Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983
35
Á myndinni til vinstri, tekin á Austurvelli þegar danskir stúdentar komu aldamótaárið til íslands, má sjá franska húsið, sem síðar var flutt inn að Franska spítala við Lindargötu. Það er lengst til
hægri. — Myndin til hægri: Eftir að hið glæsilega spítalaskip St. Paul fórst á Meðallandsfjöru, var ákveðið að byggja nýtt gufuskip sem spítalaskip. En á meðan eða frá 1907—1911 sigldi seglskipið
Heilagur Frans af Assisi, sem hér sést á miðin við Island og varð spítali fyrir frönsku sjómennina. ____________________________________
Mikill hluti Dunkirk-bæjar var lagður I rúst í heimsstyrjöldinni síðari og þar
því litlar sjáanlegar minjar um sjósóknarana á íslandsmið. En þetta er hús
eins útgerðarmannsins, sem stendur við Rue de Dunkerque í nágrannabæn-
um Gravelines, sem ekki síður gerði út á íslandsmið undir og eftir síðustu
aldamót.
Þessi atburður endurtók sig á hverjum vetri. Brottför fiskimannanna sem
ekki komu aftur af vertfðinni við ísland fyrr en eftir sex mánuði.
„Un Islandais", frönsk fiskidugga sem eltir þorskinn á miðin við ísland. Þessi mynd og nokkrar fleiri eru úr
auglýsingabæklingi úr franskri bók um íslandsgóletturnar, sem Þjóðminjasafninu barst.