sagði að reynslan sýndi að miðbærinn væri hentug- asti staðurinn til skemmtanahalds á 17. júní, fólk vildi heldur skemmta sér þar, en dreift um borgina. Hins vegar væri vandinn sá að Arnarhóll væri ekki nógu stór til að rúma þann fjölda fólks sem sækti hátíðarhöldin og því hefði verið gripið til þess ráðs að reyna að dreifa skemmtiatriðum um miðbæinn og yrði væntanlega haldið áfram á þeirri braut- Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar gengu hátíðarhöldin áfallalaust fyrir sig, þó nokkur ölvun hefði verið. Ekki var lög- reglunni kunnugt um óspektir, en eitthvað var um rúðubrot og var m.a. brotin rúða í Búnaðarbank- anum. Þá var talsvert um ölvun við akstur og voru 18 ökumenn teknir grunaðir um ölvunarakstur frá miðnætti á föstudagskvöld og til klukkan 9 á laugardagsmorgun og er þetta með mesta móti. Ein bílvelta varð við Seljaskóga, en þar velt jappabifreið. Ekki urðu slys á mönnum, en ökumaður er grunaður um ölvun. Fjallkonsn, Lilja Þórísdóttir leik- kona, flytur ávarp sitt. Markús Örn Antonsaon, forseti borgarstjórnar Reykjavfkur, leggur blóm- sveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Fridrik yann Stórmeistarar okkar fslendinga í skák, Guðmundur Sigurjónsson og Friðrik Ólafsson tefldu skák sín á milli á útitaflinu í Lækjargötu vegna 17. júní hátíðahaldana. Keppnistilhögunin var þannig að hvor um sig hafði hálfrar mínútu umhugsunartíma fyrir hvern leik. Friðrik vann skákina, mátaði i 34. leik, en hann stýrði svörtu mönn- unum. Guðmundur lék af sér manni í 17. leik og átti sér ekki viðreisnarvon eftir það. Hér á eftir fer skákin. Hvítur: Guðmundur Sigurjónsson Svartur: Friðrik Ólafsson. ('aro-kann vörn l.e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - g6, 4. h3 - Bg7, 5. Rf3 - dxe, 6. Rxe - Rh6, 7. Bd3 - Rf5, 8. c3 — 0-0, 9. 0-0 - Rd7, 10. Bf4 - Rb6, 11. Hel - Rd5, 12. Bh2 - Bh6, 13. Re5 - f6,14. Rg4 - Bf4,15. Rc5 - BxB, 16. KxB - b6, 17. Re6 - Dd6+, 18. Kgl - BxR, 19. c4 - Rf4, 20. BxR - g6xB, 21. Re3 - Kh8, 22. Df3 - Hg8, 23. Hdl - Rxh3, 24. DxR - f4, 25. Rf5 - Dd7, 26. HxB - DxH, 27. Dd3 - Hg5, 28. Rh4 — Dg4, 29. g3 — fxg, 30. fxg — DxR, 31. Kg2 - Hag8, 32. Hhl - Hxg3+, 33. Kf2 - Hg2+, 34. Ke3 - Hg3 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.