Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 7 „Maður nokkur átti tvo sonu. Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber. — Og hann skipti með þeim eigum sínum. Fáum dög- um síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt 1 fjar- lægt land. Þar sóaði hann eignum sínum í óhófssömum lifnaði ... Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann ... (Lúk 15.11-32) Þegar lítið barn horfir fyrst í spegil, þá skynjar það ekki strax að litla veran í speglin- um er það sjálft heldur að ver- an í speglinum er aðeins barn á sama reki og vill fá það til að leika við sig. En svo smátt og smátt fer að renna upp ljós, barnið fer að þekkja sjálft sig betur og betur. Nú vill svo til að Biblían er eins konar spegill, og þegar við horfum í þennan spegil, eigum við að sjá okkur sjálf. Hinar mörgu og fjölskrúðugu persón- ur sem Jesús dregur upp i dæmisögum sínum eru ekki nefndar út í bláinn, þær eiga að tjá okkur sannleikann um okkur mennina, viðbrögð okkar og stöðu. Margir sjá alls ekki sjálfa sig í spegli Biblíunnar, heldur allar mögulegar aðrar verur, eins og litlu börnin sem líta fyrst í spegil. En ef við gefum okkur tíma til að horfa lengi í þennan merkilega spegil Biblí- unnar, verður reynslan oft sú sama og hjá litlu börnunum, við förum að kannast við hreyfingarnar, förum að kann- ast við drættina sem dregnir eru upp, þeir líkjast meir og meir því sem við þekkjum úr lífi okkar. Guðspjall þessa sunnudags er dæmisagan um týnda son- inn. Hvernig tekst okkur að sjá okkur sjálf í henni? Tökum okkur litla stund til að grína í dæmisöguna. Maður nokkur átti tvo sonu. Þannig er hinu trygga heimil- islífi lýst. Synirnir voru heima, áttu allt með föður sínum, nutu gæða hans, verndar hans og aga. Ef til vill hefur það einmitt verið hið síðastnefnda sem varð til þess að yngri son- urinn vildi fara að heiman. Hann þoldi ekki agann, þoldi ekki það lögmál sem faðirinn setti, hann vildi verða frjáls. Þekkjum við ekki aftur söguna af Adam og Evu. Þau voru heima í garðinum góða, en þau urðu ósátt við reglurnar, vildu verða frjáls, en frelsið varð að fjötrum. Yngri sonurinn var frjáls, en hann sá ekki frelsið, hann sá aftur á móti óraunverulegt frelsi í hillingum, einhvers staðar í fjarska, en það frelsi varð að óbærilegum fjötrum. Þekkja ekki margir þessa af- stöðu, að velja gagnstætt vilja Guðs í þeirri trú, að það sé frelsi, að það sé meira spenn- andi, gefi jafnvel auðugra líf? — Ef við erum sanngjörn, þá hljótum við öll að finna okkur einmitt í þessu, vegna þeirrar staðreyndar, að við erum hluti af syndugu mannkyni, föllnum heimi. Týndi sonurinn Þegar yngri sonurinn kom til föður síns og bað hann um sinn hluta arfsins, þá mót- mælti faðirinn engu orði. Hann opnaði fjárhirslur sínar og greiddi honum eins og hon- um bar, en hann gerði það dap- ur í bragði, augu hans voru full meðaumkunar. Vegna hvers? — Jú, vegna þess að han elsk- aði hann. En hann þvingaði son sinn ekki til hlýðni, hann leyfði honum að fara, og hann fór. Það gekk vel í fyrstu, arfur- inn var svo mikill, hann gat veitt sér allt og átti marga vini. Dæmisagan er fáorð um líf þessa unga manns, en segir þó á þessa leið: Hann sóaði eignum sinum í óhófsömum lifnaði. Með öðrum orðum hann eyðilagði það sem hann hafði erft, misnotaði gjafir Guðs. Hann misnotaði gjafir Guðs! — Hver þekkir sig ekki í þess- um spegli? Við þekkjum raddir vísindamannanna frá hinum alþjóðlega vettvangi, þar ríkir mikill ótti vegna þess hvernig auðæfi jarðar eru misnotuð, um það væri hægt að rita langt mál. En við skulum spyrja okkur sjálf. Hvernig með- höndla ég gjafir Guðs? Hvern- ig nota ég hæfileika mína, gáf- ur mínar, skynsemi mína, landið mitt, fjölskyldu mína o.s.frv. Spurningar sem við ættum oft að spyrja okkur. Það kom að því að yngri son- urinn í dæmisögunni hafði eytt öllu, hann varð að seðja hungur sitt á svínafæðu. Svona djúpt varð hann að sökkva til þess að sjá eymd sína og þá jafnframt hve gott hann hafði það heima. Hvað verður til þess að menn almennt snúa sér til Guðs? — Ég held að undan- tekningarlaust sé það einmitt það, að þeir sjá sig í hinni vonlausu stöðu týnda sonarins, andlega talað. Þeir þurfa ekki að vera forfallnir drykkju- menn eða svallarar, ekki opin- berir lögbrjótar eða óbóta- menn. Nei, venjulegir, blátt áfram borgarar sem horfa í spegil Guðs orðs með opnum huga og sjá að lífið er til- gangslaust nema í samfélaginu við Guð. Þeir sjá að líf þei-ra hefur misst marks og þrá að koma heim, svo við notum orðalag dæmisögunnar. Ef við höfum komið auga á þetta, þá er gott að fylgja dæmisögunni áfram og sjá hvaða von sá á, sem snýr við heim, gengur i sig, iðrast synda sinna. Hverjar voru móttökurnar? Beið faðirinn með vöndinn? Nei, kærleiks- ríkur faðmur föðurins var opinn, hann beið eftir syni sín- um, tilbúinn til að fyrirgefa og umvefja hann hlýju og föður- elsku. Eins og við sjáum í öðru samhengi, er mikil gleði á himni yfir einum syndara sem gjörir iðrun. Þessi himneska gleði kemur líka glöggt fram í dæmisögunni. Það var slegið upp miklum fagnaði. Alikálf- inum var slátrað. Týndi sonur- inn var kominn heim, hann fékk ný föt, nýja skikkju og hringur var dreginn á fingur honum. Allt eru þetta atriði sem samtímamenn Jesú skildu svo mætavel. — Hvað hafði gerst í þessari sögu, jú, sonur- inn hafði yfirgefið föðurhúsin og var sokkinn svo djúpt að hann samneytti svínunum. En svínin voru óhrein í augum Gyðinganna og því merki um að viðkomandi væri fallinn úr náðarsamfélagi lýðs Guðs. Hin nýju klæði og hringurinn er því merki um fulla viðurkenn- ingu. Hann er tekinn í samfé- lag þjóðar sinnar að nýju með öllum réttindum. Þetta kennir okkur líka, að í samfélaginu við Guð eigum við allt sem skiptir máli i lífi og dauða. Það er bæn mín að við öll komumst að sömu niður- stöðu og týndi sonurinn og að sögulok dæmisögunnar megi verða raunveyrteg í lífi okkar. eða 8% ? Verðtrygging veitir vörn gegn verðbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýðingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBUROUR A ÁVOXTUN Verötrvgging m.v.lánskjaravísitðlu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38 7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% GENGI VERÐBRÉFA 19. JÚNÍ1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2 flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2 flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Sölug«ngi pr. kr. 100.- 14.813.99 12.842,06 11.137,93 9.441,91 6.705,94 6.177,06 4.264,32 3.508.71 2.643,46 2.504,66 1.996,52 1.851,98 1.546.72 1.216,55 988,32 833,06 644,00 478,97 376,62 323,51 240,27 218,23 163,11 Atodalévöxtun umfram varðtryggingu ar 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugsngi m.v. nafnvaxli (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU Sölugengi nafn- Ávðxtun m.v. vextir umfram 2 afb./éri (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/,% 7% 4 ár 91.14 2W/o 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/.% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7Vs% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 Sölugangi pr. kr. 100.- 4.100.17 3.536.40 2 502,85 2 502.85 1 658.99 1.503.34 1 203.20 1 064.11 231.17 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verðtryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. Veröbréfamarkaónr Fjá ríést i i iga rtélagsi i is Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.