Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 37 Halldóra H. Valdi- marsdóttir - Minning Látin er í Reykjavík frú Hall- dóra Helga Valdemarsdóttir, eftir stutta veru hér á þessari storð, hún lést í Borgarspítalanum þann 8. júní eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Frú Halldóra kenndi fyrst þess sjúkdóms er dró hana til dauða þann 14. maí sl., var lögð inn á nefndan spítala þann 19. maí og andaðist þar um hádegisbil þann 8. júní. Halldóra fæddist á Raufarhöfn þann 9. maí 1930. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur, hún gekk í Ljósmæðraskólann og út- skrifaðist þaðan með góðum vitn- isburði vorið 1950. Halldóra giftist Guðmundi Halldórssyni, bifreiðastjóra, þann 11. nóvember 1950. Þeim Halldóru og Guðmundi fæddust sex bðrn. Þau eru: Rósa Anna, f. 1951, gift Guðlaugi Nielsen, bifreiðastjóra, Guðmundur, f. 1953, kvæntur Guðrúnu Þ. Óskarsdóttur, Valde- mar, f. 1955, kvæntur Þórunni Kristjánsdóttur, Dóra Kristín, f. 1957, gift Þórhalli Bjarnhéðins- syni, sjómanni, Jón Elías, f. 1964, heitbundinn Elsu Kristfnu Helga- dóttur og Halldór f. 1967, þeir tveir síðastnefndu eru enn f for- eldrahúsum. Þau Guðmundur og Halldóra reistu sér, af litlum efnum, mynd- arlegt einbýlishús að Langagerði 6. Munu þau oft hafa lagt nótt við dag til þess að koma húsinu upp og skapa sér og sínum það öryggi sem allir óska sér. Frú Halldóra vann meðfram húsmóðurstörfum, hún vann um tíma sem hjúkrunarkona á Elli- heimilinu Grund, en sl. 10 ár var hún ljósmóðir á Landspítalanum þar af 8 ár á vökudeild Barnaspft- ala Hringsins, utan þessa var frú Halldóra alltaf boðin og búin til þess að vaka yfir sjúkum og grun- ar mig að sjaldan hafi hún þegið þóknun fyrir. Frú Halldóra er rómuð fyrir snilli í matargerð og var hún oft fengin til þess að sjá um veislur á hátíðarstundum vina og kunn- ingja. Eg átti því láni að fagna að kynnast frú Halldóru fyrir örfáum árum á sólarströnd, en ekki hafði ég þar lengi dvalið er ég tók eftir konu sem dvaldi i næstu fbúð á hótelinu, það sem vakti athygli mína á umræddri konu, var að hún virtist litla hvíld þurfa og að hún var sifellt á þönum með fólk i hjólastólum og hugfatlað fólk. Við tókum tal saman og kvað frú Hall- dóra þetta eitt af hugðarefnum sínum að koma fólki sem svo er ástatt fyrir sem mest í snertingu við umheiminn og að það fengi tækifæri til að vera meðal fólks, sem að mati almennings telst eðli- legt fólk. Þetta tel ég lýsa lífshlaupi og hugsjónum frú Halldóru, hún mátti ekkert aumt sjá án þess að gera það sem í hennar valdi stóð til þess að bæta um. Eftirlifandi faðir frú Halldóru býr á fæðingarstað hennar, hann er Valdemar Guðmundsson, f.v. rafveitustjóri þar í byggð. Það er huggun harmi gegn að vera vitandi þess að frú Halldóra á vísa góða heimkomu, ef eitthvað má marka það sem mér var kennt um líf eftir dvöl á þessari storð, þar á ég við að meira er um vert að gefa en að þiggja. Frú Halldóra verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. júní. Eftirlifandi ástvinum vottum við, ég og fjölskylda mín, okkar dýpstu samúð. Björn Helgason Halldóra Helga Valdimarsdótt- ir fæddist 9. maí 1930 á Raufar- höfn. Foreldrar hennar voru hjón- in Rósa Anna önundardóttir og Valdimar Guðmundsson, rafveitu- stjóri á Raufarhöfn. Eftirlifandi manni sínum, Guð- mundi Halldórssyni, bifreiða- stjóra, giftist Halldóra 11. nóv- ember 1950. Börn þeirra eru: Rósa Anna, Guðmundur, Valdimar, Dóra Kristín, Jón Elías og Hall- dór. Halldóra stundaði nám í Hús- mæðraskóla Hverabakka, Hvera- gerði, 1948—1949. Hún lærði að smyrja brauð og útbúa veisluborð og starfaði við það samfara öðrum störfum frá 1959—1971. Halldóra lauk ljósmóðurprófi frá LMSÍ 30. september 1950 og þá aðeins tví- tug að aldri. Fyrstu ljós- móðurstörf sín vann hún við Rauf- arhafnarumdæmi seinni hluta árs 1950 til fyrri hluta árs 1951. Ljósmóðurstörf hóf hún að nýju árið 1974 við Fæðingadeild Land- spítalans og starfaði þar til 1976 eða þar til hún réðst til starfa á vökudeild Landspítalans við stofn- un þeirrar deildar 2. febrúar 1976 og starfaði þar til dauðadags. Hjúkrunarstörf stundaði hún á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 1963-1964 og 1971-1973. Hall- dóra var formaður Félags starfs- fólk í veitingahúsum 1959—1967. Við Halldóra kynntumst fyrir u.þ.b. níu árum, er foreldrar mínir fluttu í Langagerði. Halldóru kynntist ég í gegnum son hennar, Jón Elías, en við vorum bekkjarfé- lagar og góðir vinir. Frá því ég flutti í Langagerði varð ég sem grár köttur á heimili Halldóru og átti jafn mikið heima þar eins og á mínu eigin heimili. Til Halldóru var gott að leita með áhyggjur og vandamál, hún var þolinmóð við okkur krakkana er þangað leituð- um, þar vorum við alltaf velkomin. Til Halldóru leituðu þeir sem áttu um sárt að binda eða voru heimilislausir. Hún lagði sig fram við að hjálpa fólki til að finna til- gang í lífinu og alltaf fann hún ástæðu til að láta fólk fara frá sér lífsglaðara en þegar það kom. Halldóra var mikil handavinnu- kona og saumaði út hinar falleg- ustu myndir. Margir lærðu að sauma út hjá henni og búa til fal- lega hluti. Það var sama hversu klaufalega maður fór að í byrjun, með þolinmæði og þrautseigju Halldóru tókst nemandanum ævinlega að ljúka verki sínu á sómasamlegan hátt. Halldóru á ég mikið að þakka. Hún miðlaði mér af lífsreynslu - sinni og þekkingu. Síðast en ekki síst þá hjálpaði hún mér að taka ákvörðun um mitt ævistarf. Þó svo að ég sé ekki búin að mennta mig eins mikið og við Halldóra ætluð- um, þá vonast ég til að ég eigi einhvern tíma eftir að feta í fót- spor hennar sem ljósmóður og að ég muni geta unnið starf mitt af jafn mikilli ánægju, fórnfýsi og reisn og hún gerði. Með þessum fátæklegu línum mínum vil ég þakka Halldóru fyrir þær stundir er við sátum saman og þakka henni fyrir að senda mig alltaf frá sér ánægðari manneskju og vonandi örlítið betri. Ég vil senda manni hennar, börnum, tengdabörnum og barna- börnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðrún Kjartansdóttir Túlípanaborginni veröur seint með orðum lýst, hún kynnir sig best sjálf. Við minnum hins vegar á að þessi lífs- glaða heimsbprg, er aðeins í seilingar- fjarlægð frá . spennanþi ævintýrum hollenskra baðstrand "túlípanaakra, trjálunda þar a aorpa f ■ ðsæl AMSTERDAM - HOLLAND, eitt og sama ævintýrið! sem þú nartar í nestið með fjölskyld- unni, Og gleymum ekki vindmyllunum sem margar eru enn í fullum gangi, ostamarkaðinum í Alkmaar, leikveröld - inni í Beeksee Bergen, blómauppboð- unum í Aalsmeer og skemmtigörðun- um sem hvarvetna er að finna. K-m'' Flugfólag með ferskan blæ 4RNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 XA/CT KOST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.